Færsluflokkur: Bloggar
3 dagar í ferminguna. Á morgun næ ég í borðin niður í geymslu og set þau saman og fjá hvernig þetta fer allt saman hjá mér. Á laugardaginn fæ ég dúkana á borðin. Alveg nóg að gera þessa daga fram að sunnudag. Set svo litla róbódinn minn af stað til að dansa um allt gólf, alveg snild. Bara smottery eftir. Þetta reddast all að lokum ;)
Læt þetta duga í bili að svo stöddu ;) Góða nótt elskurnar
Bloggar | Miðvikudagur, 1. apríl 2009 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Úff hvað ég er búin að vera þreytt eitthvað undanfarið, fermingarveislan eftir viku ( pálmasunnjudag ) og ég ekki alveg tilbúin, verð heldur betur að taka til hendinni þessa daga sem eftir eru. En þetta reddast allt saman, veislan verður hvort sem er þótt eitthvða gelymist Það veit þá enginn af því nema ég
Eigið góðan sunnudag, ég eiði mínum sunnudegi í skattaskýrsluna
Bloggar | Sunnudagur, 29. mars 2009 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Bloggar | Laugardagur, 21. mars 2009 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Þú ert kampakátur Ísfirðingr og vílar ekkert fyrir þér þó mannhæðaháir skaflar séu hér og þar um bæinn. Þú ert með eindæmum sterk og vinnur vel þó er þrjóskan avleg að fara með þig. Þú ert hress og vinur vina þinna en ert svo sannarlega með verstfirskan steinbítskjaft þegar svo á þarf að halda. Það besta sem þú veist er að rúnta um með vinunum og skreppa í Krílið til að skella í þig einni kroppasælu eða svo sem einum Hamri úr Hamraborginni. Svo ekki sé talað um að skreppa á Krúsina og fá sér öllara áður en þú röltir heim í blindbyl með snjóflóðið á hælunum.
Jahérna hér ekki vissi eg að ég væri Ísfirðingur, ég er allavega úr næsta nágrenni, sumsé úr Saurbænum í Dalasyslunni
Þrjóskan passar allavega við mig og ég geri það sem ég þarf að gera. Ég er líka vinur vina minna. Ég er svo sannarlega með þverrifuna á réttum stað þegar því er að skipta, hvort sem hún er verskfisk eða ekki. Jú passar líka það er gaman að rúnta með vinum, og jú jú að skella í sig kroppasælu hvernig sem á það er litið ( túlki hver á sinn hátt sem vill ).
Ég fer stundum í Hamraborgina en það er bara til að sjá og horfa á háa, dökkærða, myndarlega manninn
Ég er ekki að láta aftra mér smá snjó, og mikið þarf til til að stoppa mig af
Kannsi er ég Ísfirðingur eftir allt saman, og ég sem ólst upp í Dölunum , ég sem hef talið mér trú um allan tímann að ég væri DALA SKVÍSAN ,
Þetta var quis á Feisinu og til gamans gert Uðvitað er ég Saurbæingur og Dala skvísa í húð og hár.
Skjáumst
Bloggar | Fimmtudagur, 19. mars 2009 (breytt kl. 19:11) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Ég ásamt 2 vinkonum mínum skelltum okkur á Akranes að sækja kerruna með sófanum í , sem ég bakkaði inn í bílskúr hjá pabba á föstudagskvöldið . Skelltum okkur fyrst á Olís að fá okkur að snæða og þar hitti ég eina æskustöðvar vinkonu mína en gátum nú ekki mikið spjallað vegna anna hjá henni. Sótti kerruna og dóluðum í bæinn, var komin smá pínu hálka. Fékk aðstoð með að bera upp settið og sómir það sér sko vel í stofunni hjá mér núna. kom hinum tveim fyrir í skúmaskotum til að hafa sæti í veislunni. Held bara að ég sé komin með sæti fyrir veislugesti. Svo hentist ég með kerruna aftur upp á Akranes að skila pabba kerrunni.
Næ í fermingarmyndirnar á morgun eða miðvikudag, hugsa frekar á miðvikudag.
En það versta er að skrokkurinn er að segja stopp kona góð, kanski ekki skrítið , en það þíðir ekki að vola, hlutirnir gera sig ekki sjálfir.
Ég fór í party búðina í dag og keypti smá sem ég ætla að strá á borðin en það eru litlir fótboltar sem eru klipptir út í pappa, en fermingin er Arsenal þema. Keypti í Jóa Útherja Arsenal fána ( stórann ) en hann ætla ég að nota sem dúk á borðið sem kertið , gestabókin og mynd af drengnum, hugmyndin var að fá lítinn fána á litlu statífi, en það var ekki til. Þetta getur ekki orðið annað en bara flott
Svo núna er baðið og svefninn
Hilsen
Bloggar | Mánudagur, 16. mars 2009 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Af einstakri heppni fékk ég gefins leður hornsófa en varð að sækja hann í sumarbústað í Munaðarnes, og reddaði ég kerru og alles og spurði pabba hvort hann treysti sér að koma með mér og hjálpa mér, jú hann gerði það 82 ára gamall maðurinn. Þegar við komum á staðinn þurftum við að byrja á því að klifra upp í bústaðinn því það var búið að rífa allt frá og utan af honum því það á að flytja húsið burt. Burðuðumst við með sófana ( hornsófi ) niður í kerru og hélt ég á tímabili að eg væri að ganga frá gamla manninum, ég var farin að hafa áhyggjru af honum bara, en þetta hafðist allt saman í kuldanum. Ég sagði gamla manninum að fara í heita sturtu þegar heim væri komið , oh hann hélt nú ekki sko.
Það var komið leiðindarveður þegar heim var haldið, en við sluppum til Akraness og bakkaði ég kerrunni inn í skúr hjá pabba og þar er hún þangað til veður lagast. Ég dreif mig heim til rvíkur áður en veður versnaði enn meir, fékk smá roku á mig í Kollafirðinum , alveg nóg til að gera mér skelk í bringu.
Ég er nefninlega orðin smá veðurhrædd nú í seinni tíð, en hins vegar kalla ég þetta ekki veður smá rokbelgingur. Veðrið á Hellisheiði var alvöru veður, blind þreifandi bilur, rok, ófærð og alles þannig að allt var stopp, snjóruðningtæki og alles. Ég er nefninlega þrátt fyrir alla veðurhræðslu og bílhræðslu, er ég með ævintýraþrá, til í að skella mér út í óvissuna stundum. Serstaklega á góðum jeppa og ég keyri
Nú er ég á leið í Smáralindina að hitta eina bloggvinkonu mína sem er lika vinkona mín orðin fyrir utan bloggið .
Eigðið góða helgi esskurnar
Bloggar | Laugardagur, 14. mars 2009 (breytt kl. 15:10) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Sonur minn hann Ingólfur stælgæi er 14 ára í dag, til hamingju með afmælið sonur sæll . Hann er kominn í mútur og hefur alveg hræðilega rödd, hann hefur visky rödd , fer í mínar fínu, en þetta er hans rödd bara og ekki er það honum að kenna þessari elsku að röddin sé sona. En En En
nú held ég að ofvirknin sé að fara með mig , lá veik heima í dag en í kvöld tók ég herbergið mitt í gegn og breytti og betrumbætti eins og veislugestir myndu vera í mínu herbergi á sjálfan veisludaginn 5 apríl, en það er ekki ætlunin að leyfa þeim að leggja sig nema þá helst henni móður minni ef hún verður þreytt. Ég hef áður lánað henni rúmið mitt til að hvílast. Já já það er allt á fullu hjá mér, ekki svo mikið eftir þannig séð, en það tínist alltaf eitthvað til til að gera eitthvða og betrumbæta.
Það er allt komið , gestabók, sálmabók, kerti, fæ skreytingar og dúka lánaða, búin að redda matnum , tertunni, og kransakökunni. Nú ef eitthvað klikkar þá á ég kaffi og mola og get boðið uppá molasopa og mjólkurkex því það á ég alltaf til. En þetta reddast allt saman. Það gerir það alltaf . Ég verð frekar ofvirk þessa dagana áður og verð ekki sú skemmtilegasta kanski heyrist mér á unglingnum.
Góða nótt elskurnar og ljúfustu drauma.
Mér þykir alveg óendanlega vænt um ykkur hérna.
Bloggar | Miðvikudagur, 11. mars 2009 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
í 5 april, en já sá dagur er stór dagur í huga margra og í mínum strák er hann stór dagur. Hann kvíðir örlítið fyrir þessari elsku minni, ja gleymdi að segja hvað væri að gerast þennan dag, en það er merkisdagur í lífi hans sonar míns, og það er fermingin hans. Fermist kl 14 í Fella og Hólakirkju. Veislan verður heima, þjappa öllum saman bara þá grúbbar fólkið sig síður saman, Ég er alveg á miljón þessa dagana að taka til og þrífa. Búið að mála það sem átti að mála, rest þríf ég . Skúra skrúbba og bóna bara. Já þetta gengur mjög vel
Þetta styttist hratt , og það minnkar líka hjá mér og á endanum verður allt komið í fanta fínt form og skipulag svo ég þarf ekkert að óttast. Lét sauma á mig kjól um daginn og ég keypti mér annan kjól núna á mánudaginn sl, keypti mér skó um daginn alveg mega flotta og svo þægilegir.
Ekkert að gerast í karlamálunum að svo stöddu enda enginn tími í slíkt. Ég hugsa að hann birtist þegar hann á að birtast
Læt þetta smáræði duga að sinni, var bara smá útblástur hjá mér
Eigið góðan dag esskurnar og verið góð við hvert annað, það ætla ég að gera.
Bloggar | Miðvikudagur, 11. mars 2009 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Hæ hæ everyone
hjá mér er það eins og fleyrum að fésbókin tekur allan minn toll, og Tagged slatta.
Í gær skipti ég um ljós í eldhúskróknum hjá mér, tók niður það gamla og tengdi nýtt, og það kviknaði ljós aftur , eg bjó með rafvirkja hér áður fyr og þá sá ég um rafmagnið á heimilinu, var að rifja upp í gær
Hjá mér er bara undirbúningur fyrir fermingu, komin með allt sem þarf fyrir fermingardrenginn, svo nú er bara eftir að mála smá og skipuleggja
Er að taka til og koma bókum í geymslu og henda lika ( ekki bókunum samt ), alveg makalaust hvað safnast í kringum mann. Ætla nefninlega að losa mig við 1-2 hillur sem safna bara drasli og þá fæ ég líka meira pláss fyrir veislugestina.
Í kvöld fæ ég mann til að eitra hjá mér því ég er komin með ógeð á lífinu í kringum mig þó sérstaklega í þvottahúsinu hins vega finnist mér alveg frábært að hafa líf í kringum mig annars.
Annars gengur allt bara sinn vana gang, vinna , feis,Tagged, taka til, borða, sofa. Enginn hár, dökkhærður og myndarlegur að trufla mig nema í huga og hjarta mér.
Eigið ljúfan dag elskurnar, ef þið viljið þá er ég eins og flestir aðrir á feis og til að finna mig er það krutt-ina@hotmail.com.
Já vel á minst, sonurinn er kominn með aðstoðina í skólanum í sérdeildinni.
Verið góð við hvert annað. Knús til ykkar allra elsku vinir.
Bloggar | Þriðjudagur, 24. febrúar 2009 (breytt kl. 13:32) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
Í gærmorgun fór ég veik heim úr vinninni, fór reyndar veik í vinnuna, var netlaus allan gærdaginn, bilun i breiðholtsstöðinni, svo ég notaði tímann og skrifaði á umslögin fyrir boðskortin, en meira gerði ég nú ekki þann daginn. Hendi þessu i póst á morgun ef ég verð rólfær. En ég er með hálsbólgu og kvef, ekki hita en liður eins samt.
Í dag er ég búin að vera í rúminu, voða gaman eða þannig
Hún Hici min dó í dag í lófa mínum, Hici er páfagaukur ( gári ) var orðin 8 ára. Hún var spræk í morgun, um hálf 4 kom ég að henni í einu horni í búrinu þá var hún búin að koma ser þar fyrir, var vappandi og skríkjandi þangað til. Litla skinnið . En henni líður vel núna.
Nóg í bili, Kveðja : aprílrósin Krútta
Bloggar | Fimmtudagur, 12. febrúar 2009 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Færsluflokkar
Tenglar
vinir minir
Mynda albúmið mitt
Börnin mín
Bloggvinir
- annaeinars
- gelgjan
- annabjo
- duddi-bondi
- baldurkr
- beggipopp
- birnamjoll
- heiddal
- gattin
- binna
- brylli
- skordalsbrynja
- dofri
- draumar
- emilkr
- strumpurinn
- umhetjuna
- loi
- fridrikomar
- fridaeyland
- eddabjo
- gurrihar
- gunnagusta
- mammzan
- landsveit
- gullvagninn
- heidathord
- kolgrimur
- hrabbabj
- astromix
- joninaottesen
- juliusvalsson
- katrinsnaeholm
- kari-hardarson
- kristin-djupa
- larusg
- lillagud
- bestalitla
- linka
- perlaoghvolparnir
- peturg
- rasan
- roslin
- undirborginni
- einfarinn
- amman
- sigro
- steinunnolina
- taraji
- melrakki
- ylfamist
- torabeta
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar