Þreyta

Jahérna hvað ég er greinilega mikið þreytt, búin ða sofa í allan dag. Var að byrja á vöðvaslakandi lyfi Amilini ( þunglyndislyf ) og ég bara sef og sef. Ég fékk það ekki vegna þunglyndis heldur gigt. Reyndar var eg bara að byrja á því í gærkvöldi og kanski er þetta bara byrjunin svona, kemur í ljós Wink

Eins og sést þá var slökun hér í dag og það alsherjar slökun, vöknuðum um hádegi og ég gafst upp og lagði mig aftur milli 15:30 og 16:00. og vaknaði korter í 18:00. Svefndagur bara Cool fórum líka seint að sofa, bíóið var ekki búið fyren um miðnætti Smile

Skellti reyktu folaldakjöti í pott í kvöldmatinn, mmmmm hlakka til að borða Cool.

Sólin hefur komið af og til í dag, en það er alltaf vindur og hálf kalt. Sumarið er ekki orðið almennilega hlítt finst mér, ég er orðin eitthvað svo kulvís, veit ekki hvað veldur því eiginlega. Ég er alltaf kappklædd meða aðrir eru hálf berir Cool

Læt þetta duga að sinni, eigið gott kvöld hvar sem þið eruð og hvað sem þið eruð að gera, farið bara varlega kæru vinir InLove 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Finnur Bárðarson

Amilin er þrautreynt lyf, sérstaklega við gigtarsjúkdóma með verkjum. Þraukaðu og gangi þér vel. Oft notað sem svefnlyf.

Kveðja

Finnur

Finnur Bárðarson, 31.5.2009 kl. 18:41

2 Smámynd: Aprílrós

Takk Finnur ;)

Aprílrós, 31.5.2009 kl. 19:26

3 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Þekki þetta með kuldann, ég,  manneskjan sem var aldrei kalt, tók allt í einu upp á því að vera alltaf kalt. 

Þá kom í ljós að ég er með vanvirkan skjaldkirtil, lífið mitt gjörbreyttist eftir þá vitneskju. 

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 1.6.2009 kl. 14:01

4 Smámynd: Aprílrós

nú var tekið skjaldkirtilspróf lika í blóðprufunni, allt tekið í test sem hægt var að taka, er held ég búin að fara í 2 ef ekki 3 solleis prufur í vetur og öllum prufum kemur fram að skjaldkyrtillinn virkar eing og hann á að virka.

Ég bara klæði mig betur og meira ;) og hætti að væla ;) en æ stundum verður maður að tala sig frá þessu og eða skrifa eins og ég er að gera ;) frosin á puttunum ;)

Góða nótt dúllurnar ;)

Aprílrós, 1.6.2009 kl. 23:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband