Færsluflokkur: Bloggar

Rættist úr veðri

Úff rigning kl 5:30 í morgun þegar við Ingólfur minn skokkuðum með moggann. Ég lagði mig reyndar aftur eftir klukkutímann, vaknaði rétt fyrir kl 10 og þá var Ingólfur sofandi í sófanum, en hann ætlaði að vaka þangað til við færum út í Viðey. Dóttir mín kom í nótt og skreið uppí til mömmu sinnar, hún kom líka út í Viðey. Viðeyjar ferðin var í boði kvenfélagi slysarvarnarfélagsins. Það var boðið uppá kaffisopa á meðan hitað var upp í grillinu og krakkarnir fóru í snúsnú og eða fóru í fjöruna, voða sport.  Grillaðar voru pulsur/pylsur, lambakjöt og folaldakjöt, bara gott. Farið var með krakkana í siglingu í björgunarbátunum tveimur sem voru í fylgd og svo var bara farið aftur heim.  

Við þrjú fórum í kolaportið, vorum bara að rölta um, skoða, sína okkur og sjá aðra Smile Svo langt síðan ég hef farið í kolaportið, ekkert síðan í des minnir mig.  

Við Ingólfur leigðum okkur mynd og höfðum það kósý.

Afslöppun á morgun sunnudag.

Góðar stundir allir og allar InLove 


Framtíðarsýn ;)

Frí frá vinnu hjá mér í dag, sumir þurfa að vinna þessa hátíðsdaga Wink. Vinkona mín ein kíkti til mín, og að sjálfsögðu helti ég uppá, notaði tækifærið og hvolfdi bolla til að biðja hana að lesa úr Smile. Hún þurfti hins vegar að rjúka fljótlega til að skutla stráknum sínum á fótboltaleik, þannig að hún tók bollan með sér líka vegna þess að hún var ekki með gleraugun með sér, en það sem hún sá svona gleraugnalaust var heljar miklar breytingar Tounge.  Þannig að ég skellti mér til hennar þegar hún var komin heim og hún búin að stúdera svolítið í bollanum, Jú jú heilmiklar breytingar og mikið að ske Grin. Vinna í sumar eitthvað og ferðalög og útilegur, vá ég sá mig í anda ekki stoppa hreinlega og bara ofvirk á fleigiferð LoL. Jú jú vinna í sumar ( sumarvinna ), vinna í haust í afleysingu fram að jólafríi og svo eftir næstu áramót framtíðar vinna sem ég virkilega langar að vinna við ( bara ef ég vissi hvað það er, þá væri ég afskaplega glöð ) LoL. Já og svo þessi blessaði maður, dökkur, hár og myndó hann er enn í bollanum með unglingana sína tvo, hann hlítur að vera orðinn þreyttur að hanga svona í bollanum, svo hann á að fara stíga eða hoppa úr bollanum, ég mun sjá hann og hitta í útilegu og ég á að vita hver þetta er, hún segir að ég þekki hann frá árum áður, við höfum aldrei verið saman, og við byrjum ekki saman fyren undir haustið segir hún, þangað til sé bara hittingur, og síðan sé ekki aftur snúið. Hann sé yndislegur maður, ekkert vesen á honum. Gæti verið skólabróðir minn þessvegan, mæ God LoL, þarf að fara vestur að Laugum og skoða skólamyndirnar sem hanga uppi á veggjum þar og skoða hehehe. Svo það er eins gott að fara drífa sig af stað og líta í kringum sig á útilegu svæðunm hehe , LoL enda er hvítasunnan um mánaðarmótin svo fínt að byrja þá ef veðurspá er góð Tounge. Ég allavega sé ekki fyrir mér neinn sem ég þekki mér við hlið, en aldrei að segja aldrei svo mikið er víst LoL

Svo eru líka svo miklar breytingar í mínu lífi, allt svo jákvætt og skemmtilegt, hreinsun hreinlega frá a-ö.  

Í allri kreppunni á að  þykknar í buddunni í þessari sumarvinnu og einnig í haust og eftir næstu áramót í framtíðar vinnunni. 

Hlakka til  framtíðarinnar bara með alla þessa ást, gleði og gamanið HeartHeartHeart

Eigið yndislega daga, það ætla ég að gera og njóta HeartInLove 


Sumarið

loksins komið.

Oh hvað ég ætla að fara í Nauthólmsvík á fimmtudaginn ef sumarið verður ennþá, fara á ströndina Smile

Ég er að fara að labba í dag í Straumsvík, bara nice og æðislegt. Nota veðrið til útiveru. Ég labba reyndar á hverjum morgni uppúr kl 6 og fer svo í laugina uppúr kl 6:30, bara ekkert annað en nice, hressir mann fyrir daginn. Smile

Eigið yndislegan sólardag dúllurnar ;)


Jey Jey

búin að fá garnið sem ég er búin að vera leita að alla vikuna Smile, fann það í Mólí í Hamraborg. Afhverju datt mér ekki í hug að kíkja í Hamraborgina ? Woundering Og vegna ég var að glápa í kringum mig í Hamraborginni  á meðan ég var að keyra þá var ég næstum búin að keyra niður mann á gangbrautinni Pinch, munaði hársbreidd. Ein upptekin af sjálfri sér ha ! Ég verð semsagt ekki mikið við tölvuna því ég ætla að keppa við tímann, svo þið vitið hvað ég er að gera í fjarverunni Grin

Eigið skemmtilegt Idol kvöld og eurokvöld annað kvöld,. Ég missi af keppninni en ætla að taka hana upp því mig langar að sjá hana þótt ég verði búin að vita útslitin. 

Góða helgi allir og njótið veðursins í botn Cool 


Isbjörninn blekking

Mér finst þetta mjög alvarlegt mál ! Hvað voru þessir menn eiginlega að hugsa ?   Það á að skikka þessa tvo menn til að borga allan brúsann. 

Peningarnir eru samt minsta málið í þessu, heldur ábyrgðarleysið og hugsunarleysið í þessum tveimur mönnum að ljúga til um Ísbjörninn.  


mbl.is Ísbjörninn blekking
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

blogg-gleymska ;)

Mikið er langt síðan ég hef bloggað hérna, eða mér finst það. Fésið er búið að taka yfirráð hreinlega, en uðvitað er það ég sem ræð hehe, og uðvitað gleymi ég mér bara á Fésinu algerlega.  Það ræður enginn  né ekkert yfir mér nema ég leyfi það og það er ég nákvæmlega að gera núna. Wink

En hvað um það, búið að vera soldið karlastand á mér undanfarið,  en það er búið í bili, alltaf eitthað rugl og bull með þá svo ég sagði bara nei nei nei.  Það er eins og ég finni ekki almennilegan kk, ég er farin að halda að það sé enginn eftir þannig Errm.

En ok ég held bara áfram með mitt líf, ekkert annað í boði en að gera það. Styttist í sumarið og ferðalögin, oh hvað mig hlakkar til, sæki tjaldvagninn bráðum í geymsluna. Smile þá nenni ég ekki að vera hugsa um karlmenn, bara ferðast með syninum og vinkonum og njóta dýrðarinnar og náttúrarinnar og samverunnar með öllum . 

Sonur minn var að spila í fótboltakeppni í dag, sem er af hinu góða, en óheppinn eina ferðina enn, hann dettur og hendin einhvern vegin undir hann og hann meiðir sig og þumalfingurinn byrjar að bólgna og bólgna. Ég sæki hann og fer með hann beint á slysó og hann myndaður og jú jú krumpubrot er þetta kallað þeger beinið krumpast saman án þess að brotna í sundur.  Gifs takk í 2 vikur og aftur þá í myndatöku og skoðun. Það á að fyljgast með þessu , af fyrri færslum sjá þeir að hann hefur mátt ýmislegt þola elsku drengurinn, fasta gestur hjá þeim á slysó hehe ;) og gengið misvel í þessari beina barátti ;) Wink En hann  er eins og mamma sín, heldur ótrauður áfram Wink ekkert annað í boði.  

Stutt eftir af vinnunni í vor, bara  4,5 vika eftir með krökkunum og svo 3 dagar í fragang ;) JIBBY JIBBY JIBBY JEY

Eigið góðar stundir elskurnar, Verum góð við hvert annað ;) 


Gleðilegt sumar

allir mínir elskulegir vinir og  skyldmenni. 

Samkvæmt prófi þá fraus saman vetur og sumar sem þíðir að þá sé sumarið gott.  Vona svo sannarlega að þetta sé rétt og það verði hlýtt líka.Tounge

Í dag er starfsdagur í vinnunni en ég lét mig vanta í dag, bakið ekki uppá sitt besta og hefur ekki verið undanfarna daga. Pinch  

Styttist í að ég nái í tjaldvagninn minn, en hann er í geymslu í borgarfirðinum, sæki hann um mánaðarmótin, svo eftir sumarvinnu sonarins þá verður farið af stað í ferðalag og stefnan tekin á vestfirði ;) Svo langt síðan ég hef ferðast þar til að skoða  Smile Margt breyst síðan Kissing.

Kosning framundan og ekki veit ég hvað ég ætla að kjósa, ætli eg geri þetta ekki bara blindandi og brjóti  saman  svo ég sjái ekki hvert x-ið fór Grin

Eigið góðan dag elskulega fólk og Góða og skemmtilega helgi Cool 


Páskar

Gleðilega hátíð Tounge. Alveg er þetta búinn að vera yndislegur tími þetta páskafrí frá upphafi til enda, það endar á miðvikudaginn, þá byrar vinnan aftur hjá mér og skólarnir byrja.  

Verð að fara sparka rækilega í aftur endann á mer og fara að labba og synda, komin með harðsperrur í magann af ofáti, kemst ekki lengur í fötin mín, ætla mer ekki í stærri föt svo nú skal harkan taka við.  

 Eigið góðan og yndislegan annan páskadag.  InLove 


Fleyri myndir úr fermingunni ;)

CIMG0078 CIMG0080 CIMG0084 CIMG0085 CIMG0091 CIMG0088 CIMG0089 

Fermingin

CIMG0021  Ingóflur minn.CIMG0037

 beðið eftir veislunni, Bergur ( annar tvíbbinn ) mamma og Heiður dóttlan mín..  

CIMG0070 

 


                                                          

Tertan.   


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband