Í gærmorgun fór ég veik heim úr vinninni, fór reyndar veik í vinnuna, var netlaus allan gærdaginn, bilun i breiðholtsstöðinni, svo ég notaði tímann og skrifaði á umslögin fyrir boðskortin, en meira gerði ég nú ekki þann daginn. Hendi þessu i póst á morgun ef ég verð rólfær. En ég er með hálsbólgu og kvef, ekki hita en liður eins samt.
Í dag er ég búin að vera í rúminu, voða gaman eða þannig
Hún Hici min dó í dag í lófa mínum, Hici er páfagaukur ( gári ) var orðin 8 ára. Hún var spræk í morgun, um hálf 4 kom ég að henni í einu horni í búrinu þá var hún búin að koma ser þar fyrir, var vappandi og skríkjandi þangað til. Litla skinnið . En henni líður vel núna.
Nóg í bili, Kveðja : aprílrósin Krútta
Færsluflokkar
Tenglar
vinir minir
Mynda albúmið mitt
Börnin mín
Bloggvinir
- annaeinars
- gelgjan
- annabjo
- duddi-bondi
- baldurkr
- beggipopp
- birnamjoll
- heiddal
- gattin
- binna
- brylli
- skordalsbrynja
- dofri
- draumar
- emilkr
- strumpurinn
- umhetjuna
- loi
- fridrikomar
- fridaeyland
- eddabjo
- gurrihar
- gunnagusta
- mammzan
- landsveit
- gullvagninn
- heidathord
- kolgrimur
- hrabbabj
- astromix
- joninaottesen
- juliusvalsson
- katrinsnaeholm
- kari-hardarson
- kristin-djupa
- larusg
- lillagud
- bestalitla
- linka
- perlaoghvolparnir
- peturg
- rasan
- roslin
- undirborginni
- einfarinn
- amman
- sigro
- steinunnolina
- taraji
- melrakki
- ylfamist
- torabeta
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
farðu nú vel með þig og náðu þessu úr þér.
er Hici páfagaukurinn sem þú varst að hjúkra um daginn?
Sigrún Óskars, 12.2.2009 kl. 20:46
Það var Gaukur sem ég var að hjúkra um daginn, hann var fótbrotinn, og grey Gaukur minn er svo einmana núna, alltaf að kalla og kalla á vinkonu sína, ég vorkenni honum svo mikið og ég dekra þvílíkt við hann, og sé ekki eftir einni mínútu í hann.
Já ég hugsa að ég haldi mig inni við fram yfir helgi bara.
Aprílrós, 12.2.2009 kl. 21:04
Láttu þér batna mín kæra, það borgar sig ekki að fara of snemma á ról eftir svona veikindi.
Samhryggist ykkur vegna Hici
Sigrún Jónsdóttir, 13.2.2009 kl. 00:20
Takk Sigrún mín ;)
Já ég held mig innivið framyfir helgi, er með smá hita núna,.
Aprílrós, 13.2.2009 kl. 08:55
Bestu bataóskir
Guðrún Þorleifs, 13.2.2009 kl. 17:29
Takk Guðrún mín ;) Mér finst ég vera á uppleið, en svo finst mér ég vera með hita og alles þegar verkjataflan er hætt að virka. En þetta tekur enda væntanlega. ;)
Aprílrós, 13.2.2009 kl. 20:23
Leitt að heyra með Hici og vonandi ertu búin að ná þer og komin á ról
Erna Sif Gunnarsdóttir, 17.2.2009 kl. 10:42
já svona er þetta dýrin deyja líkt og við.
Sigríður Svala Hjaltadóttir, 17.2.2009 kl. 18:21
Já ég er að koma til held ég núna, varð smá aftur veik í 1,5 daga, en krossa fingur að ég sé að verða góð. KNús til þín Erna mín elskuleg ;)
ó já Sigríður mín þau deyja eins og við blessuð dýrin, og alltaf jafn sárt hvort heldur sé fólk eða dýr. Knús til þín dúllann mín elskuleg ;)
Aprílrós, 19.2.2009 kl. 23:22
Æ, ég vona að þér sé að batna pestin, ég er búin að vera lasin svo allt of lengi afþví að ég þurfti alltaf að vinna sárlasin, ég fór kannski í vinnu með nokkrar kommur en var svo með bullandi hita þegar ég kom heim. - Í guðannabænum farðu varlega með þig, það er svo vont þegar manni slær niður aftur og aftur.
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 20.2.2009 kl. 12:58
Takk LIlja mín, mé sló aðeins niður en nú held ég að ég sé á uppleið, en ég er svo svakalega mikið þreytt og orkulaus. En maður verður víst að halda áfram. Ef ég er mikið veik frá vinnu þá eru þeir dagar dregnir frá. Hart í ári, og við vinnuþrælarnir megum gjalda þess.
Eigðu ljúfa helgi Lilja mín :)
Aprílrós, 21.2.2009 kl. 07:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.