Auðkífingur

Já fyrirsögnin er Auðkífingur, ég er ríkari en ég geri mér grein fyrir, loksins er ég skildi dæmið Grin. Já ég er líka rík af ást og kærleik InLove. Já ég er enn að vinna í því að láta drauma mína rætast, elti þá óþreitt og millibilið styttist jafnt og þétt Happy. Nú ligg ég í lærdóm og verkefnaskilum. Námið gengur vel og líka andlega námið Wink. Kom einu sinni upp núna fyrir stuttu að ég lét pirring og reiði ná tökum á mér, en ég gat lagað það sem betur fer. Málið er að ég sendi bréf ekki skemmtilegt til manneskju sem mér þykir afskaplega vænt um Heartog meira en það InLove, en það sagði ekkert um hvernig manneskjan er að haga sér, heldur ég Frown, svo ég senda skilaboð um fyrirgefningu á því og vona að það hafi verið tekið gilt Smile, ég trúi því ef ég þekki manneskjuna rétt InLove Heart

Sonurinn er að vinna í Fjölsmiðjunni og gengur svakalega vel, honum líkar þar mjög vel. Hann fer mikið í fótbolta þegar hann kemur heim á daginn og er það mjög gott.  Ég trúi því að öll sú hjálp sem ég hef fengið hjá mínum frábæru kærleiksríku vinum hefur hjálpað og send okkur ljós og kærleik, já Guð er góður og hefur það margsannast fyrir mér á margan hátt. Sonurinn reiðist ekki eins oft og mikið eins og hann hefur gert, hann hefur meiri strjórn á reiðinni, og það þakka ég Guði og öllu því frábæra fólki sem hafa beðið fyrir honum og okkur. Hann er farinn að setja í þvottavél sjálfur fötin sín Smile. Þrátt fyrir alla erfiðleikana í kringum hann, þá hafði ég alltaf trú á honum og sem betur fer gafst ég ekki upp,hélt alltaf áfram að leita eftir hjálpinni, stundum byrjað upp á nýtt Smile, á ég Guði það að þakka að ég dröslaðist áfram, oft á tíðum uppgefin algjörlega andlega og líkamlega. Í dag er ég sjálf í góðu jafnvægi og kem ég mér oft á tíðum á óvart oftar og oftar um breytinguna á mér. Samt ekki allir í kringum mig allskostar sátt við þær breytingar.  Takk Guð Heart

 Núna er ég t.d. að fara klára verkefni sem ég átti að skila á laugardaginn 14 apríl, minnti að það hafi átt að skila í gær 16 apríl.

 

Eigið góðan dag elskurnar.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband