Færsluflokkur: Ferðalög
Vá bara kominn apríl og ég sem ætlaði að vera duglegri að blogga. Ég elti rútínuna sem er að vakna kl 7 á morgnana virka daga, fer í skólann til kl 14, heim að læra, hafa til kvöldmat, smá slökun og sofa. Mér gengur svakalega vel í skólanum, brillera bara miða við 33 ára skólabekkjasetu.
Vorið komið, snjórinn farinn, fuglalíf lifnað við ásamt gróðri, skordýrum og ógleymdri MÉR .
Mikið hlakkar mig til að komast á ferðina í sumar í mínum krúttlega tjaldvagni, já og eða fara til Norge í smá vinnu. En til Köben ætla ég að fara og vera við fæðingu hjá dóttir minni í júní
Læt staðar numið að sinni.
Kveðjur til ykkar elskur
Ferðalög | Laugardagur, 2. apríl 2011 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Þá er fyrsta útilega sumarsins afstaðin , við skruppum í Laugarás í gærkvöldi. Það var gott veður en mér fanst frekar kallt eftir því sem seig á kvöldið . Ég var líka orðin þreytt og eiginlega beið eftir tímanum til að fara sofa . Strákurinn sást nú varla eftir að hann sté út úr bílnum, var í fótbolta og leikjum við aðra krakka. Ég var með kúlutjald í þetta skiptið því tjaldvagninn er annarsstaðar og nennti ég ekki að sækja hann fyrir nokkra klukkutíma enda vöknuðum við í rigningu .
Á leiðinni heim komum við við í Hveragerði á Blómadögum, mikið afskaplega er þetta skemmtilega uppsett allt saman og fallegt. Tók ég nokkar myndir en vegna vankunnáttu minnar á að setja inn myndir hérna get ég ekki sett inn margar myndir ásamt texta en reyni samt
En mikið var nú gott að koma heim og uðvitað fór sólin að skína aðeins þegar inn í hús var komið . Og mikið var nú gott að fá sér kaffisopann, ég gleymdi nefninlega að taka með mér kaffi . Mér var boðið expresso kaffi en það kaffi finst mér algjört ógeð og finst það ekki vera kaffi, finn bara moldarbragð af því .
Ferðalög | Sunnudagur, 28. júní 2009 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Ég skellti mér í Sandgerði í gær að heimsækja eina bloggvinkonu mína , var það mjög svo notalegt að koma til hennar, svo mikil værð þrátt fyrir fullt hús af börnum. Byrjaði reyndar á því að leita að henni í Garðinum, minnti að hún ætti heima þar, en þegar ég fann ekki götuheitið þar þá á endanum hringdi ég í hana og var að útskýra hvar ég væri, hún kannaðist ekki við neitt og spurði mig hvort ég væri ekki örgglega í Sandgerði ? svo ég hætti að leita og brunaði yfir.
Á heimlið kom ég við í Keflavíkinni hjá fyrrum nágrönnum og var það notalegt, svo langt síðan ég hef séð þau.,sjá nýja húsið, bara flott. Allt svo vítt og nægt rými.Og að sjálfsögðu var ég yfirheyrð um hvernig gengi heima í húsinu, ástarmálin mín, börnin mín, og bara allt mögulegt. Þau hjón þykjast vita um mann fyrir mig, og komu þau okkur á blind date sem verður á sunnudaginn kemur, ullala og hann er dökkhærur og keyrir taxa, meira veit ég sosem ekkert um hann nema það sem þau segja, mjög svo góður kall.
Já gleraugun frægu þessi tvískiptu, fór í gleraugnaverslunina í gær eina ferðina enn til að láta þau vita að þau eru bara als ekki eins glerin, annað er stærra, og já áberandi stærra, enda fasnt mér alltaf þau vera skökk á mér,, já ekki bar á öðru en að umgjörðin væri þræl gölluð svo ég þurfti að byrja uppá nýtt að velja nýja umgjörð og fór dágóður tími í það. Vona að þetta fari nú að ganga þetta gleraugnamál mitt.
Ég óska öllum gleðilegs árs kærleiks og friðar
Ferðalög | Miðvikudagur, 31. desember 2008 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Færsluflokkar
Tenglar
vinir minir
Mynda albúmið mitt
Börnin mín
Bloggvinir
- annaeinars
- gelgjan
- annabjo
- duddi-bondi
- baldurkr
- beggipopp
- birnamjoll
- heiddal
- gattin
- binna
- brylli
- skordalsbrynja
- dofri
- draumar
- emilkr
- strumpurinn
- umhetjuna
- loi
- fridrikomar
- fridaeyland
- eddabjo
- gurrihar
- gunnagusta
- mammzan
- landsveit
- gullvagninn
- heidathord
- kolgrimur
- hrabbabj
- astromix
- joninaottesen
- juliusvalsson
- katrinsnaeholm
- kari-hardarson
- kristin-djupa
- larusg
- lillagud
- bestalitla
- linka
- perlaoghvolparnir
- peturg
- rasan
- roslin
- undirborginni
- einfarinn
- amman
- sigro
- steinunnolina
- taraji
- melrakki
- ylfamist
- torabeta
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar