Haminga

Skólinn er búinn hjá mér, mér gékk þokkalega vel í prófunum nema kannski síst félagsfræðinni, en það kemur í ljós þegar ég sé einkunirnar. Skólaslitin verða 18 mai. Á þá eina önn eftir og við tekur nuddnámið, það er allavega á dagskránni, en það hefur svo margt gerst sl mánuð að ég vil ekki staðfesta neitt. Kannski verð ég flutt úr bænum, á sveitaheimili með hænur og orðin hænsnabóndi. Svo hitti ég mann 9 apríl í Perlunni á mannmörgum stað ( eins og spákonan mín sagði ) og við erum afskaplega hamingjusöm og ástfangin. Þetta er fyrsta helgin sem við hittumst ekki, hann er að vinna alla helgina, upptökur í dag og spila á balli í kvöld svo aftur upptökur á morgun. Hann er semsagt hljómlistarmaður. Gefur út diska, semur lög og texta og syngur einnig.

Ég fer til Danmerkur 20 júní til dóttir minnar og tengdasonar, ætla að vera hjá henni þegar hún á litla krílið, hún er sett 24 júní, hlakka alveg svakalega mikið til, Þetta er hennar fyrsta barn. Kem heim aftur 7 júlí og þá sé ég hitt nýja ömmubarnið mitt, sem sonur minn og tengdadóttir verða búin að eiga, en þau koma með sitt annað barn. Þá verða barnabörnin mín orðin 4. Hlakka ógó mikið til. Ég er svo rík. 

Svo tekur við ferðalög og útilegur með mínum heittelskaða og syni. Fylgi honum á böllin í sumar líka þar sem hann verður að spila.  

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Erna Sif Gunnarsdóttir

Gaman að heyra :) Góða ferð úti :)

Erna Sif Gunnarsdóttir, 15.5.2011 kl. 17:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband