Mútur frá Tal

Í september færði ég mín viðskipti yfir í Tal sem er ekki í frásögu færandi, nema hvað að ég kemst að því að það hentar ekki svo vel að sonur minn sé í Tal þar sem hans vinir eru hjá símanum , uppá að hringja frítt á milli, svo ég bað um færslu aftur yfir daginn sem það mátti, en það var ekki hægt fyren 30 dögum frá færsludegi. 

Nema hvað, það var karlmaður frá Tal sem hringir í númerið hjá syni mínum og spyr eftir mer en ég var að vinna svo hann spyr strákinn hvort hann vilji ekki vinna sér inneign og vera áfram í Tal, og það sem stráksi minn þurfti að gera var að fá einn vin sinn yfir þá fengi hann 2000 kr inneign. Stráksi minn var hugsi og þá sagði maðurinn hugsaðu malið í smá stund og ég hringi í þig eftir smá stund.

Í millitíðinni hringi ég í soninn og hann segir mér þetta, ég bið hann að segja manninum að hringja í mig og tala við mig þegar hann hringir aftur.  Ég hringi aftur í soninn því mig var farið að lengja eftir símtali, en þá var maðurinn buinn að hringja aftur og segja við strákinn að hann fái 2500 kr inneign og hann verði næstu 30 daga í Tal og ekki þurfti hann að redda vininum yfir í Tal. 

Þar sem sonur minn er með athyglisbrest þá náði hann bara að hann fengi inneign uppá 2000 kr og finst Tal vera flott fyrirtæki að gefa sér inneign.  

Hins vegar var ég mamman ekki par hrifin af þessari sögu sonarins, tékkaði á inneigninni og jú mikið rétt, lagðar voru inn 2500 kr.

Ég hringdi þjónustunúmerið og beið í 45 mínútur að komast að og hellti mig yfir manninn sem svaraði  með þessa frásögn og hann spurði mig : HAVÐ ERTU EKKI ÁNÆGÐ MEÐ ÞETTA ?  ég svaraði : er ég ánægð ? værir þú ánægður ef barninu þínu væri mútað ? uðvitað er ég ekki ánægð með þessa aðferð . Þá sagði hann hvað viltu að eg geri ? ég sagði ég vil að þessi maður hringi í mig og tali við mig því samkvæmt lögum megið þið ekki gera þetta. Sonur minn er 13 ára og ég er forráðamaður hans og hann átti að tala við mig. 

Hann sagðist ætla ath þetta og fá að hringja í mig aftur, sem hann gerði eftir smá stund, og jú þetta var rétt sem eg var að segja og baðst fyrigefningar á þessu , ég sagði að ég vil að þessi maður sem mútaði barninu mínu hringi í mig og byðji mig afsökunar á að hafa gert rangt gagnvart syni minum.

Sigmar markaðsstjóri hringdi líka i mig og spurði hvort ég vildi að þeir ættu að draga þetta til baka, ég sagði nei nei ég væri bara afar ósátt með mútu aðferðina á syni mínum. Þeir mættu alveg hafa hann áfram hjá Tal og borga honum 25oo kr á mánuði því ekki ætlaði ég að gera það  og allra síst eftir þessa aðferð þeirra og ég benti honum á að mínum viðskiptum lyki hér og nú við þá . 

Hann bara baðst afsökunar á þessu og viðurkenndi að þetta mætti ekki og þeir breyttu rangt við barn undir 18 ára , ég endurtók við Sigmar að ég vildi að þessi maður hringi í mig og biðjist afsökunar á þessu, en ekki hef ég heyrt í þeim manni ennþá .  

Og sonur minn sagði : sko mamma það er sko bara allt í lagi og fínt að vera hjá Tal.

Og eitt er víst að þeir missa mín viðskipti pottþétt.  

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Ágústa Einarsdóttir

jahérna hér....ég á bara ekki til orð. Það sem þeim dettur í hug...allt gert til að græða.

Ég held mig bara við það gamla og elsta....hjá símanum.

knús og klemm.

kv Gunna.

Guðrún Ágústa Einarsdóttir, 26.10.2008 kl. 01:30

2 Smámynd: Kristín Jóhannesdóttir

Það sem þessu fólki dettur í hug. Það er eins gott að fylgjast með þessu fólki.

Kristín Jóhannesdóttir, 26.10.2008 kl. 20:23

3 Smámynd: Erna

Það er greinilega allt reynt, mér finnst þetta skítleg sölumennska  og örugglega ekki einsdæmi. Kveðja á þig og soninn

Erna, 27.10.2008 kl. 18:25

4 Smámynd: Sigrún Óskars

þetta er ótrúlegt - þvílíkur bisness. Svona vinnubrögð eru kol-ólögleg, gott hjá þér að bregðast svona við.

Sigrún Óskars, 28.10.2008 kl. 00:30

5 Smámynd: Aprílrós

Takk fyrir kvittið Erna, Sigrún og Kristín. !

Já og í gær þá færði ég mín viðskipti aftur yfir til Símans, jú viðurkenndi að reikn hefði lækkað en ég kæri mig ekki um að vera hjá sona fyrirtæki. Borga frekar aðeins meira. Ég var tengd strax í gær en var netlaust fram að hádegi í dag. Ég átti ekki vona á þessu svona strax líka vegna þess að ég skulda einn reikn en þetta kalla ég snögga þjónustu ;)

Ég skrifaði bréf á Reykjavík síðdegis á bylgjuna og vona að það komi í dag,þvi það kom ekki í gær. ;)

Aprílrós, 28.10.2008 kl. 14:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband