Fundur einu sinni enn

Í morgun fór ég á enn einn fundinn í skólanum útaf syni mínum eða eiginlega fyrir hans hönd, og í dag kom sálfræðingur með mér sem okkur var bent á að fara til ( útaf kvíða hans ).

Ég var búin einu sinni áður að fara í spjall við hana og svo fórum við bæði til hennar í síðustu viku eins og skólayfirvöld vildu að við gerðum og gekk það reyndar vel og þakka ég fyrir það því á þeim fundi kom enn ein sönnunin frá enn einum aðilanum um minn grun og LOKSIN á fundinum í morgun sá kennarinn og aðstoðarskólastjórinn hversu alvarlegt ástandið er, og LOKSINS í morgun sá kennarinn að þetta er ekki leti og áhugaleysi eins og hann hefur haldið fram við mig, enda sagði ég líka að ég hef alltaf verið að reyna segja þetta en aldrei hlustað á mig. Já það átti aldeilis að koma vandamálinu útfyrir skólann og í viðtöl til sálfræðings vegna kvíða, en kvíðinn er skólatengdur því drengurinn minn upplifir sig sem heimskingja sem veit ekkert og getur ekkert og skilur ekkert þar sem þar fram fer. 

Hún sagði að hann verður að fá sérkenslu núna strax, í öll þessi tæp 8 ár sem hann er búinn að ganga í skólann þá er skólinn ekki að skila neinu til hans því sonur minn er hreinlega ekki að skilja almennar útskýringar þótt okkur þykir þær ekki flóknar þá eru þær mjög flóknar fyrir honum.

 Verðum í sambandi við hana aftur í apríl þennan sálfræðing. Mér leið svo vel að loksins var hlustað og viðurkennt hvað ég er buin að vera berjast við. Þau í skólanum viðurkenndu að þau hafa ekkert gert gagnvart honum þótt pappírarnir hafi komið til staðar, ekkert athugað einu sinni sko.  Svo er annað mál hvort eitthvað verður gert, eins og ástandið er í dag þá í rauninni skiptir engu máli hvort hann er í skólanum eða ekki því það skilar engu eins og ástandið er. 

Ég byrjaði á þessu þegar hann var í leikskóla en þar eins og í skólanum þá var ekki hlustað á mig en ég fékk fram minn vilja þar að tala við talmeina sérfræðing og þar kom fram vandamál, en af einhverjum ástæðum hefur enginn viljað hlusta á mömmuna sem á nú að þekkja barnið sitt best og hafa sínar tilfinningar að ekki sé allt eins og það á að vera. 

Ég þakka þeirri góðu konu sem hvatti mig til að fara í Sjónarhól og ræða við sérfræðing þar og kom sú kona með mér á fund, og svo var ég beðin að fara með hann til þessara sálfræðings og þakka ég það mjög vel og mikið.  

Ég var beðin um gera þetta og hitt bara til að reyna koma vandamálinu út úr skólanum og blanda þessum og hinum í dæmið, en þessi sálfræðingur sagði hingað og ekki lengra það þurfa ekki fleyri að koma að þessu, vandamálið er skólinn og það er skólans að laga hans aðsætður þannig að honum liði vel í sínum skóla.  

Eins og ástandið er í dag þá hefur hann ekkert eryndi inn í almennan bekk í ákveðnum fögum, hann þarf mjög mikla sérkenslu eiginlega einstaklings kenslu, og var það loksins viðurkennt.

Fyrigefið mér ef ég fer í sitt og hvað í þessum skrifum. 

Guð gefi ykkur ljúfar stundir ;) 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Gott að hlutir eru að skýrast, og alveg óskiljanlegt að enginn skólamaður hafi áttað sig á vandanum fyrr.  Gangi ykkur vel

Sigrún Jónsdóttir, 12.1.2009 kl. 20:22

2 Smámynd: Líney

Æ hvað ég skil þig vel,er  orðin leið á   þessum eilífu skólafundum og öðru sem skila  mér  bara meiri armæðu,en  við þurfum þetta  víst samt til að  árangur náist....en ég var ánægð með þjónustuna  á Sjónarhóli,það gaf mér nýja von...sendi knús  til þín,ekki veitir af

Líney, 12.1.2009 kl. 20:39

3 Smámynd: Aprílrós

Sigrún

Mín tilfinning er sú að þau vissu nákvæmlega að þessum vanda eftir að greyningin kom í hús en afþvi að sonur minn hefur haft meiri stjórn á skapi sínu en áður þá var það bara ákveðið að hann væri orðinn svo góður og ekkert vandamál með hann, nema bara leti og áhugaleysi. Sonur minn hefur lika látið vaða yfir sig í skólanum, viðurkennt margt sem hann hefur ekki einu sinni átt sök að, bara afþví að hann upplifir sig aula, þessi elska.

En vona að eitthvað gerist núna, og ekki seinna en á morgun.

Ég er fegin að með öllu þessu skrópi þá hefur þetta komist upp á borðbrún, ég er syni mínum þakklát en á þennan hátt var hann að leita að hjálp frá mér, en ég er ekki fullkomin frekar en aðrið ég sá það bara ekki fyr en núna að hann var að leita hjálpar þessi elska. Hann veit alveg að ég er að hjálpa sér, hann veit um alla fundi sem ég fer á, hann veit um öll viðtöl sem ég fer í. Hann er alltaf tilbúinn að koma á fund ef hans er óskað til að tjá sig þótt hann sé hundleiður á þeim, Ég leyni hann engu.

Líney ! ,

Já ég er mjög ánægð með þjónustuna á Sjónarhóli, alveg yndislegt fólk þar að störfum.

Knús og kram ;)

Aprílrós, 12.1.2009 kl. 21:15

4 Smámynd: Guðrún Ágústa Einarsdóttir

Fellaskóli er líka ömurlegur skóli og hefur alltaf verið. Það er aldrei hlustað á foreldra eða börnin, allt börnunum að kenna. Syni mínum leið aldrei vel í þessum skóla og honum hrakaði. Sá alltaf eftir því að hafa tekið hann úr Austurbæjarskólanum þegar ég flutti í Breiðholtið. Sem betur fer var hann bara í 2 og hálfan vetur í Fellaskóla. En honum gekk strax betur og leið vel eftir að hann fór í annan skóla.

Guðrún Ágústa Einarsdóttir, 12.1.2009 kl. 23:47

5 Smámynd: Aprílrós

Fellaskóli hefur mikið breyst frá því sonur þinn var í skólanum, og það er ekki hægt að einblína á þennan skóla með þetta, þetta er svona alsstaðar, foreldrar kvarta úr fleyrum skólum en Fellask skal ég segja þér, ó já Guðrún mín.

Skólayfirvöld vilja ekki taka neitt á sig, reyna eins og þeir geta koma þessu út úr skólanum og segja manni að fara hingað og þangað að tala við hina og þessa nema þessi í dag sagði hreint og beint upp í opið geðið á þeim að vandamálið væri þeirra og hvernig þau ætluðu að breyta því þannig að hann verði ánægður og líði vel, Svo allur þessi vandi og kvíði liggur hjá skólanum. Hún bara var ekekrt að orðlengja það meir. Og ekki blanda fleyrum aðilum inn í hans mál. Þetta lægi skýrt og ljóst fyirir og var mjög hissa að þau hafi ekki verið búin að gera neitt.

Aprílrós, 13.1.2009 kl. 01:44

6 Smámynd: Guðrún Þorleifs

Ég fæ hroll. Við foreldrarnir eru þeir sem þekkja börnin sín best. Skólakerfið er þungt og mér liggur við að það sé undir heppni komið með hjálp.

Gangi ykkur vel á þessari braut sem nú liggur fyrir ykkur.

Guðrún Þorleifs, 13.1.2009 kl. 11:21

7 Smámynd: Aprílrós

Já nákvæmlega þekkjum við foreldrarnir börnin okkar best. Já maður getur svo sannarlega fengið hroll og gæsahúð. Takk fyrir stuðninginn.

Aprílrós, 13.1.2009 kl. 11:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband