Gleðileg jól,Merry christmas,Feliz navidad,Wesołych świąt,Feliz natal,З Різдвом

Átti ég alveg yndislegt aðfangadagskvöld með Ingólfi yngsta syni mínum og dóttir minni Heiður Erlu. 

Var orðin frekar mikið þreytt í gærkvöldi að ég hafði mig ekki í miðnæturmessu kl 23:30 en það hef ég farið undanfarin ár,  var komin upp í rúm löngu fyrir þann tíma með bólgnar fætur og verki um allan líkama. 

Í dag hef eg ekkert gert nema kíkja til nágranna minna í kaffisopa til að vakna almennilega. Skellti hangikéti og sviðum á borð seinnipartinn í dag eða um kl 18 og söxuðum þvi í okkur og bragðaðist mjög vel þrátt fyrir að ég gleymdi að salta sviðin og kom mér á óvart hvað þau voru góð án salts.

Vinur Ingólfs gistir hjá okkur og eru þeir að spila núna á meðan þeir eru að bíða eftir mér til að spila Sequence spilið sem ekkert okkar kann, ég á víst að lesa leiðbeiningarnar.

Á morgun koma í mat Ingi minn annar tvíbbinn og kona hans Gunnfríður, þau voru í Borgarnesi hjá foreldrum hennar.

Vona ég að þið öll hafið haft það gott það sem komið er af jólahátíðinni og haldið áfram að hafa góða jólahátið. 

Jólahátðar faðmlag frá mér til ykkar  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Erna Sif Gunnarsdóttir

Gleðilega jól og farsælt komandi ár.Vonandi höfðu þið það sem allra best um jólin

Erna Sif Gunnarsdóttir, 26.12.2008 kl. 15:07

2 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Sigrún Jónsdóttir, 28.12.2008 kl. 14:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband