Ævintýri eða ævintýraþrá

Af einstakri heppni fékk ég gefins leður hornsófa en varð að sækja hann í sumarbústað í Munaðarnes, og reddaði ég kerru og alles og spurði pabba hvort hann treysti sér að koma með mér og hjálpa mér, jú hann gerði það 82 ára gamall maðurinn. Þegar við komum á staðinn þurftum við að byrja á því að klifra upp í bústaðinn því það var búið að rífa allt frá og utan af honum því það á að flytja húsið burt. Burðuðumst við með sófana ( hornsófi ) niður í kerru  og hélt ég á tímabili að eg væri að ganga frá gamla manninum, ég var farin að hafa áhyggjru af honum bara, en þetta hafðist allt saman í kuldanum. Ég sagði gamla manninum að fara í heita sturtu þegar heim væri komið , oh  hann hélt nú ekki sko. 

Það var komið leiðindarveður þegar heim var haldið, en við sluppum til Akraness og bakkaði ég kerrunni inn í skúr hjá pabba og þar er hún þangað til veður lagast.  Ég dreif mig heim til rvíkur áður en veður versnaði enn meir, fékk smá roku á mig í Kollafirðinum , alveg nóg til að gera mér skelk í bringu.  

Ég er nefninlega orðin smá veðurhrædd nú í seinni tíð, en hins vegar kalla ég þetta ekki veður smá rokbelgingur. Veðrið á Hellisheiði var alvöru  veður, blind þreifandi bilur, rok, ófærð og alles þannig að allt var stopp, snjóruðningtæki og alles.  Ég er nefninlega þrátt fyrir alla veðurhræðslu og bílhræðslu, er ég með ævintýraþrá, til í að skella mér út í óvissuna stundum.  Serstaklega á góðum jeppa og ég keyri Tounge 

Nú er ég á leið í Smáralindina að hitta eina bloggvinkonu mína sem er lika vinkona mín orðin fyrir utan bloggið .

Eigðið góða helgi esskurnar InLove 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Óskars

en þú heppin að fá þennan hornsófa - ævintýrakona. 

Sigrún Óskars, 14.3.2009 kl. 22:43

2 Smámynd: Aprílrós

Já í rauninni var ég mjög heppin, fá 4 ára leðursófa gefins , sér ekki á honum. Mér hefur nefninlega sýnst að þetta sé selt með dýrum dómi á barnalandi t,d og meira segja það sem er farið að láta á sjá verulega, rifur og sprungur í leðrinu.

Leðrið á þessum er slétt og flott. Rústrauður ægilega lekker ;)

Aprílrós, 15.3.2009 kl. 01:46

3 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Til lukku með sófann!  Allt að verða tilbúið fyrir stóra daginn?

Sigrún Jónsdóttir, 15.3.2009 kl. 09:52

4 Smámynd: Aprílrós

Takk takk. Já já allt að komast í horfið. ;)

Aprílrós, 16.3.2009 kl. 00:45

5 Smámynd: Líney

Þú ert  nú ekkert venjuleg

Líney, 16.3.2009 kl. 08:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband