Amor

kom til mín í kvöld og verður fram á sunnudag. Amor er tjúa hundur sem frænka mín á, ég er að passa hann á meðan hún skellti sér í réttirnar vestur í Dali. Ég hefði farið líka ef pabbi og mamma væru enn þá búsett í sveitinni. En ég ætla njóta þess að hafa Amor hjá mér yfir helgina,. Langar svo í tjúa en mín peningabudda leyfir það ekki, eru svo dýrir. 

Eigið góða helgi elskurnar Kissing 

Hélduð þið núna að nú væri draumaprinsinn mættur útaf fyrirsögninni ?? InLove 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Erna

 Já ég hélt að hann væri mættur á svæðið með örvar og alles  En njóttu helgarinnar með þessum fjórfætta vini, og þú verður áræðanlega ekki svikin af vináttu hans

Erna, 20.9.2008 kl. 00:56

2 Smámynd: Guðrún Ágústa Einarsdóttir

Nei ég vissi strax að þetta var hann Amor litli..tjúi.. En ef þig langar svona í tjúa afhverju varstu þá að láta hann Amor frá þér?? Góða helgi, kv Gunna.

Guðrún Ágústa Einarsdóttir, 20.9.2008 kl. 16:18

3 Smámynd: Kristín Jóhannesdóttir

Njóttu helgarinnar. kveðja

Kristín Jóhannesdóttir, 20.9.2008 kl. 16:32

4 Smámynd: Aprílrós

Nokkrar ástæður fyrir því ( sem ég nefni ekki hér ) að ég þurfti að látann frá mér. Ég nýt hans bara þegar hann er hjá mér í pössun. ;)

Aprílrós, 20.9.2008 kl. 17:58

5 Smámynd: Linda litla

Nákvæmlega það sem ég hélt, að AMOR væri loksins mættur. Að spádómurinn hefði loksins ræst.

Gangi þér vel að passa Amor.

Bestu kveðjur til þín Guðrún.

Linda litla, 20.9.2008 kl. 18:38

6 identicon

Innlitskvitt

Kær kveðja

Ásdís Emilía Björgvinsdóttir (IP-tala skráð) 20.9.2008 kl. 18:40

7 Smámynd: Sigrún Óskars

ég hélt sko að amorinn sjálfur væri mættur, fannst samt skrítið að hann ætlaði að setjast að fram á sunnudag. Beið eftir lýsingu á óhreina tauinu sem hann var með í poka ..... nei bara grín

stundum er verið að auglýsa allskonar hunda - gefins- líka hreinræktaða hunda, vegna fluttninga, ofnæmis ........

njóttu helgarinnar með Amor

Sigrún Óskars, 21.9.2008 kl. 10:07

8 Smámynd: Aprílrós

Góð Sigrún ;) ég held að ég geti ekki haft hund fyren ég er orðin ein í koti. Sonur minn er með ofnæmi, og fyrir kisum er hann með bráða ofnæmi. Svo ég held að ég láti Gauk minn duga ( páfagauka gári ). ;)

Aprílrós, 21.9.2008 kl. 13:05

9 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

hélt að maðurinn sem var í spádáomnum um daginn væri fundinn með hjálp hins eina sanna AMORS

knús

Guðrún Jóhannesdóttir, 23.9.2008 kl. 14:20

10 Smámynd: Aprílrós

Guð ég vildi að svo væri að hinn eini sanni AMOR væri kominn.

Aprílrós, 23.9.2008 kl. 15:24

11 Smámynd: Líney

ohh ég  varð  fyrir vonbrigðum....átti von á einhverju djúsí sko....

Líney, 23.9.2008 kl. 20:58

12 Smámynd: Aprílrós

Já eins og fleiri ;)

Aprílrós, 23.9.2008 kl. 21:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband