Færsluflokkur: Bloggar

Fermingar undirbúningur

Halló kæru vinir. Jæja þá er

ég  nánast búin að redda öllu fyrir fermingardaginn, á bara eftir að kaupa sálmabókina og gestabókina. Allt annað er komið. Mála einn vegg í næsta mánuði, og þrífa restina. Ná í borð upp í Borgarnes eða Akranes lika í næsta mánuði, hef veisluna heima. Gott að vera búin að þessu í tíma og það góðum tíma.

Á föstudaginn 13 er fermingarmyndataka af fermingar drengnum.

Búin að setja upp gardínubrautina fyrir hinn stofugluggann, og var að fá gardínur í dag, .þarf að stitta þær en það er nú ekki svo mikið mál, þá er eins fyrir báða gluggana.

Var í foreldra viðtali í morgun, sem gekk vel, kennarinn sagði mér að þrysta á að drengurinn færi inn í sérdeildina í aðstoð, hann sagðist hafa talað við sérkennarann fyrir fundinn en ekki fengið nein svör. Hann vill prufa að taka hann með í næsta kafla í stærðfræðinni, sagði að það væri kafli sem hann ætti að geta sinnt drengnum aðeins í einstaklings útskyringu en það kemr bara í ljós hvernig það fer og gengur, um að gera prufa og láta reyna á það. Sonurinn var kominn með léttari stærðfræði og fékk 8,3 í því í skyndiprófi og þvílík upplifun hjá honum og gleði. Að fá sona hátt styrkti hann alveg helling. Stórt stökk úr 2 upp í 8,3. Heart

Annað gengur bara sinn vanagang, vinna , borða ( má varla vera að því ) , deita , sofa InLove

Elskið hvert annað og mig líka Heart, ég elska ykkur öll  InLove 


Verslunarleiðangur

Fór með soninn í Kringluna í dag, ætlaði að finna skirtu, bindi og skó sem ég og gerði, ætlaði bara að kaupa þetta fyrir ferminguna, en labbaði út með að auki gallabuxur, belti, skó og jakkapeysu úr Jack & Jones. Strákurinn alveg himinlifandi með þetta allt saman, ég hendist svo á morgun að klára spariskókaupin ,það var enginn í skódeildinni í Hagkaup þegar við komum þangað aftur og strákurinn orðinn uppgefin og farinn að verkja í brotinu, ég var sem betur fer með verkjó í veskinu. Ég er að drífa í þessu núna að klára fermingarfötin vegna þess að fermingarmyndataka verður 13 feb, enda er líka gott að vera búin að þessu. Þá á ég bara eftir að fá sálmabókina og dúka á borðin og smá punt á borðin. Er að reyna fá dóttir mína að klára að hanna boðskortið almennilega en ég sé ekki fram á annað en ég þurfi að fara með það bara til að láta gera þau því hún er að slóra með þetta stelpan  Smile en allt tekst þetta á endanum Tounge

Guð veri með ykkur, sendi ljós og kærleik til ykkar allra InLove


Hái dökkhærði, vinnan, launamál,sonurinn og fuglinn.;)

Best að byrja á fuglinum Smile þá er hann orðinn eldsprækur með fótinn, nagaði spelkuna af sér og var alveg orðinn brjálaður á þessu drasli, hann var nkl 2 vikur að naga af sér, ég fór ekkert með hann i rönken á föstudaginn var eins og ég átti að gera, sá enga ástæðu til þess þar sem hann er orðinn eðlilegur þessi ltla elska mín. Wink

Þá er það sonurinn Smile hann er allur að koma til, farinn að geta lyft hendinni upp en verður að gera það rólega samt og hann hefur ekki mikinn mátt í hendinni , ef hann tekur á þá verkjar honum, En já svo til að allir skilji hvað um er rætt þá viðbeinsbrotnaði hann sunnudaginn 18 janúar á snjóbretti. og viðbeinsbrotnaði hægra meginn og hann er rétthentur hann elsku sonur minn Wink 

Ég var heima hjá honum í 4 daga til að aðstoða hann með það sem hann gat ekki sem eiginleg var flest, ég hef held ég ekki séð hann svona kvalinn af verkjum fyr. En skólastjórinn sem ég vinn hjá skildi það ekki og kom með reglugerðir og bla bla bla um að það eru ákveðnir dagar á ári fyrir börn til 12 ára aldurs.  Hvað átti ég að skilja son minn eftir heima ósjálfbjarga ? ég bara spyr, ?  Svo hann dró þessa 4 daga af mér.  Mér finst þetta siðleysa og virðingaleysi. Ég er ein og stend ein , hef engan í kringum mig.  Skólinn er í mínus svo þá er um að gera taka laun af manni fyrir að hjálpa ósjálfbjarga barni sínu. Angry til að spara í skólanum .Angry

 Svo í þokkabót þá kom hann með einhverja útreiknigna á starfi mínu en ég var að minka við mig starfið  þannig að tvo daga vinn ég til kl 14, einn dag til kl 15, tvo daga til kl 14:40 og var eina viku í jan að vinna til 15:30, hann reiknaði þetta á tímakaupi, mánaðarlaunum og það á laununum fyrir hækkun.  

Ég var buin að fara með alla mína launaseðla í starfsmannafélagið og fór yfir allt með honum þar og þar vantaði eitt og annað inná launin, en ekki vildi stúlkan viðurkenna það. svo þegar þessi frá skólastjóranum sjálfum þá bara féllust mér hendur, þá hætti ég að skilja og reyni ekki að skiljá þessa þvælu, þetta er komið út í endalausa vitleysu, Ég verð að biðja þá í starfsmannafélaginu að sjá um þetta fyrir mig, ég get það ekki ein, kanski verð ég að fá mér endurskoðanda bara i þetta. .

Allavega er ég orðin uppgefin þarna á þessum stað, endalaust vitlaus laun. 

Og hái dökkhærði myndarlegi er ákveðinn í því að segja nei við mig.  Sendi honum  bréf til hans og tjáði mig , þakkaði svo fyrir mig og sagðí bless. En hann var samt svo góður við mig að gefa mér bjór á laugardaginn var á pöbbnum, en hann var að vinna þá InLove 

Jæja þetta var smá púst úff Pinch

góða nóttina og ljúfa drauma Sleeping 


Sjúklingunum

líður þokkalega nema sá viðbeinsbrotni getur ekki bjargað sér alveg sjálfur í öllu, enda ekki skrítið, svo ég verð heima á morgun líka til að redda honum í vissum verkum Blush og láta hann æfa sig. En svo fer ég sjálf að vinna á miðvikudaginn, ætlast þá til að hann geti hjálpað sér sjálfur þá. Ætla sækja námsgögn í skólann fyrir hann til að læra heima út vikuna. 

Sá fótbrotni sem ekki er lengur fótbrotinn er farinn að stíga í fótinn og alles, hann er frekar pirraður bara útaf spelkunni sem er bara heftiplástur en hann er að verða búinn að naga hann af, svo ég ætla að hringja á morgun og tala við dýra uppá hvort hann þurfi að koma í rönken á föstudaginn, verður kosem ekkert gert þótt eitthvað hafi gróið skakt, en mér synist að fóturinn sé beinn.  

Hafið það gott elskurnar Tounge 


Fokking Fokk

sagði sonur minn á slysó, ég er alltaf að meða mig. Datt á snjóbretti í dag og rak upp öskur og gat ekki hreyft vinstri hendi né öxl. Hringt var í mig og ég þaut í hvínandi kvelli að ná í hann og niður á slysó og fórum inn með það sama, honum gefið verkjó og morfín ( mér er meinilla við morfín ). Myndataka og í ljós kom viðbeinsbrot og við þvi er bara fatli. Annað kom í  ljós í myndatökunni að stráski minn er með 2 auka bein í hryggnum, tvö efstu beinin. Einn af þeim örfáu sem eru með auka bein. 

Þarna í brekkunni voru yndælis hjón með börnin sín að leika og voru þau næst stráknum mínum þegar hann datt og meiddi sig, þau tóku hann að sér og inn í bílinn og hlúðu að honum þangað til eg kom, Guð mér fanst ég svo lengi á leiðinni, fanst ég aldei ætla að komast á leiðarenda, samt er þetta ekki nema 3 míkn keyrsla heiman frá mér, og fanst mér ég vera svo lengi á leiðinni á slysó líka.,.

Ég lét hjónin vita hvað hefði verið að , þau báðu um það sem ég náttúrulega skil.

En mikið ofboðslega var læknirinn sætur,Heart  og myndarlegur, hár, grannur og pínu dökkhærður InLove 


Fótbrotið

á honum Gauk mínum virðis ætla að gróa í spelkunni, Smile  hann er farin að kreppa klærnar og aðeins að tilla af og til og grípa um fingur með klónum, ekki fast enda engin ástæða til þess heldur.

 Við Ingólfur erum búin að vera fylgjsat vel með honum og dekra við hann InLove, baka fuglabrauð með öllum efnum sem fuglar þurfa, milja það í hann og hinn líka náttlega. Happy Vorum ekki smá glöð áðan þegar Ingólfur minn sýndi mér framfarirnar hjá litla skinninu okkar.  HappySvo næsta föstudag 23 jan fer ég með hann til dýralæknis og skil hann eftir því þann dag á að rönken myndataka hann, til að sjá hvernig þetta lítur út, hann á allavega eftir að vera 2 vikur enn í spelku. InLove

Knús og kærleik til ykkar allra Heart InLove 


Fundur einu sinni enn

Í morgun fór ég á enn einn fundinn í skólanum útaf syni mínum eða eiginlega fyrir hans hönd, og í dag kom sálfræðingur með mér sem okkur var bent á að fara til ( útaf kvíða hans ).

Ég var búin einu sinni áður að fara í spjall við hana og svo fórum við bæði til hennar í síðustu viku eins og skólayfirvöld vildu að við gerðum og gekk það reyndar vel og þakka ég fyrir það því á þeim fundi kom enn ein sönnunin frá enn einum aðilanum um minn grun og LOKSIN á fundinum í morgun sá kennarinn og aðstoðarskólastjórinn hversu alvarlegt ástandið er, og LOKSINS í morgun sá kennarinn að þetta er ekki leti og áhugaleysi eins og hann hefur haldið fram við mig, enda sagði ég líka að ég hef alltaf verið að reyna segja þetta en aldrei hlustað á mig. Já það átti aldeilis að koma vandamálinu útfyrir skólann og í viðtöl til sálfræðings vegna kvíða, en kvíðinn er skólatengdur því drengurinn minn upplifir sig sem heimskingja sem veit ekkert og getur ekkert og skilur ekkert þar sem þar fram fer. 

Hún sagði að hann verður að fá sérkenslu núna strax, í öll þessi tæp 8 ár sem hann er búinn að ganga í skólann þá er skólinn ekki að skila neinu til hans því sonur minn er hreinlega ekki að skilja almennar útskýringar þótt okkur þykir þær ekki flóknar þá eru þær mjög flóknar fyrir honum.

 Verðum í sambandi við hana aftur í apríl þennan sálfræðing. Mér leið svo vel að loksins var hlustað og viðurkennt hvað ég er buin að vera berjast við. Þau í skólanum viðurkenndu að þau hafa ekkert gert gagnvart honum þótt pappírarnir hafi komið til staðar, ekkert athugað einu sinni sko.  Svo er annað mál hvort eitthvað verður gert, eins og ástandið er í dag þá í rauninni skiptir engu máli hvort hann er í skólanum eða ekki því það skilar engu eins og ástandið er. 

Ég byrjaði á þessu þegar hann var í leikskóla en þar eins og í skólanum þá var ekki hlustað á mig en ég fékk fram minn vilja þar að tala við talmeina sérfræðing og þar kom fram vandamál, en af einhverjum ástæðum hefur enginn viljað hlusta á mömmuna sem á nú að þekkja barnið sitt best og hafa sínar tilfinningar að ekki sé allt eins og það á að vera. 

Ég þakka þeirri góðu konu sem hvatti mig til að fara í Sjónarhól og ræða við sérfræðing þar og kom sú kona með mér á fund, og svo var ég beðin að fara með hann til þessara sálfræðings og þakka ég það mjög vel og mikið.  

Ég var beðin um gera þetta og hitt bara til að reyna koma vandamálinu út úr skólanum og blanda þessum og hinum í dæmið, en þessi sálfræðingur sagði hingað og ekki lengra það þurfa ekki fleyri að koma að þessu, vandamálið er skólinn og það er skólans að laga hans aðsætður þannig að honum liði vel í sínum skóla.  

Eins og ástandið er í dag þá hefur hann ekkert eryndi inn í almennan bekk í ákveðnum fögum, hann þarf mjög mikla sérkenslu eiginlega einstaklings kenslu, og var það loksins viðurkennt.

Fyrigefið mér ef ég fer í sitt og hvað í þessum skrifum. 

Guð gefi ykkur ljúfar stundir ;) 

 


Myndin

 af mér segir sig sjálf, ég er farin að kyssa froska, og kanna hvort einhver prins birtist úr álögum  LoL  Grin  Happy  InLove

Gaukur

minn er fótbrotinn og var hann settur í spelku í dag og á að fara eftir 2 vikur í rönken, en ef fóturinn fer að verða kaldur og vond lykt þá á ég að fara strax með hann og þá þarf hann í aðgerð til að taka fótinn en ég vona að til þess þurfi ekki.  

 Gaukur minn er páfagaukur ef allir skyldu ekki fatta það af nafninu Smile


Spákona í gær

Já þær eru misjafnar eins og fólk er flest.  

Ég eiginlega veit ekki hvað skal segja um það en ekki var þetta alveg að passa allt sem hún sagði,eða allavega er ekki komið . 

hún sagði að ég væri mikið innan um börn, ég væri mjög næm og miklu næmari en ég gerði mér grein fyrir ( vissi það ) og ætti að opna augað mitt og nýta mér þetta betur og þá kæmi meiri innri ró hjá mér sem ég þyrfti á að halda.  

Hún sá skólamálin hjá börnunum mínum og sá að eg væri að hjálpa þeim og það færi allt vel og þeim mundi ganga mikið vel þegar það væri komið í gegn, hreinlega blómstruðu.

sá manninn minn Woundering ( á engann sko ) sagði að ég ætti klárlega mann , við færum út i að opna okkar stað og það myndi ganga vel hjá okkur en til þess að opna okkar stað yrðu flutningar t.d, skipta um húsnæði, vinnubreytingar, flutt á annan stað., hún sá líka erfiðleika hjá okkur og vissi hreinlega ekki hvort þetta gengi eða yrði skilnaður en það yrði  mikil synd þvi við viljum það hvorugt.  Og til þess að þetta gangi þá verðum við að tala saman sem við gerum ekki ( engin furða )  og það yrði ég sem tæki af skarið í samræðunum,.  

Ég fór til hennar af forvitni , og jú allt það fyrra er rétt um næmnina, mikið innan um börn , og skólamál barna minna, en manninn !!! Grin  hann treður mér allavega ekki um tær á mínu heimili LoL , fann hann ekki þegar ég kom heim og hann skilaði sér ekki heim í gærkvöldi Woundering .

Sonur minn er aftur orðinn lasinn, kvef, beinverkir og hiti.  Og annar fuglinn minn veikur í fæti, stígur ekki í fótinn, mér dettur í hug að hann hafi fests í gardínunni í gær og eitthvað farið úrskeiðis þegar hann losaði sig og sonur minn vorkennir honum svo að hann grætur næstum, reyni að fara með hann til dýralæknis í dag, sko fuglinn LoL

Læt þetta gott heita í bili,

Kærleiksljós og knús inn í helgina InLove 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband