Talvan dauð

Windows stýrikerfið hrundi í borðtölvunni minni Devil, einn vinur minn sem staddur er hjá mér í nokkra daga var að taka vélina í gegn, var búinn að taka alla tónlist og myndir sem ég vildi eiga yfir á flakkarann, og náði að opna eitt file sem var farið að stríða mér, og í var kominn vírus,  og þá bara búmm ! velin steindauð Alien. Hann ætlar að gera við hana áður en hann fer erlendis en hann býr erlendis. Hann er algjör snilli, er mörgum sinnum langtum betri en viðgerðarfólkið ( þótt ég ætli ekkert að lasta þeirra vinnu ) og tölvunarfræðingar og það fólk sem telur sig svo mikla og góða tölvunarfræðinga, þá kemst það aldrei með tærnar þar sem snillinn minn er með hælana.

Ég er að fara í matarboð hjá nágrönnum mínum og svo kemur vinkona mín með mér heim þvi við fáum aðra vinkonu í heimsókn til að skemmta okkur yfir kaffibolla. 

Ég er á útopnu allstaðar því nú er komið haust og ekki bólar á manninum mínum sem ég átti að hafa hitt í sumar og byrjuð með í haust, en haustið er sosem ekki búið Heartsvo ekki er öll von úti enn Smile


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eyjólfur Sturlaugsson

Þetta hefur verið bloggvírus. Kemur í tölvur hjá fólki sem bloggar mikið.  Stórhættulegt kvikindi og eins gott að hafa sérfræðinga erlendis frá til að bjarga málum.

kv

 Lói (ósmitaður)

Eyjólfur Sturlaugsson, 7.9.2008 kl. 21:27

2 Smámynd: Aprílrós

hahaha já Lói minn það er nú vissara, en ég er ekki viss um að þetta sé bloggvírus nema hann stökkvi á milli tölva, því ég blogga í fartölvunni. Þennan tölvu snilla minn þekkir þú líka nebla.

Aprílrós, 8.9.2008 kl. 00:28

3 Smámynd: Kristín Jóhannesdóttir

Frábært að eiga svona vini. Tölvan á mínu heimili fékk vírus og fór í viðgerð og ég tapaði fullt fullt af myndum þótt þeir reyndu að finna þær þá fór fullt. Nú set ég myndir mjög reglulega á diska og ætla því þetta var sár missir. Ég þarf að finna mér svona snilla hehe. Takk fyrir mig

Kristín Jóhannesdóttir, 8.9.2008 kl. 18:10

4 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Ef þú setur upp Linux stýrikerfi sleppur þú mjög líklega við vírusa. Finndu einhvern tölvunörd til að koma svoleiðis upp hjá þér.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 8.9.2008 kl. 21:11

5 Smámynd: Aprílrós

Snillinn minn er með Línux og bíðst til að setja það upp í tölvuna mína,.;)

Aprílrós, 8.9.2008 kl. 22:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband