Hugrenningar á krossgötum

Ég er eitthvað svo týnd, veit ekkert hvað ég á að gera né í hvorn fótinn ég á að stíga Blush. Er með svo mikinn kvíða fyrir morgundeginum og dögunum sem koma þar á eftir Crying. Mest langar mig til að hætta vinna og fara í skóla, núna finst mér ég vera í svo mikillri þörf fyrir að fara læra, en læra hvað ? veit ekki einu sinni hvað mig langar að læra Woundering, jú langar að læra nudd en veit ekki hvort ég hafi líkama í það að vinna við það. Langar lika að læra rafeindavirkjun og eins með það veit ekki hvort ég hafi líkama í að vinna við það. Langar líka að fara á trukkanámskeið og vinnuvélanámskeið, finst svo gaman að glíma við stór tæki, hef fengið þessa bakteríu í mig í sveitinni í uppvextinum sennilega Cool. Já komið slatti af námsefni að velja úr svosem en held að byrjunin sé að fara í skóla á grunnbraut og læra það sem unglingarnir eru að læra í dag Smile 

En margt er að skoða, spá og spekulegra í öllu þessu, ekki er nóg bara að ákveða að hætta vinna og skella sér í skóla, það þarf að hugsa út í hvernig ég ætla að fjármagna skólann, framfleyta heimilinu, syninum, hvar fæ ég laun , allt orðið svo dýrt og ekkert hægt að leyfa sér, ekki einu sinni að vera veik.  

Stend bara á krossgötum Pinch


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

www.keilir.net

:) kv Dóra

Dóra litla (IP-tala skráð) 18.9.2009 kl. 00:10

2 Smámynd: Kristín Jóhannesdóttir

Þú getur farið til námsráðgjafa og hann hjálpað þér að finna hvar þitt áhugasvið liggur. Var á svoleiðis um daginn sem var bara gaman. Ég fór reyndar af þvi  ég er atvinnulaus en mjög áhugavert hvað kom út úr því :)

Kristín Jóhannesdóttir, 20.9.2009 kl. 10:17

3 Smámynd: Sigrún Óskars

Æ það er ekki gott að vera kvíðin.  það er margt í boði að læra....... svæðanudd þarf ekki að vera líkamlega erfitt.

svo að lokum - þegar maður lokar einni hurð þá opnast önnur

Gangi þér vel

Sigrún Óskars, 20.9.2009 kl. 16:57

4 Smámynd: Aprílrós

Takk stelpur, já ég ætla spjalla við námsráðgjafa.

Aprílrós, 21.9.2009 kl. 23:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband