Hröð þjónusta.

Í gær sótti ég um flutning aftur yfir í símann frá Tal, þvi ég kærði mig ekki um að vera þar stundinni lengur í kjölfar atburðar sem þeir beittu son minn .  Já ég sótti um flutning og bjóst við einhverra daga bið og líka vegna þess að eg skulda einn reikning frá þvi i sept, en þegar eg var komin heim þá lá netið niðri ( frá Tal ), og ég , ha hvað er að ? 

Hringdi á báða staði en náði sambandi við símann strax og jú búið að tengja yfir í ráderinn þaðan ( átti hann ennþá ) ég bara ha nú ég átti nú ekki von á þessum hraða, en netið lá niðri, þjónustumaðurinn skoðar og já það á eftir að virkja aftur netfangið og þetta er skráð á morgundaginn sem er í dag 28 okt, en hann reynir að flýta þessu á tvær leiðir, en gekki ekki og gefur mér samband við aðra deild og þeir reyna líka, en konan þar sagði að ef það kemur ekki inn núna á eftir þá er það á morgun ( 28 okt ), já sagði ég ok og þakkaði bara kærlega fyirir mig, og um hádegið í dag kom netið inn. þannig að ég er komin með heimasímann og netið aftur hjá símanum, fæ svo sms þegar ég get skipt um kortið í farsímanum. Hef ekki fengið svona hraða þjóunstu svo ég muni eftir í augnablikinu. 

Eins og ég sagði í bloggi um daginn um Tal þá borga ég aðeins meira annarsstaðar en að láta koma svona fram við okkur.   Það verður gaman að heyra hvað þeir segja við mig ef þeir hringja í mig og spyrja mig afhverju ég sé að flytja mig yfir.  

Ég hef fengið hingað til mjög góða þjónustu hjá Símanum og ráðleggingar, en jú viðurkenni að reikningurinn lækkaði hjá Tal en mér er sama, ég læt ekki bjóða mér né okkur svona.

Eftir að ég bloggaði um daginn með Múturnar frá Tal við son minn þá fór ég að hugsa aðeins lengra og alvarlegra, þetta voru mútur frá símafyrirtæki en Guð minn almáttugur ef það hefði verið annað og alvarlegra þótt þetta sé nógu alvarlegt, mig hryllir við þeirri hugsun .  

Knús og kreist á ykkur öll og mér þykir ótrúlega vænt um ykkur öll InLove 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Þú hefur aldeilis staðið í ströngu.  Ætli Síminn verði ekki hvort sem er eina fyrirtækið, sem lifir af þessa erfiðu tíma, sem framundan eru, gæti trúað því.

Sigrún Jónsdóttir, 28.10.2008 kl. 17:58

2 Smámynd: Aprílrós

Jú þeir gera það pottþétt.

Aprílrós, 28.10.2008 kl. 21:07

3 Smámynd: Guðrún Ágústa Einarsdóttir

Mér finnst síminn einfaldlega bestur.

knús knús.

kv Gunna.

Guðrún Ágústa Einarsdóttir, 28.10.2008 kl. 22:04

4 Smámynd: Líney

Tal sökkar,ég er hjá símanum og dettur ekki í hug að færa mig,búin að heyra of margar hryllingssögur,knús  í kotið samt,er ekkert  spennó í gangi ha?

Líney, 28.10.2008 kl. 23:52

5 Smámynd: Erna

Ég er hjá símanum og hef ekki prófað neitt annað símafyrirtæki, þannig að ég get ekki dæmt um hvort þeir séu betri eða verri en aðrir. Alla vega líkar mér þeirra þjónusta. Góða nótt vinkona

Erna, 29.10.2008 kl. 01:17

6 Smámynd: Aprílrós

Ég bara bíð spennt eftir framhaldi ;) það kemur eins og allt hitt sem spákonan sagði, ( hár dökkhærður, hef hitt hann áður, vissi hver hann var, stutt ferð sem var bústaðaferðin ). Var svo hissa þegar þessi náungi fór að tala við mig allt í einu, bauð mér í bústað og alles.

Ég er alveg pollróleg bara. ;)

Aprílrós, 29.10.2008 kl. 17:52

7 Smámynd: Líney

pollróleg? my ass

Líney, 29.10.2008 kl. 19:25

8 Smámynd: Erna Sif Gunnarsdóttir

Ég er búin að vera hjá tal,hætti þar vegna þess að þeir voru alltaf að hækka simreikninginn hjá mér sem var bara bull.Fer yfir i simann og er búin að vera þar i morg ár en eg er ansi oft að fá óborgaða reikninga i hausinn sem voru borgaðir.Núna er ég hjá Nova eins og bara flest allir i dag og mæli engöngu með Nova

Erna Sif Gunnarsdóttir, 29.10.2008 kl. 19:55

9 Smámynd: Aprílrós

Var hjá Tal í gamla daga, fyrsti gsm síminn minn var þaðan og fyrsta gsm númerið. Ég var ekki ánægð þá vegna þess ég var að fá reikning á notkun sem var als ekki notuð, eg gerði test þá , notaði ekki númerið í 2 mánuði en samt voru mínútur taldar.

Ég hef aldrei fengið óborgaða reikninga í hausinn, ég prenta alltaf út það sem ég borga í heimabankanum og get alltaf sýnt framá borgun, sama hvað er.

;)

Erna mín ! það þíðir ekkert að vera æsa sig, en uðvitað er ég ekkert pollróleg inní mér hehe. Ég er að farast úr ÁST til háa dökkhærða mannsins og þetta er hræðileg staða að vita ekki neitt hvað er framundan. Ég er búin að láta minn áhuga á framfæri og svo nú er boltinn hans megin.

Það er bara annað hvort eða ;) ;)

Brosi gegnum tárin ;)

Aprílrós, 29.10.2008 kl. 21:22

10 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Auðvitað er það eina sem hægt er að gera sem óánægður viðskiptavinur að færa viðskipti sín annað, hef tvisvar þurft að gera það, í seinna skiptið bloggaði ég um málið og fékk mikil viðbrögð, sem segir mér bara að það eru margir aðrir í sömu stöðu. Var að lesa bloggið þitt um hvernig verið er að nota ólöglegar aðferðir gagnvart unglingum og það er ekki til fyrirmyndar.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 30.10.2008 kl. 01:35

11 Smámynd: Aprílrós

Takk Anna mín, já ég læt ekki koma svona fram við okkur og gera ekki neitt í málinu, ég skrifaði á reykjavík síðdegis um þetta en það hefur ekki verið rætt þar. Það hringi einhver Atli frá Tal í mig í gær og spurði hvort ég ætlaði virkilega að fara frá þeim, ég sagði já vegna mútur við son minn til að vera áfram í Tal og ég væri mjög reið og ósátt ennþá og líka vegna þess að þessi maður sem mútaði syni mínum getur ekki sínt sinn manndóm að hringja í mig og biðja mig afsökunar á að hann hafi gert rangt. Ég sagði við Sigmar og þann sem svaraði mér þegar eg kvartaði um þetta að mér dugir ekki afsökunarbeiðni frá þeim tveimur heldur þessum sem mútaði syni mínum.

Ég fékk snögga færslu yfir, hraðari en ég átti von á og er sátt við það. ;)

Aprílrós, 30.10.2008 kl. 09:37

12 Smámynd: Sigrún Óskars

verst er að Síminn á allar símalínur og hinir t.d. Tal þurfa að leigja af þeim afnot af línunum. Skil þetta ekki, en gott að þú fékkst skjótan fluttning Krúttan mín

knús á þig

Sigrún Óskars, 30.10.2008 kl. 13:43

13 Smámynd: Aprílrós

Takk Sigrún .

Nú held ég að allir skúrkar hjá Tal séu að hrinja í mig afþvi ég er farin með allt frá þeim. Og en enn hef ég ekki heyrt í þessum sem ég vil heyra í hjá þeim. það hringja í mig svona ca 2 á dag.

;)

Aprílrós, 30.10.2008 kl. 15:41

14 Smámynd: Erna

Knús og góða nótt krúttína mín

Erna, 30.10.2008 kl. 21:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband