Vinir

Á föstudagskvöldið síðustu viku var ég á rúntinum með vini mínum og skoða í glugga, ég horfi á hvítu jólatrén og segi að mig hafi lengi langað að prufa hafa hvítt jólatré, en hef aldrei haft efni á að kaupa solleis.  Í gær hringir hann í mig þessi vinur minn og segir mér að hann hafi keypt hvítt jólatré handa mér og sé á leiðinni til mín með það.  Eftir þetta fór ég að spá og pæla í hverjir væru vinir mínir og kunningjar mínir. Veit allavega að þessi vinur minn er ekta vinur , enda erum við búin að vera vinir í mörg ár og það trúnaðarvinir í ábót.  Ég á fáa vini, en þessir fáu vinir mínir eru mjög góðir vinir mínir. og þeir gefa mér svo mikinn kærleik . 

 Eigið góðan dag á morgun elskurnar.  :) 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Sigrún Jónsdóttir, 12.12.2008 kl. 08:31

2 Smámynd: Erna

Góðir vinir eru gullsígildi, Krútta mín. Góða helgi með fallega jólatrénu þínu en þú mátt nú ekkert dansa í kringum það fyrr en á jólunum

Erna, 12.12.2008 kl. 16:24

3 Smámynd: Líney

Oh sæta,þú heppin  Taktu svo mynd og sýndu okkur,þetta   kemur ábyggilega  flott út,er alveg viss um það

Líney, 12.12.2008 kl. 22:46

4 Smámynd: Kristín Jóhannesdóttir

Já sannir vinir. Maður kemst best að því hverjir eru vinir manst þegar á reynir. Og það eru líka sannir vinir. Njóttu dagsins

Kristín Jóhannesdóttir, 13.12.2008 kl. 18:28

5 Smámynd: Sporðdrekinn

Betra er að eiga fá og trausta vini en marga og falska.

Til hamingju með hvíta jólatréð þitt, gaman þegar að draumar rætast

Sporðdrekinn, 14.12.2008 kl. 02:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband