Halló kæru vinir. Jæja þá er
ég nánast búin að redda öllu fyrir fermingardaginn, á bara eftir að kaupa sálmabókina og gestabókina. Allt annað er komið. Mála einn vegg í næsta mánuði, og þrífa restina. Ná í borð upp í Borgarnes eða Akranes lika í næsta mánuði, hef veisluna heima. Gott að vera búin að þessu í tíma og það góðum tíma.
Á föstudaginn 13 er fermingarmyndataka af fermingar drengnum.
Búin að setja upp gardínubrautina fyrir hinn stofugluggann, og var að fá gardínur í dag, .þarf að stitta þær en það er nú ekki svo mikið mál, þá er eins fyrir báða gluggana.
Var í foreldra viðtali í morgun, sem gekk vel, kennarinn sagði mér að þrysta á að drengurinn færi inn í sérdeildina í aðstoð, hann sagðist hafa talað við sérkennarann fyrir fundinn en ekki fengið nein svör. Hann vill prufa að taka hann með í næsta kafla í stærðfræðinni, sagði að það væri kafli sem hann ætti að geta sinnt drengnum aðeins í einstaklings útskyringu en það kemr bara í ljós hvernig það fer og gengur, um að gera prufa og láta reyna á það. Sonurinn var kominn með léttari stærðfræði og fékk 8,3 í því í skyndiprófi og þvílík upplifun hjá honum og gleði. Að fá sona hátt styrkti hann alveg helling. Stórt stökk úr 2 upp í 8,3.
Annað gengur bara sinn vanagang, vinna , borða ( má varla vera að því ) , deita , sofa
Elskið hvert annað og mig líka , ég elska ykkur öll
Færsluflokkar
Tenglar
vinir minir
Mynda albúmið mitt
Börnin mín
Bloggvinir
- annaeinars
- gelgjan
- annabjo
- duddi-bondi
- baldurkr
- beggipopp
- birnamjoll
- heiddal
- gattin
- binna
- brylli
- skordalsbrynja
- dofri
- draumar
- emilkr
- strumpurinn
- umhetjuna
- loi
- fridrikomar
- fridaeyland
- eddabjo
- gurrihar
- gunnagusta
- mammzan
- landsveit
- gullvagninn
- heidathord
- kolgrimur
- hrabbabj
- astromix
- joninaottesen
- juliusvalsson
- katrinsnaeholm
- kari-hardarson
- kristin-djupa
- larusg
- lillagud
- bestalitla
- linka
- perlaoghvolparnir
- peturg
- rasan
- roslin
- undirborginni
- einfarinn
- amman
- sigro
- steinunnolina
- taraji
- melrakki
- ylfamist
- torabeta
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Dugnaðar kona
Deita?....er bara allt í gangi?
Sigrún Jónsdóttir, 9.2.2009 kl. 20:18
Já takk fyrir það Sigrún mín, já eg er búin að hespa miklu af og redda þessu og hinu. Slepp alveg ótrúlega ódýrt úr þessu öllu saman, sko fyrir utan gjöfina. ;)
Svo nú er bara skipulagið eftir á heimilinu að raða niður. Á reyndar eftir að senda öll boðskortin en þau fara í vikunni eða næstu viku.
Aprílrós, 9.2.2009 kl. 22:57
Deita ! já já, lifa lífinu, hafa gaman af og njóta þess. ;) Lífið er of stutt og á ekki að eyað þvi í leiðyndi og ama.
Aprílrós, 9.2.2009 kl. 22:59
Til hamingju með strákinn (einkuninna). Alltaf gaman að ná einhverjum sigrum í lífinu. Gott að þú sért að verða búin með undirbúniginn fyrir veisluna. það er svo gott að þurfa ekki að vera í neinu stressi. knús til ykkar, já og ég elska þig líka (auðvitað á sem vinkonu, best að taka það framm svo fólki detti ekki einhver vitleysa í hug.). kv. Svala einfari
Sigríður Svala Hjaltadóttir, 10.2.2009 kl. 18:15
He he já Sigríður mín eins gott að hafa allt á hreinu ;) Takk fyrir mig og okkur.
Vitiði að mér finst ég vera búin að sigra svo mikið undanfarið og mer finst það svo yndislegt, og þakka ég fyrr það á hverju kvöldi að ég hafi verið bænheyrð.
Á líka svo yndislega vini , fáa en góða og kærleiksríka og ég elska vini mina ;)
Aprílrós, 10.2.2009 kl. 21:55
þvílíkur dugnaður í þér - frábært að vera svona tímanlega í þessu.
vona bara að allt gangi vel með strákinn - knús til þín Krútta Alparós
Sigrún Óskars, 10.2.2009 kl. 22:13
Takk Sigrún min, já vitiði að ég er eiginlega bara mjög jákvæð með allt saman núna, og þannig gengur allt svo miklu betur.
;) ;) ;)
Aprílrós, 10.2.2009 kl. 22:27
Tekur þú ekki bara að þér annan fermingarundirbúning? fyrst þú ert búin að öllu þínu...
Líney, 11.2.2009 kl. 10:00
Rétt - maður fer langt á jákvæðninni
Sigrún Óskars, 11.2.2009 kl. 10:32
Dúúúleg ertu vinkona.
Haltu áfram að hafa það gott.
Skjáumst, sjáumst og heyrumst.
kv Gunna.
P.S. Vonandi er netið komið í lag og vona líka að þú hafir ekki þurft að bíða mjög lengi eftir því.
Því ég veit sko hvað það er að vera í netfalli....hehehe
Guðrún Ágústa Einarsdóttir, 11.2.2009 kl. 23:28
Ekki málið Líney mín ;) Ég skal hjálpa þér ;)
Ó já , jákvæðnin segir það sem segja þarf. ;)
Netið datt inn í kvöld í 5 mín og það var að detta út og inn í allt kvöld, og kom alve inn rúmlega miðnætti . ;)
ég notaði tímann í dag að leggja mig og skrifaði svo á umslögin svo hægt sé að fara koma boðskortunum í póst. ;)
Aprílrós, 12.2.2009 kl. 01:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.