Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda

Gleðilegt ár

Ég skellti mér í Sandgerði í gær að heimsækja eina bloggvinkonu mína , var það mjög svo notalegt að koma til hennar, svo mikil værð þrátt fyrir fullt hús af börnum. Byrjaði reyndar á því að leita að henni í Garðinum, minnti að hún ætti heima þar, en þegar ég fann ekki götuheitið þar þá á endanum hringdi ég í hana og var að útskýra hvar ég væri, hún kannaðist ekki við neitt og spurði mig hvort ég væri ekki örgglega í Sandgerði ? svo ég hætti að leita og brunaði yfir.

  Á heimlið kom ég við í Keflavíkinni hjá fyrrum nágrönnum og var það notalegt, svo langt síðan ég hef séð þau.,sjá nýja húsið, bara flott. Allt svo vítt og nægt rými.Og að sjálfsögðu var ég yfirheyrð um hvernig gengi heima í húsinu, ástarmálin mín, börnin mín, og bara allt mögulegt.  Þau hjón þykjast vita um mann fyrir mig, og komu þau okkur á blind date sem verður á sunnudaginn kemur, ullala Heart og hann er dökkhærur og keyrir taxa, meira veit ég sosem ekkert um hann nema það sem þau segja, mjög svo góður kall. 

Já gleraugun frægu þessi tvískiptu, fór í gleraugnaverslunina í gær eina ferðina enn til að láta þau vita að þau eru bara als ekki eins glerin, annað er stærra, og já áberandi stærra, enda fasnt mér alltaf þau vera skökk á mér,, já ekki bar á öðru en að umgjörðin væri þræl gölluð svo ég þurfti að byrja uppá nýtt að velja nýja umgjörð og fór dágóður tími í það. Vona að þetta fari nú að ganga þetta gleraugnamál mitt. 

 Ég óska öllum gleðilegs árs kærleiks og friðar Heart  InLove


Jólaboð og vanlíðan

Jólaboð var í dag hjá foreldrum mínum á Akranesi, fórum við þangað ég og sonur minn yngsti og dóttlan kom með uppeftir en fór með stóra bróður heim.  Mætt var alle hele familjen nema annar sonur bróður míns og annar tvíbbinn minn sem er í Pollandi. Var þetta í sjálfu sér flott boð og mikið meðlæti.Smile

En í dag tók ég þá ákvörðun að tala ekki meira við systur mína og ekki reyna það meira,  ég ætla ekki leyfa henni meira né oftar að tala niður til mín með hræsni og niðurlægingu, hún hreytti í mig einu tveggja stafa orði í dag, "hæ" og var það eina sem hún sagði við mig að fyrra bragði. Ég var að reyna tala við hana og var mér svarað með hræsni. Ekki veit ég hvað ég hef gert henni hafi gert eitthvað en mig grunar að hún sé svona við mig og ganvart mér vegna þess að dóttlan mín var mjög erfiður unglingur og lenti í rugli sem betur fer varði ekki lengi, en eitthvað fór þetta fyrir brjóstið á systur minni því eftir þetta hefur dóttir hennar ekki mátt tala við mig í einrúmi né við dóttir mina, , framkoma systur minnar er eins og það se´mér að kenna að dóttlan mín lenti í rugli og ég lélégur uppalandi. Hún gleymir að koma í afmælisveislur sem henni er boðið í til sonar míns og afmæli mins og þegar hún kemur þá kemur hún 1-1 1/2 tíma síðar. Hún kemur ekki svona fram við dóttir mína og mín börn, við þau er hún frekar smeðjuleg, fyrgefið orðalagið. 

Þetta er erfitt og sárt og í dag fékk ég alveg yfir mig nóg og tók þessa ákvörðun., ég lét mig hverfa úr aðal samkvæminu og sat inni í herbergi og horfði á Ladda 6-tugur með krökkunum.

Æ varð bara að koma þessu frá mér því ég er að springa af vanlíðan yfir þessu og með tárin í augunum. Er alsekki að biðja um neina vorkun.

Þarf að gera margt á morgun, skipta dvd sem ég fékk í jólagjöf, galli í myndinni, og skreppa í keflavík í smá heimsókn, og hittingur annað kvöld með grúbbunni minni í 12 sporunum.

Guð veri með ykkur og varðveiti.;InLove 

 

  


Vinir

Á föstudagskvöldið síðustu viku var ég á rúntinum með vini mínum og skoða í glugga, ég horfi á hvítu jólatrén og segi að mig hafi lengi langað að prufa hafa hvítt jólatré, en hef aldrei haft efni á að kaupa solleis.  Í gær hringir hann í mig þessi vinur minn og segir mér að hann hafi keypt hvítt jólatré handa mér og sé á leiðinni til mín með það.  Eftir þetta fór ég að spá og pæla í hverjir væru vinir mínir og kunningjar mínir. Veit allavega að þessi vinur minn er ekta vinur , enda erum við búin að vera vinir í mörg ár og það trúnaðarvinir í ábót.  Ég á fáa vini, en þessir fáu vinir mínir eru mjög góðir vinir mínir. og þeir gefa mér svo mikinn kærleik . 

 Eigið góðan dag á morgun elskurnar.  :) 


Tiltekt og gluggaljós

Þá er komið að smá tiltekt á heimilinu og setja ljós í glugga. Annars er ég búin að vera svaka löt í dag. Fór í bíó með stráknum mínum og hitti þar einn kiðling úr bekknum sem ég var með í fyrra.  Passaði papilon hvutta fyrir vinkonu mína, hún kom með hann í gær og sótti hann i dag, alveg frábær hvutti, hann vildi helst vera úti bara, var alltaf að biðja um að fara út að leika og uðvitað fór ég með hann út að leika, sá var nú ekki að láta snjó og kulda aftra sér. Kom með okkur í moggann í morgun kl 6 og naut sín á röltinu, skildi reyndar ekkert í því afhverju hann fór ekki inn þegar hann fór  upp að hverjum dyrum Smile

Dóttlan er hjá mér núna lasin, kvef og hósti og sitjum við í sinnhvorum sófanum með sinhvora tölvuna á hnjánum Smile 

 Var að spá í að taka mér smá hvíld en sé til hversu mikið ég get verið án ykkar. Ég er komin með tölvuleiða eiginlega þótt ég sitji núna með tölvuna á hnjánum,  ég kíki samt á póstinn og lít á ykkur í leiðinni. Smile

Hafið það sem allra best elskurnar.  Wink


Smá blogg

Ferlega líður mér vel að vera búin með gólfin, á reyndar herbergin eftir. Næst er að koma ljósunum í gluggana og síðan baka fáeinar sortir til að fá ylminn, annars baka ég ekki mikið fyrir jólin frekar en annan tíma ársins. Stefnan er allavega að baka hálfmána og kanilsnúða. Whistling 

Ég og sonurinn skruppum á Akranes í gær til pabba og mömmu, kom nú aldeilis ekki tómhent til baka, þau gömlu voru að enda við að gera bjúgu og græddi eg nokkur og uðvitað var ég með heimalöguð bjúgu í kvöldmatinn í kvöld, alveg dýryndis matur. Joyful

Ég fylgdist ekki með Eddunni en þeir sem unnu hafa sannarlega átt það skilið,. Heart

Kæru vinir ég er uppgefin eftir helgina og  fyrsta vinnudag nýrrar vinnuviku svo ég læt þetta lítilræði duga .  Eigið frábært kvöld, það ætla ég að gera á mínum svefnstað undir sæng. Sleeping

góða nótt og ljúfa drauma Sleeping Sleeping Sleeping 


Netheimar,sjón,ástarmál,afmæli.

Það er gaman að vita af því að jólasveinarnir eru komnir í netheima, nú þarf ekki lengur að vera senda bréf sem þurfti að senda í byrjun nóvember því það er svo lengi á leiðinni á Norðurpólinn, hér er eitt netfangið : stekkjastaur1@gmail.com. , en mig minnir að þeir hafi nú eitthvað verið að fykta við tölvuheima þegar þær tengdust internetinu. Happy

Ég fór í gleraugnabúðina í dag því ég áttaði mig á því í dag að glerið dökknar ekki í birtunni utandyra, ég bað um það og borgaði fyrir það, þau voru sett í eitthvað ljósa tæki til að kanna það og jú jú mikið rétt þau dökkna ekki eins og þau áttu að gera, svo það verður að panta ný gler sem tekur um 2-3 vikur. Cool

Ástarmálin ganga í góðum farvegi á  rólegan og yndislegan hátt . Hittumst þegar við getum en það er mismikið vegna vinnu okkar beggja. InLove

Við sonurinn erum að fara í afmæli til tengdadóttur minnar núna. Wizard

Eigið ljúft og yndislegt kvöld elskurnar. Heart


Sonur minn

spurði mig í dag : Mamma ef þú myndir vinna 65 millur, myndirðu þá ekki gefa mér playstation 3 og leiki ? 

Hann hringdi spés í mig til að spurja um þetta . Gaman að blessuðu börnunum sama hversu gömul þau eru og verða. Smile 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband