Jólagafir

Mín skellti sér í verslunar leiðangur í dag og keypti nánast allar jólagjafirnar, á eftir að finna fyrir son minn sem býr heima í mömmukoti og foreldra mína, en dóttir mín kom með snildra hugmynd um gjöf til þeirra og lýst mér ljómandi vel á hennar hugmynd og gefum það þá saman.  Grin

Í gærkvöldi komu tveir nágranna drengir 11 og 13 ára og gistu hjá okkur syni mínum. Við gerðum kósy kvöld með pizzu, snakk, nammi, gos, og horfðum á mynd.  Upp úr hálf eitt í nótt þá slökktum við öll ljós, hækkuðum í sjónvarpinu , þjöppuðum okkur fjögur í litla 2ja sæta sófann og horfðum á drauga-hryllingsmynd. Þetta var mjög spennandi  og rákum upp öskur af og til, sonur minn var á tímabili mjög spenntur Frown og nötraði af spennu og gargaði á leikarann í myndinni hehehehe.  Happy

Þetta var mjög skemmtilegt kvöld í gær. 

Eigið ljúft kvöld elskurnar Smile 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Óskars

Heyrðu - er hægt að fá þig með í leiðangur? að kaupa jólagjafir ? Sniðug ertu að klára dæmið núna - þá getur þú notað desember í að elta jólasveinana og haft það huggulegt. 

Hafðu það gott krútta

Sigrún Óskars, 2.11.2008 kl. 19:01

2 Smámynd: Aprílrós

Sigrún mín, ekki málið, ég fór bara á einn stað og keypti 6 jólagafir fyrir 3567 kr. .

Já það ætla ég sko að gera að hafa huggó í desember, elta jólakallana og taka minn dag með vinkonu minni 20 des, það er okkar dagur, fáum okkur bjór og röltum á krárnar á laugaveginum og rápum í búðir. Við höfum gert þetta í mörg ár. srkralla frá kl ca 15:30-16 fram á nótt.

Aprílrós, 2.11.2008 kl. 20:37

3 Smámynd: Guðrún Ágústa Einarsdóttir

Það er fínt að klára allar jólagjafirnar núna þá er það búið. Þetta ætla ég einmitt að gera í næstu viku.

Já Guðrún mín við höldum áfram að gera okkur glaðan dag þann 20 des...förum ekkert að hætta því eftir öll þessi ár.

En við þurfum að virkja aftur vinkonu-kvöldið sem við höfðum einu sinni í mánuði.

knús og klemm.

kv Gunna.

Guðrún Ágústa Einarsdóttir, 2.11.2008 kl. 21:21

4 Smámynd: Aprílrós

Já mér líst vel á að byrja næstu helgi, hafa þetta í byrjun mánaðarins á meðan mar á smá aur í vasahorninu. svo í byrjun des aftur og svo dagurinn okkar 20 des. ;) ;) ;)

Aprílrós, 2.11.2008 kl. 21:38

5 Smámynd: Guðrún Ágústa Einarsdóttir

já endilega....kallinn verður að vísu í landi, hann er að koma núna í vikunni en hann verður bara góður á sínum stað á meðan...hehehehehe.....

kv Gunna.

Guðrún Ágústa Einarsdóttir, 2.11.2008 kl. 21:53

6 Smámynd: Líney

Hvert fórstu að versla?

Líney, 2.11.2008 kl. 23:33

7 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Sigrún Jónsdóttir, 3.11.2008 kl. 00:15

8 Smámynd: Aprílrós

Góð Guðrún , já já hann verður í sínu sæti á sínum stað heheehe.

Ég verslaði í RL-Magasýn Líney mín.

Takk fyrir innlitið Sigrún mín ;)

Þótt upphæðin sé ekki há fyrir þessar sex gjafir þá eru þettaq mjög fínar gjafir og flottar. Vð í minni familíy erum ekki að spá í hvað hluturinn kostar, heldur hugann á bakvið gjöfina.

;)

Aprílrós, 3.11.2008 kl. 07:27

9 Smámynd: Þóra Elísabet Valgeirsdóttir

Frábært hjá þér að vera byrjuð í jólagjöfunum! Ég er ekki byrjuð og veit ekki hvar ég á að byrja. En því miður held ég að maður verði að sækja eitthvað annað til að kaupa eitthvað af þessum gjöfum. Það er ekki úr mörgu að moða hér í 740 paradís;)

Þóra Elísabet Valgeirsdóttir, 3.11.2008 kl. 08:29

10 Smámynd: Líney

Grunaði það,mér finnst ég fá betri vörur  þar en á mörgu öðrumstöðum td TIGER er   bara DRASL ,þarf einmitt að skella mér í þetta í vikunni að  byrja að kaupa,þetta er nú smá slatti hjá mér 7 börn og sex barnabörn  þannig að   það veitir ekki af tímanum í innkaupin

Gætum kannski fengið okkur kaffi  saman  þegar ég skrepp í bæinn?

Líney, 3.11.2008 kl. 08:50

11 Smámynd: Sigríður Svala Hjaltadóttir

Veistu þú ert algjört KRÚTT.

og rosalega góð mamma heyrist mér á öllu. guð veri með ykkur

Sigríður Svala Hjaltadóttir, 3.11.2008 kl. 15:31

12 Smámynd: Aprílrós

Þóra, já ég skil, líka allt svo dýrt á svona stöðum þar sem er ekkert val mili verslana þannig séð. Skellirðu þér ekki bara á Egilsstaði að versla. ? ...

Líney mín, Mér líst vel á það að við fáum okkur kaffi saman.

Sigríður mín , Hjartans þakkir fyrir fallegt komment.

Aprílrós, 3.11.2008 kl. 18:14

13 Smámynd: Erna

Flott hjá ykkur vinkonunum að eiga svona fastan dag á ári hverju til að koma saman. Gaman að heyra að þið Gunna eruð vinkonur, ég gæti nú trúað að það sé mikið fjör hjá ykkur þegar þið tvær komið saman  Þið eruð frábærar. Heppin ertu að vera svona langt komin í jólagjafakaupum ég þarf að fara að huga að þessu, ætla alltaf að vera svo tímanlega með allt fyrir jólin en, enda svo með á síðustu stundu með allt  Knús

Erna, 3.11.2008 kl. 19:58

14 Smámynd: Aprílrós

Ó já Erna mín það er sko alltaf fjör hjá okkur Gunnu, við erum búnar að vera vinkonur frá þvi við kynntumst ´82-´83. Eruð þið líka vinkonur ? Ég á bara eftir að finna gjöf fyrir son minn, svo gefum við eina saman ég , sonurinn og dóttirin . Ég klára þetta um næstu mánaðarmót, nema gjöfina sem við gefum saman, hana verðum við að kaupa rétt fyrir jólin, er þannig gjöf.

Aprílrós, 3.11.2008 kl. 20:48

15 Smámynd: Erna

Við eru bara bloggvinkonur hef aldrei hitt hana, en eitthvað tengir okkur sem við vitum ekki hvað er. Kannski höfum við bara verið vinkonur í fyrra lífi og bloggið tengt okkur saman á ný

Erna, 3.11.2008 kl. 21:27

16 Smámynd: Aprílrós

já hver veit hehe.

Aprílrós, 3.11.2008 kl. 22:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband