Fermingar undirbúningur

Halló kæru vinir. Jæja þá er

ég  nánast búin að redda öllu fyrir fermingardaginn, á bara eftir að kaupa sálmabókina og gestabókina. Allt annað er komið. Mála einn vegg í næsta mánuði, og þrífa restina. Ná í borð upp í Borgarnes eða Akranes lika í næsta mánuði, hef veisluna heima. Gott að vera búin að þessu í tíma og það góðum tíma.

Á föstudaginn 13 er fermingarmyndataka af fermingar drengnum.

Búin að setja upp gardínubrautina fyrir hinn stofugluggann, og var að fá gardínur í dag, .þarf að stitta þær en það er nú ekki svo mikið mál, þá er eins fyrir báða gluggana.

Var í foreldra viðtali í morgun, sem gekk vel, kennarinn sagði mér að þrysta á að drengurinn færi inn í sérdeildina í aðstoð, hann sagðist hafa talað við sérkennarann fyrir fundinn en ekki fengið nein svör. Hann vill prufa að taka hann með í næsta kafla í stærðfræðinni, sagði að það væri kafli sem hann ætti að geta sinnt drengnum aðeins í einstaklings útskyringu en það kemr bara í ljós hvernig það fer og gengur, um að gera prufa og láta reyna á það. Sonurinn var kominn með léttari stærðfræði og fékk 8,3 í því í skyndiprófi og þvílík upplifun hjá honum og gleði. Að fá sona hátt styrkti hann alveg helling. Stórt stökk úr 2 upp í 8,3. Heart

Annað gengur bara sinn vanagang, vinna , borða ( má varla vera að því ) , deita , sofa InLove

Elskið hvert annað og mig líka Heart, ég elska ykkur öll  InLove 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Dugnaðar kona

Deita?....er bara allt í gangi?

Sigrún Jónsdóttir, 9.2.2009 kl. 20:18

2 Smámynd: Aprílrós

Já takk fyrir það Sigrún mín, já eg er búin að hespa miklu af og redda þessu og hinu. Slepp alveg ótrúlega ódýrt úr þessu öllu saman, sko fyrir utan gjöfina. ;)

Svo nú er bara skipulagið eftir á heimilinu að raða niður. Á reyndar eftir að senda öll boðskortin en þau fara í vikunni eða næstu viku.

Aprílrós, 9.2.2009 kl. 22:57

3 Smámynd: Aprílrós

Deita ! já já, lifa lífinu, hafa gaman af og njóta þess. ;) Lífið er of stutt og á ekki að eyað þvi í leiðyndi og ama.

Aprílrós, 9.2.2009 kl. 22:59

4 Smámynd: Sigríður Svala Hjaltadóttir

Til hamingju með strákinn (einkuninna). Alltaf gaman að ná einhverjum sigrum í lífinu. Gott að þú sért að verða búin með undirbúniginn fyrir veisluna. það er svo gott að þurfa ekki að vera í neinu stressi. knús til ykkar, já og ég elska þig líka (auðvitað á sem vinkonu, best að taka það framm svo fólki detti ekki einhver vitleysa í hug.). kv. Svala einfari

Sigríður Svala Hjaltadóttir, 10.2.2009 kl. 18:15

5 Smámynd: Aprílrós

He he já Sigríður mín eins gott að hafa allt á hreinu ;) Takk fyrir mig og okkur.

Vitiði að mér finst ég vera búin að sigra svo mikið undanfarið og mer finst það svo yndislegt, og þakka ég fyrr það á hverju kvöldi að ég hafi verið bænheyrð.

Á líka svo yndislega vini , fáa en góða og kærleiksríka og ég elska vini mina ;)

Aprílrós, 10.2.2009 kl. 21:55

6 Smámynd: Sigrún Óskars

þvílíkur dugnaður í þér - frábært að vera svona tímanlega í þessu.

vona bara að allt gangi vel með strákinn - knús til þín Krútta Alparós 

Sigrún Óskars, 10.2.2009 kl. 22:13

7 Smámynd: Aprílrós

Takk Sigrún min, já vitiði að ég er eiginlega bara mjög jákvæð með allt saman núna, og þannig gengur allt svo miklu betur.

;) ;) ;)

Aprílrós, 10.2.2009 kl. 22:27

8 Smámynd: Líney

Tekur þú ekki  bara að þér  annan fermingarundirbúning? fyrst  þú ert búin að   öllu þínu...

Líney, 11.2.2009 kl. 10:00

9 Smámynd: Sigrún Óskars

Rétt - maður fer langt á jákvæðninni

Sigrún Óskars, 11.2.2009 kl. 10:32

10 Smámynd: Guðrún Ágústa Einarsdóttir

Dúúúleg ertu vinkona.

Haltu áfram að hafa það gott.

Skjáumst, sjáumst og heyrumst.

kv Gunna.

P.S. Vonandi er netið komið í lag og vona líka að þú hafir ekki þurft að bíða mjög lengi eftir því.

Því ég veit sko hvað það er að vera í netfalli....hehehe

Guðrún Ágústa Einarsdóttir, 11.2.2009 kl. 23:28

11 Smámynd: Aprílrós

Ekki málið Líney mín ;) Ég skal hjálpa þér ;)

Ó já , jákvæðnin segir það sem segja þarf. ;)

Netið datt inn í kvöld í 5 mín og það var að detta út og inn í allt kvöld, og kom alve inn rúmlega miðnætti . ;)

ég notaði tímann í dag að leggja mig og skrifaði svo á umslögin svo hægt sé að fara koma boðskortunum í póst. ;)

Aprílrós, 12.2.2009 kl. 01:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband