Sveitin

Ég er stödd í Holta og Landssveit. Á morgnana vakna ég við yndislegan fuglasöng, kyrrð og fegurð. Ekkert nema náttúran allt um kring.  Ég reyndar yfirgef þennan yndislega stað núna á laugardaginn kemur 5 mail því miður. Er upptekin allan laugardaginn og sunnudaginn. Á laugardaginn fer ég á Herbalife dag á Grand Hotel, afmæli og síðan að skoða húsið aftur sem ég skoðaði á þrijudaginn var og leist svaka vel á. Nú verður fasteignasalinn minn með í för og einnig sonur minn, annar tvíburinn.  Á sunnudaginn er hugsunin að kíkja í bæinn í Iðnó, harmonikkhátíð, svo á hátíð um kvöldið í hugleiðslu. Nóg að gera.

Ég skilaði síðasta skóla verkefninu í gær, mikill léttir.  Í dag þreif ég bílinn utan sem innan, fann þessa fínu ryksugu hérna og tók allt í gegn í bílnum, mjög fínn núna.  

Í gær kíkti ég á Hellu til Lindu vinkonu minnar og son hennar hann Kormák, mikið var nú gaman og yndislegt að knúsa þau og kreista.  Var hjá þeim allan daginn, mikið skrafað og hlegið.

Góða nótt elskurnar öll sem eitt.  Sleeping 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband