Tiltekt og gluggaljós

Þá er komið að smá tiltekt á heimilinu og setja ljós í glugga. Annars er ég búin að vera svaka löt í dag. Fór í bíó með stráknum mínum og hitti þar einn kiðling úr bekknum sem ég var með í fyrra.  Passaði papilon hvutta fyrir vinkonu mína, hún kom með hann í gær og sótti hann i dag, alveg frábær hvutti, hann vildi helst vera úti bara, var alltaf að biðja um að fara út að leika og uðvitað fór ég með hann út að leika, sá var nú ekki að láta snjó og kulda aftra sér. Kom með okkur í moggann í morgun kl 6 og naut sín á röltinu, skildi reyndar ekkert í því afhverju hann fór ekki inn þegar hann fór  upp að hverjum dyrum Smile

Dóttlan er hjá mér núna lasin, kvef og hósti og sitjum við í sinnhvorum sófanum með sinhvora tölvuna á hnjánum Smile 

 Var að spá í að taka mér smá hvíld en sé til hversu mikið ég get verið án ykkar. Ég er komin með tölvuleiða eiginlega þótt ég sitji núna með tölvuna á hnjánum,  ég kíki samt á póstinn og lít á ykkur í leiðinni. Smile

Hafið það sem allra best elskurnar.  Wink


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég sendi kærar kveðjur til þín, og hafðu það sem best líka En ekki missa þig í tölvunni. Gerðu eitthvað hressandi líka. Eins og.. ehh.. bora í nefið og svona Ekki gleyma litlu atriðinum skiluru. Það var pointið.

Daníel Þórhallsson (IP-tala skráð) 23.11.2008 kl. 01:30

2 Smámynd: Eyjólfur Sturlaugsson

Sæl

Vonandi færðu sem fyrst fulla heilsu á ný.  Góð tilbreyting frá blessaðri tölvunni að hlusta á rás 1.

kv.

Lói

Eyjólfur Sturlaugsson, 23.11.2008 kl. 21:19

3 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Hafðu það sem allra best mín kæra bloggvinkona.

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 23.11.2008 kl. 22:12

4 Smámynd: Ylfa Mist Helgadóttir

Það er notalegt að sitja saman, jafnvel þó það sé með sitthvora tölvuna í fanginu ;o)

Ylfa Mist Helgadóttir, 23.11.2008 kl. 22:16

5 Smámynd: Aprílrós

Já satt segirðu Lói, rás 1 er góð tilbreyting, skipti stundum yfir á hana, Sonur minn gerði mig alveg gapandi í sumar þegar við vorum á keyrslu og útilegum að hann skipti á gufuna og hlustuðum við á kvöldsgöguna, alveg var það brilljant gaman.

Lilja mín takk fyrir góðar kveðjur til mín.

já þetta var bara notalegt að hafa hana og sitja saman með sinhvorta tölvuna á sinhvorum lærunum hehe. Við nutum nærveru hvor annarra.

Aprílrós, 23.11.2008 kl. 22:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband