Jólaboð og vanlíðan

Jólaboð var í dag hjá foreldrum mínum á Akranesi, fórum við þangað ég og sonur minn yngsti og dóttlan kom með uppeftir en fór með stóra bróður heim.  Mætt var alle hele familjen nema annar sonur bróður míns og annar tvíbbinn minn sem er í Pollandi. Var þetta í sjálfu sér flott boð og mikið meðlæti.Smile

En í dag tók ég þá ákvörðun að tala ekki meira við systur mína og ekki reyna það meira,  ég ætla ekki leyfa henni meira né oftar að tala niður til mín með hræsni og niðurlægingu, hún hreytti í mig einu tveggja stafa orði í dag, "hæ" og var það eina sem hún sagði við mig að fyrra bragði. Ég var að reyna tala við hana og var mér svarað með hræsni. Ekki veit ég hvað ég hef gert henni hafi gert eitthvað en mig grunar að hún sé svona við mig og ganvart mér vegna þess að dóttlan mín var mjög erfiður unglingur og lenti í rugli sem betur fer varði ekki lengi, en eitthvað fór þetta fyrir brjóstið á systur minni því eftir þetta hefur dóttir hennar ekki mátt tala við mig í einrúmi né við dóttir mina, , framkoma systur minnar er eins og það se´mér að kenna að dóttlan mín lenti í rugli og ég lélégur uppalandi. Hún gleymir að koma í afmælisveislur sem henni er boðið í til sonar míns og afmæli mins og þegar hún kemur þá kemur hún 1-1 1/2 tíma síðar. Hún kemur ekki svona fram við dóttir mína og mín börn, við þau er hún frekar smeðjuleg, fyrgefið orðalagið. 

Þetta er erfitt og sárt og í dag fékk ég alveg yfir mig nóg og tók þessa ákvörðun., ég lét mig hverfa úr aðal samkvæminu og sat inni í herbergi og horfði á Ladda 6-tugur með krökkunum.

Æ varð bara að koma þessu frá mér því ég er að springa af vanlíðan yfir þessu og með tárin í augunum. Er alsekki að biðja um neina vorkun.

Þarf að gera margt á morgun, skipta dvd sem ég fékk í jólagjöf, galli í myndinni, og skreppa í keflavík í smá heimsókn, og hittingur annað kvöld með grúbbunni minni í 12 sporunum.

Guð veri með ykkur og varðveiti.;InLove 

 

  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Ágústa Einarsdóttir

Svona lagað er alltaf leiðinlegt...en hún á greinilega eitthvað erfitt með sjálfa sig og er í einhverjum vanlíðan og lætur það bitna á öðrum og oftast lendir það á sínum nánasta. Ég er sammála þér að vera ekkert að tala við hana í einhvern tíma. Því fyrir rest að þá sér hún að sér þegar henni er farið að líða betur. Ég er engin sálfræðingur en þetta er eitthvað sem mér finnst og hef fundið hjá henni þegar ég hef hitt hana.

Hafðu það gott Guðrún mín.

knús knús

þín vinkona Gunna.

Guðrún Ágústa Einarsdóttir, 29.12.2008 kl. 00:09

2 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Sigrún Jónsdóttir, 29.12.2008 kl. 00:41

3 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Mundu bara að þú ert flottust og bestust!  Og kannski öfundar systir þín þig vegna þess hversu vel þér hefur tekist til með börnin þín, að dóttir þín hafi hætt öllu rugli, og hve hamingjusöm þú ert.  Svo þú skalt bara vorkenna henni, og láta sem þú takir ekki eftir því ef hún er leiðinleg við þig. -  Gangi þér allt í haginn. Jólakveðja til þín. 

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 29.12.2008 kl. 01:06

4 Smámynd: Aprílrós

Takk elsjurnar mínar fyrir styrkinn sem þið gefið mér ;)

Aprílrós, 29.12.2008 kl. 08:20

5 Smámynd: Guðrún Þorleifs

Fæst orð bera minnsta ábyrgð, leyfðu tímanum að vinna með þér.

Mundu að þú velur hvað þér finnst. 

Lífið er stutt, njóttu þess

Kær kveðja frá Als

Guðrún Þorleifs, 29.12.2008 kl. 22:37

6 Smámynd: Líney

Æ  Risaknús  til þín mín kæra,kannast  því miður við svona  problems í fjölskyldunni, alltaf leiðinlegt að þurfa  að díla  við svona en  mér hefur veist langbest að ignora  svona fólk,veit að það er meira en að segja það sérstaklega þegar   þetta er mjög náið.

Líney, 29.12.2008 kl. 23:56

7 Smámynd: Sigríður Svala Hjaltadóttir

Krútta ekki taka systir þína nærri þér, hún er greinilega bara veik eða að kljást við minnimáttar kennd, auðvitað er þetta sárt og hundleiðinlegt en reyndu að spá ekki í hvað hún segir eða hvernig hún hegdar sér. Það er ekki við þig að sakast þó dóttir þín hafi farið aðeins útaf sporinu, Alkahólismi er sjúkdómur (fyrir þá sem ekki það vita) rétt eins og sykursýki eða eitthvað. Systir þín ætti frekar að líta á hana sem hetju (dóttir þín) fyrir að þora að taka á sjúkdómnum og ná bata, hún á hrós skilið fyrir það, þetta er ekki auðvelt að fást við og svo virðist sem mörgum gengur ekkert að kljást við bakkus. Ég sendi þér og dóttir þinni knús.

Þú veist vel að þessi hegðun hjá systir þinni segir ekkert um þig bara hana.

kv. einfarinn (afsakið ef ég var of hreinskilin eða dónaleg)

Sigríður Svala Hjaltadóttir, 30.12.2008 kl. 07:33

8 Smámynd: Margrét Ingibjörg Lindquist

Mig langaði að senda þér kveðju og ljós... Mund það ætíð að maður velur vini sína en ekki fjölskyldu... þetta er alldrey auðvelt trúðu mér en léttirinn þegar maður rís upp á afturfæturnar og setur mörkin er frábært... bin ther (skildi við föður minn fyrir 4 árum)

Knús og kossar..

Margrét Ingibjörg Lindquist, 30.12.2008 kl. 08:20

9 Smámynd: Aprílrós

Takk elskulegu kæru vinkonur, ef þið bara vissuð hvað þið eruð mér mikils virði og mikill styrkur frá ykkur.

Þið eruð avleg yndisleg/ar.

Aprílrós, 30.12.2008 kl. 12:21

10 identicon

Ásdís Emilía Björgvinsdóttir (IP-tala skráð) 30.12.2008 kl. 18:36

11 Smámynd: Erna Sif Gunnarsdóttir

 Æ þetta var ekki gott að heyra en ég er alveg sammála henni Sigríði hér að ofan.Vertu bara sterk og mundu þú ert stæri og betri manneskja,vildi bara senda smá yl og birtu sæta min  

Gleðilegt nýtt ár og vonandi nærðu að njóta kvöldsins á morgun   

KOSS OG KNÚS

Kveðja Erna Sif Gunnarsdóttir 

Erna Sif Gunnarsdóttir, 31.12.2008 kl. 02:24

12 Smámynd: Guðrún Ágústa Einarsdóttir

Gleðilegt ár elsku vinkona vona að þú og þínir eigið góð og ljúf áramót.

Sjáumst og heyrumst og skjáumst á nýja árinu.

knús og kossar.

Áramótakveðja. Gunna.

Guðrún Ágústa Einarsdóttir, 31.12.2008 kl. 03:12

13 Smámynd: Erna

Elsku Krútta mín, ég skil nú vel þessa ákvörðun þína eftir svona framkomu.

Ég óska þér gleðilegra áramóta og gæfu og gengi á nýju ári. Þakka bloggvináttuna á gamla árinu. kærleikskveðjur og áramótaknús

Erna, 31.12.2008 kl. 09:43

14 Smámynd: Aprílrós

Takk öll mín elskulegu vinir.

Aprílrós, 31.12.2008 kl. 10:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband