Sveitadraumur

Góðan daginn

já nú er mars mánuður á enda, svakalega líður tíminn allt í einu. Ég er full af vor orku, búin að vera í sveitinni meira og minna síðan í byrjun mars. Núna skipti ég við góða vini mína á húsnæði, ég fór í sveitina í þeirra hús og þau eru í minni íbúð, hagræðing.

Já draumurinn sem ég er að elta eða draumurinn eltir mig og ýtir á mig, er sá að ég er að selja íbúðina mína og ætla að fá mér húsnæði úti í sveit eða í jaðri á þorpinu Selfossi, eða kannski fer ég inná Eyrarbakka, það er nú krúttlegur og kósy staður.  Ég er reyndar núna stödd austur í Holta og Landsveit, rétt hjá Laugalandi. 

Sit herna við lærdóm, hef fésið opið og blogga herna. Næ ekki útvarp suðurlands herna inni, hvorki á tölvunni né útvarpinu, en í bílnum en er ekki að fara hanga úti í bíl að hlusta á útvarp.

Eigið góðan dag elskurnar.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband