Blinda prinsessan

Illa gengur að venjast gleraugunum nyju, rennur allt saman, en þrjóskan ég held áfram í þeirri trú að muni sjá að lokum, keyri eftir minni og mér til heppni þá veit ég hvað göturnar heita svo ekki þarf ég að lesa á skiltin sem ég náttlega ekki sé, svo ef þið sjáið Rav4 vafinn utan um staur þá er það líklegast ég því ekki veit ég hvenær þessum blessuðum staurum dettur í hug að planta sér niður hingað og þangað án þess að gera boð á undan sér. Smile

Eins ef það eru miklar prentvillur núna þá er það augnlækninum að kenna því hann lét mig fá þessi gleraugu sem ég sé ekkert með á lyklaborðið og ég er að reyna pikka á takkaborðið eftir minni.Smile

 Ekkert varð af stelpu/vinkonu kvöldinu í kvöld vegna þess að vinkona mín er lasin ( það verður bara seinna ), en í staðinn er ég að fara í vinaparty og út að dansa, ég hef mikla þörf fyrir að dansa og syngja og fæ mikla útrás í því.Smile

Pabbahelgi hjá deitinu mínu svo hann er bara að njóta sín með litlu kiðlingunum sínum fallegu.Heart

Eigið fallegt og ljúft kvöld elskurnar. Elskið friðinn og strjúkið á ykkur kviðinn . Tounge


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Óskars

Góða helgi og góða skemmtun í kvöld .

ég var búin að gleyma þessu: elskið friðinn og strjúkið á ykkur kviðinn - þetta er bara skemmtilegt

Sigrún Óskars, 8.11.2008 kl. 22:00

2 Smámynd: Aprílrós

Já vonandi, hef ekkert getað notað þau um helgina. Reyni við þau á morgun.

Takk fyrir innlitið Búkolla mín .

Aprílrós, 9.11.2008 kl. 23:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband