Síminn

Ég ætlaði að skrá mig og prinsinn í núllið sem þeir eru að auglýsa, var að reyna það heima í tölvunni en gat það ekki því nr hans er ekki skráð í Mitt frelsi svo ég fór í eina verslun, en Nei ! verð að vera með 3 GSM númer og heimasímanúmer . Við erum bara tvö á heimilinu og með sitthvort númerið og heimasíminn.  Það semsagt hafa ekki allir rétt á þessu og fólki er mismunað. En í auglýsingunni kemur þetta ekki fram að það þurfi að vera 3 gsm númer. Ég er alveg ferlega ósátt við þá, ég ætla ath hjá hinum símafélögunum hvernig þetta er . 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Aprílrós

það er alveg sama hvað er verið að bjóða, það er allt eitthvað loðið. Spurning að færa sig eitthvað ? hvað segið þið um það ?

Aprílrós, 1.9.2008 kl. 18:58

2 Smámynd: Guðrún Ágústa Einarsdóttir

Þetta er ekkert nýtt hjá þeim, ég ætlaði að ganga í þetta í fyrra einnhvern tímann en þá varð ég að vera ábyrgðarmaður fyrir símreikningum. Og það stendur skírum stöfum að aðilar verði að vera 3-6 svo þetta sé hægt. Og lágmark 3 í gsm. Ég snar hætti við þetta dæmi. Ekki ætla ég að taka ábyrgð á símareikningum annara. Því það er ekki alltaf sem maður er að hringja í númer hjá símanum.

Ég færi frekar í betri leið eða bestur og þá er það í sambandi við gsm og heimasíma. Og þú hringir frítt. Ég ætla að kanna það aftur ég man ekki alveg hvernig það er. En ég þekki fólk sem er í þessu og er ánægt með það. Kv Gunna.

Guðrún Ágústa Einarsdóttir, 1.9.2008 kl. 21:17

3 Smámynd: Linda litla

Ég er hjá vodafone og ætlaði að skrá mig í fríkeypis, að hringja frítt í 5 númer, en ég gat það ekki af því að ég er með reikning ekki frelsi.... ekkert smá hallærislegt.

Linda litla, 1.9.2008 kl. 21:56

4 Smámynd: Aprílrós

ég er í bestur með gsm og heimasímann en almáttugur minn, reikningurinn lækkar ekkert. Og nú hef ég snar minnkað að senda sms og hringja og á að hafa vist margar mín fríar og vist mörg sms á mán frí, en ekkert lækkar. Hækkar bara ef eitthvað er. Vitið þið hvernig er hjá Tal.

Aprílrós, 1.9.2008 kl. 22:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband