Jæja góða fólk

langt er síðan ég bloggaði, varla að eg kunni það, en jú jú rifjast upp. Eitt og annað hefur á mína daga drifið frá því síðast. Í haust þá féll ég niður andlega og sem betur fer þá var ég meðvituð um það og dreif mig til doksa. Ég hafði allt á hornum mér, allt ömurlegt og ómögulegt og held að það hafi ekki farið framhjá neinum hvað var í gangi. En ég áttaði mig ekki á þvi fyren pabbi fékk alvarlegt hjarta áfall að ég gerði mer grein fyrir hvernig ég var, það var þá sem ég féll saman. En sem betur fer fór allt á góðan veg. Ég ákvað að breyta algerlega um karakter á sjálfinu Smile, breytti fatastíl einnig og í dag líður mér miklu betur en í leiðinni er ég að glíma við óttann sem náði stjórninni á mér um tíma, en nú er sjálfið að ná tökunum á óttanum enda hef ég fengið mikla hjálp í því frá góðum vinum mínum og einnig sjálfri mér. 

Eignaðist ömmuling nr 2 núna 7 nóvember ( strák ) en sá eldri fæddist 11 júní, bara yndislegt þótt ég sjái þann síðari ekki fyren í sumar því þau búa úti í DK.  Eignaðist einnig 2 litla hunda alveg óvænt og það er bara yndislegt, skemmtilegir gleðigjafar og karakterar ( tjúa stelpa í xs stærð 3,10 ára og terrier strák 6 mánaða ). 

Dóttirin að flytja heim núna á morgun 1 des til júlí eða ágúst, en þá ætlar hún sér að fara til Noregs ( Þrándheim ) í skóla að læra myndahönnun eða eitthvað solleis, hún þarf að redda sér góðri myndavél víst í þetta nám. Allt er á öðrum endanum því náttlega varð ég að taka auka herbergið í gegn svo hún fái nú smá prívat place þótt það sé hurðarlaust, en aldrei að vita nema mér áskotnist hurð.  

Jólin eru í nánd og aldrei slíku vant þá hef ég ekki fengið þetta jólastress eins og ég hef alltaf fengið 2 mán fyrir jól Wink því ég veit að allt reddast skömmu fyrir jól, og þótt ég verði ekki búin að baka eina köku þá koma jólin fyrir því, enda ekkert mál að skreppa í bleika svínið og baka ca 2-4 botna hehe og hnoða í 2-3 smáköku sortir. Aðal málið er bara það að hafa gott að borða og nóg InLove

Fer á námskeið í janúar í sjálfstyrkingu sem er í 5 vikur og þá tekur við bókhalds námskeið og stefnan er tekin á skóla í ágúst að læra bókhald svo eins og þið sjáið þá er margt í gangi, enda kominn tími á sjálfa mig, og jafnvel að fara gera eitthvað allt annað en það sem ég hef verið að vinna við. 

Læt þetta duga í bili enda kominn svefntími Sleeping góða nótt kæru vinir og fallega drauma Sleeping


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Óskars

Dugleg ertu - að drífa þig til læknis og sækja aðstoð. Ég held að það þurfi hellings átak að "taka sér tak" eins og þú hefur gert.

Sniðugt að fara á sjálfstyrkingarnámskeið - sjálfstyrking er eitthvað sem maður þarf alltaf á að halda.

Þú ert dugleg kona og það er gott að hafa þig sem bloggvin  og facebook vin. Gangi þér vel  

Sigrún Óskars, 1.12.2009 kl. 20:56

2 Smámynd: Aprílrós

Takk Sigrún mín, já hellingur að gerast, og ráðgjafinn minn er virkilega ánægð með mig. og ég náttlega lika ;)

Aprílrós, 1.12.2009 kl. 23:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband