Skólamál

Ég er búin að vera á fundum í skólanum vegna sonar míns, ekki vegna óspekta nei ó nei. Ég er að berjast fyrir því að hann fái sérkennslu og stuðning í námi og kominn tími að hann fái stuðning. En eins og skólakerfið er þá er voða erfitt að fá hjálp þegar við foreldrar förum af stað að fyrra bragði, ég geng endalaust á veggi og þykka veggi. Endaði með því að ég fékk fagaðila með mér og var þá fyrst samþykkt að gera eitthvað í hans málum. Sumir kennarar af gamla skólanum vilja oftast halda því fram að það sé bara leti og áhugaleysi og hef ég fengið að heyra það svo oft og mörgum sinnum, samt er greyning um barnið fyrir framan kennarann en hann neitar að samþykkja það sem greyningin segir um að krakkinn eigi erfitt með að ná því sem kennarinn er að útskyra, og ekki hlustað á foreldrið, nei nei þeir þykjast vita betur hvernig barnið manns er. 

En ef skólinn byrjar og maður er ekki sammála , þá er bara hótun að senda til barnanefndar bara strax, og var það í þessu tilfelli og ég sagði bara já endilega sendið þið það ef þið haldið að þið græðið á þvi, og hvað á barnavernd að gera í þessu máli, ? koma og sitja hjá barninu og hjálpa honum að  læra eða ? og sjá til þess að krakkinn mæti í tima ?  en það væri bara fínt að fá þá til að vera hjá honum og hjálpa honum að læra, þá fengi hann góða stutta og hnitmiðaða útskýringu á náminu eins og hann þarf.  Ég sagði að málið væri það að það þarf að fara til þessarra nemanda sem kalla ekki sjálfir eftir aðstoð, og sagði að þið vitið alveg að hann ber sig ekki eftir aðstoðinni og hefur aldrei gert, ( veit ekki afhverju ) og er þá ekki ráðið að reyna styðja þau börn, ? það er alveg hægt og meira segja inni í bekknum, en nei þessi börn verða undir og þar af leiðandi dragast aftur úr, og þau upplifa sig sem aumingja og aula.  

Sonur minn fór í sund í gær eftir margar fjarvistir i sundi , hann sagðist ekki fara vegna þess að hann væri svo lélegur í sundi, svo hitti það þannig á að það var tekinn tími og hann var með besta tímann þrátt fyrir lélega mætingu í sundi, og ég sagði við hann að hann væri nú búinn að afsanna það hann væri lélégur í sundi, og hann bara montinn og sagði já ég er búinn að þvi.

Hann stendur sig vel í fótbolta því þar er alltaf hvatning, aldrei talað niður til þeirra þrátt fyrir tapleiki, alltaf og endalaus uppbygging.  Og er ég í því líka í sambandið við námið og sjálfið hans og allt.

Allt sem ég hef gert fyrir son minn hef ég gert sjálf, fór sjálf með hann til barnalæknis, bað sjálf um greyningu á hann, bað sjálf um sálfræðigreyningu fyrir hann, en þar sem ég þurfti að bíða lengst, var í skólanum að kennaranninn skrifaði á pappírana sem þurfti að fylla út. 

Sonur minn er flottur strákur og á eftir að meikaða með glans Heart 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Þorleifs

Sonur þinn er heppin að eiga mömmu sem berst fyrir rétti hans!!! Ekki gefast upp, aldrei! Þú ert sérfræðingurinn í syni þínum, greiningapappírarnir, þitt stuðningsverkfæri en ekkert kemur að sjálfu sér í þessu kerfi.

Gangi ykkur vel!

Guðrún Þorleifs, 27.11.2008 kl. 12:26

2 Smámynd: Líney

Auðvitað meikar hann það með glans eins og mamman

Já   þetta kerfi er ekekrt grín að slást við,hvorts em það er skólinn,féló,BUGl eða  eitthvað' annað. Þarf einmitt á fund í skólanum vegna míns gutta  núna   8 des,og þá vil ég að tekið verði á eineltismálunum,svo er aðs já hvað þau segja,skólinn vill meina að þau starfi eftir svo brilliant áætlun að  þars e´ekki einelti,uss hlusta nú ekki á  slíkt...ég veit betur...

Hafðu það gott mín kæra

Líney, 27.11.2008 kl. 12:32

3 Smámynd: Aprílrós

NkL þekki ég mitt barn best. Ekki ól kennarinn barnið mitt upp og hefur ekki hugmynd um hvað ég hef barist við hann heima að láta hann læra og þess háttar.

Takk Horfin mín kæra fyrir stuðninginn, eigðu ljúfan dag og kvöld. ;)

Takk Líney mín fyrir stuðninginn, við styðjum hvor aðra. ;) Eigðu góðan dag og gott kvöld. ;)

Aprílrós, 27.11.2008 kl. 17:28

4 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Sigrún Jónsdóttir, 27.11.2008 kl. 23:39

5 Smámynd: Aprílrós

Takk Sigrún mín fyrir innlitið ;)

Aprílrós, 27.11.2008 kl. 23:47

6 Smámynd: Sigríður Svala Hjaltadóttir

Ég efast ekki í eina sekúndu um það að hann sé frábær strákur. Mér finnst þú æðislega góð kona og móðir.

Já þett blessaða skóla kerfi hérna í landinu er náttúruleg sorgleg. ég þekki eina konu hérna á norðurlandi sem er að berjast yfrir því að fá stuðning með dóttir sinni sem er greind: einhverf, ofvirk og með athyglisbrest og það er í  ALVÖRU ekki aðganga að fá rétta aðstoð með barninu. vá ég verð bara REIÐ OG HISSA.

Gangi þér samt vel í þessum slag. og ekki gefast upp, hann og þú eigið FULLAN  rétt á viðeigandi aðstoð. 

jæja knús til þín og líka til sonar þíns. Seigðu honum að hann sé einstakur.

Sigríður Svala Hjaltadóttir, 28.11.2008 kl. 06:34

7 Smámynd: Aprílrós

Takk fyrir stuðninginn Sigríur Svala, já ég skila þessu til hans að hann sé einstakur, ég er líka mjög oft að segja honum það.

Eigðu ljúfan dag elskan. ;)

Aprílrós, 28.11.2008 kl. 08:10

8 Smámynd: Kristín Jóhannesdóttir

Þú átt greinilega flottan strák og frábært hvað þú ert dugleg. Stattu fast á þínu. Njóttu dagsins.

Kristín Jóhannesdóttir, 28.11.2008 kl. 08:12

9 Smámynd: Aprílrós

Takk fyrir stuðninginn Kristín mín. Eigðu góðan dag mín kæra ;)

Aprílrós, 28.11.2008 kl. 16:35

10 Smámynd: Þóra Elísabet Valgeirsdóttir

Vá var að lesa þessa færslu bara núna! Hún hefur eitthvað farið fram hjá mér.

Mér finnst eins og ég hafi verið að lesa um son minn! Eða mjög margt þarna sem að þeir eiga sameiginlegt frændurnir. Ég er reyndar svo heppinn hvað strákurinn minn fær góða aðstoð í skólanum og það er sko ekki sjálfgefið.  Gangi ykkur vel. Og hann er heppinn að eiga svona góða mömmu sem vill allt fyrir hann gera;)

Þóra Elísabet Valgeirsdóttir, 5.12.2008 kl. 08:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband