smá tjáning

Í gærmorgun fór ég veik heim úr vinninni, fór reyndar veik í vinnuna, var netlaus allan gærdaginn, bilun i breiðholtsstöðinni, svo ég notaði tímann og skrifaði á umslögin fyrir boðskortin, en meira gerði ég nú ekki þann daginn. Hendi þessu i póst á morgun ef ég verð rólfær.  En ég er með hálsbólgu og kvef, ekki hita en liður eins samt. Sick  

Í dag er ég búin að vera í rúminu, voða gaman eða þannig  GetLost 

 Hún Hici min dó í dag í lófa mínum, Hici er páfagaukur ( gári ) var orðin 8 ára. Hún var spræk í morgun, um hálf 4 kom ég að henni í einu horni í búrinu þá var hún búin að koma ser þar fyrir, var vappandi og skríkjandi þangað til. Litla skinnið .  Frown En henni líður vel núna. 

Nóg í bili, Kveðja : aprílrósin Krútta 

 

  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Óskars

farðu nú vel með þig og náðu þessu úr þér.

er Hici páfagaukurinn sem þú varst að hjúkra um daginn?

Sigrún Óskars, 12.2.2009 kl. 20:46

2 Smámynd: Aprílrós

Það var Gaukur sem ég var að hjúkra um daginn, hann var fótbrotinn, og grey Gaukur minn er svo einmana núna, alltaf að kalla og kalla á vinkonu sína, ég vorkenni honum svo mikið og ég dekra þvílíkt við hann, og sé ekki eftir einni mínútu í hann.

Já ég hugsa að ég haldi mig inni við fram yfir helgi bara.

Aprílrós, 12.2.2009 kl. 21:04

3 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Láttu þér batna mín kæra, það borgar sig ekki að fara of snemma á ról eftir svona veikindi.

Samhryggist ykkur vegna Hici

Sigrún Jónsdóttir, 13.2.2009 kl. 00:20

4 Smámynd: Aprílrós

Takk Sigrún mín ;)

Já ég held mig innivið framyfir helgi, er með smá hita núna,.

Aprílrós, 13.2.2009 kl. 08:55

5 Smámynd: Guðrún Þorleifs

Bestu bataóskir

Guðrún Þorleifs, 13.2.2009 kl. 17:29

6 Smámynd: Aprílrós

Takk Guðrún mín ;) Mér finst ég vera á uppleið, en svo finst mér ég vera með hita og alles þegar verkjataflan er hætt að virka. En þetta tekur enda væntanlega. ;)

Aprílrós, 13.2.2009 kl. 20:23

7 Smámynd: Erna Sif Gunnarsdóttir

Leitt að heyra með Hici og vonandi ertu búin að ná þer og komin á ról

Erna Sif Gunnarsdóttir, 17.2.2009 kl. 10:42

8 Smámynd: Sigríður Svala Hjaltadóttir

já svona er þetta dýrin deyja líkt og við.

Sigríður Svala Hjaltadóttir, 17.2.2009 kl. 18:21

9 Smámynd: Aprílrós

Já ég er að koma til held ég núna, varð smá aftur veik í 1,5 daga, en krossa fingur að ég sé að verða góð. KNús til þín Erna mín elskuleg ;)

ó já Sigríður mín þau deyja eins og við blessuð dýrin, og alltaf jafn sárt hvort heldur sé fólk eða dýr. Knús til þín dúllann mín elskuleg ;)

Aprílrós, 19.2.2009 kl. 23:22

10 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Æ, ég vona að þér sé að batna pestin, ég er búin að vera lasin svo allt of lengi afþví að ég þurfti alltaf að vinna sárlasin, ég fór kannski í vinnu með nokkrar kommur en var svo með bullandi hita þegar ég kom heim. - Í guðannabænum farðu varlega með þig, það er svo vont þegar manni slær niður aftur og aftur.

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 20.2.2009 kl. 12:58

11 Smámynd: Aprílrós

Takk LIlja mín, mé sló aðeins niður en nú held ég að ég sé á uppleið, en ég er svo svakalega mikið þreytt og orkulaus. En maður verður víst að halda áfram. Ef ég er mikið veik frá vinnu þá eru þeir dagar dregnir frá. Hart í ári, og við vinnuþrælarnir megum gjalda þess.

Eigðu ljúfa helgi Lilja mín :)

Aprílrós, 21.2.2009 kl. 07:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband