Smá blogg

Ferlega líður mér vel að vera búin með gólfin, á reyndar herbergin eftir. Næst er að koma ljósunum í gluggana og síðan baka fáeinar sortir til að fá ylminn, annars baka ég ekki mikið fyrir jólin frekar en annan tíma ársins. Stefnan er allavega að baka hálfmána og kanilsnúða. Whistling 

Ég og sonurinn skruppum á Akranes í gær til pabba og mömmu, kom nú aldeilis ekki tómhent til baka, þau gömlu voru að enda við að gera bjúgu og græddi eg nokkur og uðvitað var ég með heimalöguð bjúgu í kvöldmatinn í kvöld, alveg dýryndis matur. Joyful

Ég fylgdist ekki með Eddunni en þeir sem unnu hafa sannarlega átt það skilið,. Heart

Kæru vinir ég er uppgefin eftir helgina og  fyrsta vinnudag nýrrar vinnuviku svo ég læt þetta lítilræði duga .  Eigið frábært kvöld, það ætla ég að gera á mínum svefnstað undir sæng. Sleeping

góða nótt og ljúfa drauma Sleeping Sleeping Sleeping 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Linda litla

Þú þarna duglega konan þín he he he

Það vantar ekki kraftinn í þig..... hefði ekkert á móti því að fá þig til að bóna svínastíuna mína hehehe

Það er ekkert skrítið að þú hafir grennst svona, ert að bera út morgunblaðið á morgnana.

Og varðandi þennan "drullusokk" sem þú varst að deita, mundu bara Guðrún mín að "enginn veit hvað átt hefur, fyrr en misst hefur".

Þú átt miklu betra skilið en þetta. OG HANA NÚ !!!

Fyrirgefðu hve lítið ég hef komið hérna við, ég er bara ekki búin að vera í bloggfíling í allt of langan tíma. Ég ætla að fara að rífa mig í blogg gírinn aftur. Hafðu það gott mín kæra, og sjáumst örugglega við tækifæri.

Linda litla, 17.11.2008 kl. 21:48

2 Smámynd: Aprílrós

Ekkert mál Linda mín, við erum mis upplögð dag frá degi og það er bara eðlilegt og mannlegt, Ég skal með gleði koma og bona fyrir þig gólfin.

Já satt segirðu enginn veit hvað átt hefur fyren misst hefur, og hann missti mig. Hvað segir textinn : ég fann´ana og mistana svo ef þú skyldir finnana í öllum bænum gríptana. , eða eitthvað í þessum dúr,.

En ég vil nú ekki kalla þennan drullusokk, en annan mann sem ég var með er alger drullusokkur , helt honum uppi í 16 mán, hann var bara inná mér til að vera með húsnæði og fæði. En ég eins og einn bloggvinur minn sagði mér að lía á þann tíma sem minning og lærdóm, breyta reiðinni í það minningu og lærdom. Sem ég hef gert.

Góða nótt LInda mín, sjáumst á röltinu ;)

Aprílrós, 17.11.2008 kl. 23:22

3 Smámynd: Líney

Innlitskvitt og knús  til þín duglega  konaVonandi áttu góðan dag

Líney, 18.11.2008 kl. 13:09

4 Smámynd: Guðrún Ágústa Einarsdóttir

Dúúúleg ertu kona...

Ég ætla einmitt að fara að drífa mig í jólahreingerninguna...það er svo mikið búið þegar það er frá. Ætla svo að baka eitthvað smá.... 

kv Gunna.

Guðrún Ágústa Einarsdóttir, 18.11.2008 kl. 16:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband