1 stk buxur

 sonur minn sagði mér í morgun að hann ætti bara 1 stk buxur að vera í, hann var eiginlega að uppgötva það sjálfur í morgun þegar hann var að leita að buxum, ég fékk sjokk Frown. Skellti mér í búð með hann uppúr kl 19 í kvöld , helt að væri opið til kl 20 en nei nei opið til kl 19 og lokað á nefið á okkur, heppin að ná nefinu frá svo það yrði ekki á milli Wink. Förum á morgum að redda buxum þvi ekki gengur að vera bara með 1 stk buxur og enda svo á nærunum þegar kemur gat á siðustu buxurnar. Fyrir nokkrum dögm var slatti af buxum, svo allt í einu engar. Hann er reyndar að stækka svo mikið núna, hann er 13 ára og ég er farin að horfa upp til hans Happy , þvílík stærð, og skór nr 43. 

 Fæ nýju gleraugun á morgun 73,500 kr takk fyrir. Tvískipt og verður gaman að vita hvernig það gengur að nota þau, hef heyrt að maður sjái tvöfalt , sérstaklega þegar maður er í fyrsta skyptið að labba tröppur. Svo lærist þetta að finna réttu sjón-punktana.  Læt vita hvernig gengur.

Eins og ein bloggvinkona mín sagði ; það er dýrt að heyra ( hún var að fá ný heyrnatæki ) og það er sko líka dýrt að sjá. Cool 

Ljúfa drauma elskurnar Sleeping 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Ágústa Einarsdóttir

Já blessuð börnin stækkar ört....má bara þakka fyrir ef börnin geta notað buxurnar tvisvar....hehehe nei ég segi nú svona.

kv Gunna.

Guðrún Ágústa Einarsdóttir, 3.11.2008 kl. 22:47

2 Smámynd: Aprílrós

Já Gunna mín, það má þakka fyrir það. Ég man nú bara ekki eftir að það hafi nokkrum tímann komið svona staða að eitthvað af börnunum mínum hafi átt eftir bara einar buxur. Þessi sonur minn er lika óttarlega böðull á föt og skó, hefur alltaf verið svona. Og svo er hann eins og mamma sín, getur ekki verið í hverju sem er, verður helst að vera notað ( tilkeyrt ) þvi okkur fynnst ný föt eitthvað svo stíf þótt eg þvoi þau fyrir notkun.

Svona erum við bara.

Ljúfa drauma mín kæra :)

Aprílrós, 3.11.2008 kl. 23:15

3 Smámynd: Líney

Og hvert fórstu að versla? Hvar kaupir fólk  flott föt á  þessa unglinga?

Líney, 3.11.2008 kl. 23:53

4 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

"Barnið vex, en brókin ekki"

Sigrún Jónsdóttir, 4.11.2008 kl. 00:02

5 Smámynd: Aprílrós

Líney mín kær ! Ég ætlaði bara í Europris að finna íþróttabuxur á hann, kosta kringum 2000 kr þar og eru mjög fínar til daglegra nota. Ef ég fæ ekkert á hann þar þá er það bara Hagkaup, finst Intersport og útilíf svo dýrt, þott finnist inná milli gott verð. ;)

Já satt er það Sigrún, ég rak mig á það í gærmörgun hehe og krossbrá hehe.

Eigið góðan dag elskurnar.

Aprílrós, 4.11.2008 kl. 08:12

6 Smámynd: Líney

Jamm,kaupi  helst bara íþróttabuxur á þenna 13 ára,þar sem hann er   lítill og breiður en þessi 15 vill gaallabuxur en hann er   si hækkandi og agalega mjór.

Knús inní  daginn skvís

Líney, 4.11.2008 kl. 10:32

7 Smámynd: Erna

Hjúkk......eins gott að nefið slapp fyrir horn, annars hefðir þú ekki getað sett.... nýju, fínu rándýru gleraugun þín á nefið  Gangi þér vel og farðu nú ekki að stingast á hausin með nýju gleraugun

Erna, 4.11.2008 kl. 11:28

8 Smámynd: Erna Sif Gunnarsdóttir

HEHE,,börnin stækka vist

Erna Sif Gunnarsdóttir, 4.11.2008 kl. 12:12

9 Smámynd: Aprílrós

Ó MÆ GOD, sé ekkert með þessum gleraugum, verð bara sjóveik hehe og allt í móðu . Ég er með hausinn á fleigi ferð til að finna sjónpunktana, jeminn einasti segi ég nú bara. Ég þarf að fara aftur á morgun og láta stilla þau, finn betur núna hér heima hvað þau eru skökk, konan í búðinni var samt að stilla þau fyrir mig eins og ég vildi hafa þau, en mér finst þau skökk á mér og það pirrar mig.

Ég sé ekkert á tölvuna mæ god bara. Átti einmitt að vera gott afþvi ég er með Laptop.

En jæja þetta hlítur að lagast eða allavega vera jákvæð með það, nógu dj,,,,,,, var þetta dýrt svo það er eins gott að þetta komist í lag.

Aprílrós, 4.11.2008 kl. 15:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband