blogg-gleymska ;)

Mikið er langt síðan ég hef bloggað hérna, eða mér finst það. Fésið er búið að taka yfirráð hreinlega, en uðvitað er það ég sem ræð hehe, og uðvitað gleymi ég mér bara á Fésinu algerlega.  Það ræður enginn  né ekkert yfir mér nema ég leyfi það og það er ég nákvæmlega að gera núna. Wink

En hvað um það, búið að vera soldið karlastand á mér undanfarið,  en það er búið í bili, alltaf eitthað rugl og bull með þá svo ég sagði bara nei nei nei.  Það er eins og ég finni ekki almennilegan kk, ég er farin að halda að það sé enginn eftir þannig Errm.

En ok ég held bara áfram með mitt líf, ekkert annað í boði en að gera það. Styttist í sumarið og ferðalögin, oh hvað mig hlakkar til, sæki tjaldvagninn bráðum í geymsluna. Smile þá nenni ég ekki að vera hugsa um karlmenn, bara ferðast með syninum og vinkonum og njóta dýrðarinnar og náttúrarinnar og samverunnar með öllum . 

Sonur minn var að spila í fótboltakeppni í dag, sem er af hinu góða, en óheppinn eina ferðina enn, hann dettur og hendin einhvern vegin undir hann og hann meiðir sig og þumalfingurinn byrjar að bólgna og bólgna. Ég sæki hann og fer með hann beint á slysó og hann myndaður og jú jú krumpubrot er þetta kallað þeger beinið krumpast saman án þess að brotna í sundur.  Gifs takk í 2 vikur og aftur þá í myndatöku og skoðun. Það á að fyljgast með þessu , af fyrri færslum sjá þeir að hann hefur mátt ýmislegt þola elsku drengurinn, fasta gestur hjá þeim á slysó hehe ;) og gengið misvel í þessari beina barátti ;) Wink En hann  er eins og mamma sín, heldur ótrauður áfram Wink ekkert annað í boði.  

Stutt eftir af vinnunni í vor, bara  4,5 vika eftir með krökkunum og svo 3 dagar í fragang ;) JIBBY JIBBY JIBBY JEY

Eigið góðar stundir elskurnar, Verum góð við hvert annað ;) 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.

Við eigum sitthvað sameiginlegt Krúttína mín, bæði í slysamálum og karlamálum, það má kannski kalla hvort tveggja slys  En ég ætla helst bara að vinna í allt sumar og ferðast um á hjólinu mínu sem ég er svo flink á ;)

TARA ÓLA/GUÐMUNDSD., 5.5.2009 kl. 09:52

2 Smámynd: Erna Sif Gunnarsdóttir

Mikið er eg sammála,ég hef ekki bloggað lengi og verð að fara vinna i þvi hehe.Ef það er talvan þá  er það Fésið 

Kossar og knús

Erna Sif Gunnarsdóttir, 5.5.2009 kl. 11:20

3 Smámynd: Aprílrós

Já nkl stelpur, fésið takur allan toll. Ég var búin að stefna á að ferðast í sumar en spákonan mín segir mér að ég muni vinna í sumar úti á landi, svo sé ég að einni bloggvinkonu minni vantar fult fult af fólki í vinnu í sumar svo mér var að detta í hug hvort ég væri að fara sækja um vinnu á vestfjörðum ;) veit ekki alveg ;) skýrist næstu daga ;)

Knús til ykkar ;)

Aprílrós, 5.5.2009 kl. 16:26

4 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Lýst vel á vestfjarðadæmið....fullt af einhleypum körlum þar

Sigrún Jónsdóttir, 5.5.2009 kl. 16:53

5 Smámynd: Aprílrós

hahaha já satt segirðu Sigrún, aldrei að vita ;)

Aprílrós, 5.5.2009 kl. 17:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband