Ævintýri eða ævintýraþrá

Af einstakri heppni fékk ég gefins leður hornsófa en varð að sækja hann í sumarbústað í Munaðarnes, og reddaði ég kerru og alles og spurði pabba hvort hann treysti sér að koma með mér og hjálpa mér, jú hann gerði það 82 ára gamall maðurinn. Þegar við komum á staðinn þurftum við að byrja á því að klifra upp í bústaðinn því það var búið að rífa allt frá og utan af honum því það á að flytja húsið burt. Burðuðumst við með sófana ( hornsófi ) niður í kerru  og hélt ég á tímabili að eg væri að ganga frá gamla manninum, ég var farin að hafa áhyggjru af honum bara, en þetta hafðist allt saman í kuldanum. Ég sagði gamla manninum að fara í heita sturtu þegar heim væri komið , oh  hann hélt nú ekki sko. 

Það var komið leiðindarveður þegar heim var haldið, en við sluppum til Akraness og bakkaði ég kerrunni inn í skúr hjá pabba og þar er hún þangað til veður lagast.  Ég dreif mig heim til rvíkur áður en veður versnaði enn meir, fékk smá roku á mig í Kollafirðinum , alveg nóg til að gera mér skelk í bringu.  

Ég er nefninlega orðin smá veðurhrædd nú í seinni tíð, en hins vegar kalla ég þetta ekki veður smá rokbelgingur. Veðrið á Hellisheiði var alvöru  veður, blind þreifandi bilur, rok, ófærð og alles þannig að allt var stopp, snjóruðningtæki og alles.  Ég er nefninlega þrátt fyrir alla veðurhræðslu og bílhræðslu, er ég með ævintýraþrá, til í að skella mér út í óvissuna stundum.  Serstaklega á góðum jeppa og ég keyri Tounge 

Nú er ég á leið í Smáralindina að hitta eina bloggvinkonu mína sem er lika vinkona mín orðin fyrir utan bloggið .

Eigðið góða helgi esskurnar InLove 


Ofvirk og afmæli

Sonur minn hann Ingólfur stælgæi er 14 ára í dag, til hamingju með afmælið sonur sæll . Hann er kominn í mútur  og hefur alveg hræðilega rödd, hann hefur visky rödd , fer í mínar fínu, en þetta er hans rödd bara og ekki er það honum að kenna þessari elsku að röddin sé sona.  En En En 

nú held ég að ofvirknin sé að fara með mig Wink, lá veik heima í dag Sick en í kvöld tók ég herbergið mitt í gegn og breytti og betrumbætti eins og veislugestir myndu vera í mínu herbergi á sjálfan veisludaginn 5 apríl, en það er ekki ætlunin að leyfa þeim að leggja sig nema þá helst henni móður minni ef hún verður þreytt. Ég hef áður lánað henni rúmið mitt til að hvílast. InLove  Já já það er allt á fullu hjá mér, ekki svo mikið eftir þannig séð, en það tínist alltaf eitthvað til til að gera eitthvða og betrumbæta.GetLost

Það er allt komið , gestabók, sálmabók, kerti, fæ skreytingar og dúka lánaða, búin að redda matnum , tertunni, og kransakökunni. Nú ef eitthvað klikkar þá á ég kaffi og mola Tounge og get boðið uppá molasopa og mjólkurkex Grin því það á ég alltaf til.   En þetta reddast allt saman.  Það gerir það alltaf . Ég verð frekar ofvirk þessa dagana áður og verð ekki sú skemmtilegasta kanski heyrist mér á unglingnum. Pinch

 Góða nótt elskurnar og ljúfustu drauma.   

Mér þykir alveg óendanlega vænt um ykkur hérna. InLove 


styttist óðum

í 5 april, en já sá dagur er stór dagur í huga margra og í mínum strák er hann stór dagur. Hann kvíðir örlítið fyrir þessari elsku minni, ja gleymdi að segja hvað væri að gerast þennan dag, en það er merkisdagur í lífi hans sonar míns, og það er fermingin hans. Fermist kl 14 í Fella og Hólakirkju.  Veislan verður heima, þjappa öllum saman bara þá grúbbar fólkið sig síður saman,  Ég er alveg á miljón þessa dagana að taka til og þrífa. Búið að mála það sem átti að mála, rest þríf ég Tounge. Skúra skrúbba og bóna bara. Já þetta gengur mjög vel Tounge

Þetta styttist hratt , og það minnkar líka hjá mér og á endanum verður allt komið í fanta fínt form og skipulag svo ég þarf ekkert að óttast. InLove Lét sauma á mig kjól um daginn og ég keypti mér annan kjól núna á mánudaginn sl, keypti mér skó um daginn alveg mega flotta og svo þægilegir. 

Ekkert að gerast í karlamálunum að svo stöddu enda enginn tími í slíkt. Ég hugsa að hann birtist þegar hann á að birtast  InLove

 Læt þetta smáræði duga að sinni, var bara smá útblástur hjá mér Whistling

Eigið góðan dag esskurnar og verið góð við hvert annað, það ætla ég að gera. Heart 


Feis

Hæ hæ everyone Tounge

hjá mér er það eins og fleyrum að fésbókin tekur allan minn toll, og Tagged slatta. 

Í gær skipti ég um ljós í eldhúskróknum hjá mér, tók niður það gamla og tengdi nýtt, og það kviknaði ljós aftur Halo, eg bjó með rafvirkja hér áður fyr og þá sá ég um rafmagnið á heimilinu, var að rifja upp í gær Happy

Hjá mér er bara undirbúningur fyrir fermingu, komin með allt sem þarf fyrir fermingardrenginn, svo nú er bara eftir að mála smá og skipuleggja Tounge

Er að taka til og koma bókum í geymslu og henda lika ( ekki bókunum samt ), alveg makalaust hvað safnast í kringum mann. Ætla nefninlega að losa mig við 1-2 hillur sem safna bara drasli og þá fæ ég líka meira pláss fyrir veislugestina. Tounge 

Í kvöld fæ ég mann til að eitra hjá mér því ég er komin með ógeð á lífinu í kringum mig þó sérstaklega í þvottahúsinu Pinch hins vega finnist mér alveg frábært að hafa líf í kringum mig annars.

Annars gengur allt bara sinn vana gang, vinna , feis,Tagged, taka til, borða, sofa. Enginn hár, dökkhærður og myndarlegur að trufla mig nema í huga og hjarta mér. Heart

Eigið ljúfan dag elskurnar, ef þið viljið þá er ég eins og flestir aðrir á feis og til að finna mig er það krutt-ina@hotmail.com.  Tounge

Já vel á minst, sonurinn er kominn með aðstoðina í skólanum í sérdeildinni. Heart

Verið góð við hvert annað. Knús til ykkar allra elsku vinir. InLove 

 


smá tjáning

Í gærmorgun fór ég veik heim úr vinninni, fór reyndar veik í vinnuna, var netlaus allan gærdaginn, bilun i breiðholtsstöðinni, svo ég notaði tímann og skrifaði á umslögin fyrir boðskortin, en meira gerði ég nú ekki þann daginn. Hendi þessu i póst á morgun ef ég verð rólfær.  En ég er með hálsbólgu og kvef, ekki hita en liður eins samt. Sick  

Í dag er ég búin að vera í rúminu, voða gaman eða þannig  GetLost 

 Hún Hici min dó í dag í lófa mínum, Hici er páfagaukur ( gári ) var orðin 8 ára. Hún var spræk í morgun, um hálf 4 kom ég að henni í einu horni í búrinu þá var hún búin að koma ser þar fyrir, var vappandi og skríkjandi þangað til. Litla skinnið .  Frown En henni líður vel núna. 

Nóg í bili, Kveðja : aprílrósin Krútta 

 

  


Fermingar undirbúningur

Halló kæru vinir. Jæja þá er

ég  nánast búin að redda öllu fyrir fermingardaginn, á bara eftir að kaupa sálmabókina og gestabókina. Allt annað er komið. Mála einn vegg í næsta mánuði, og þrífa restina. Ná í borð upp í Borgarnes eða Akranes lika í næsta mánuði, hef veisluna heima. Gott að vera búin að þessu í tíma og það góðum tíma.

Á föstudaginn 13 er fermingarmyndataka af fermingar drengnum.

Búin að setja upp gardínubrautina fyrir hinn stofugluggann, og var að fá gardínur í dag, .þarf að stitta þær en það er nú ekki svo mikið mál, þá er eins fyrir báða gluggana.

Var í foreldra viðtali í morgun, sem gekk vel, kennarinn sagði mér að þrysta á að drengurinn færi inn í sérdeildina í aðstoð, hann sagðist hafa talað við sérkennarann fyrir fundinn en ekki fengið nein svör. Hann vill prufa að taka hann með í næsta kafla í stærðfræðinni, sagði að það væri kafli sem hann ætti að geta sinnt drengnum aðeins í einstaklings útskyringu en það kemr bara í ljós hvernig það fer og gengur, um að gera prufa og láta reyna á það. Sonurinn var kominn með léttari stærðfræði og fékk 8,3 í því í skyndiprófi og þvílík upplifun hjá honum og gleði. Að fá sona hátt styrkti hann alveg helling. Stórt stökk úr 2 upp í 8,3. Heart

Annað gengur bara sinn vanagang, vinna , borða ( má varla vera að því ) , deita , sofa InLove

Elskið hvert annað og mig líka Heart, ég elska ykkur öll  InLove 


Verslunarleiðangur

Fór með soninn í Kringluna í dag, ætlaði að finna skirtu, bindi og skó sem ég og gerði, ætlaði bara að kaupa þetta fyrir ferminguna, en labbaði út með að auki gallabuxur, belti, skó og jakkapeysu úr Jack & Jones. Strákurinn alveg himinlifandi með þetta allt saman, ég hendist svo á morgun að klára spariskókaupin ,það var enginn í skódeildinni í Hagkaup þegar við komum þangað aftur og strákurinn orðinn uppgefin og farinn að verkja í brotinu, ég var sem betur fer með verkjó í veskinu. Ég er að drífa í þessu núna að klára fermingarfötin vegna þess að fermingarmyndataka verður 13 feb, enda er líka gott að vera búin að þessu. Þá á ég bara eftir að fá sálmabókina og dúka á borðin og smá punt á borðin. Er að reyna fá dóttir mína að klára að hanna boðskortið almennilega en ég sé ekki fram á annað en ég þurfi að fara með það bara til að láta gera þau því hún er að slóra með þetta stelpan  Smile en allt tekst þetta á endanum Tounge

Guð veri með ykkur, sendi ljós og kærleik til ykkar allra InLove


Hái dökkhærði, vinnan, launamál,sonurinn og fuglinn.;)

Best að byrja á fuglinum Smile þá er hann orðinn eldsprækur með fótinn, nagaði spelkuna af sér og var alveg orðinn brjálaður á þessu drasli, hann var nkl 2 vikur að naga af sér, ég fór ekkert með hann i rönken á föstudaginn var eins og ég átti að gera, sá enga ástæðu til þess þar sem hann er orðinn eðlilegur þessi ltla elska mín. Wink

Þá er það sonurinn Smile hann er allur að koma til, farinn að geta lyft hendinni upp en verður að gera það rólega samt og hann hefur ekki mikinn mátt í hendinni , ef hann tekur á þá verkjar honum, En já svo til að allir skilji hvað um er rætt þá viðbeinsbrotnaði hann sunnudaginn 18 janúar á snjóbretti. og viðbeinsbrotnaði hægra meginn og hann er rétthentur hann elsku sonur minn Wink 

Ég var heima hjá honum í 4 daga til að aðstoða hann með það sem hann gat ekki sem eiginleg var flest, ég hef held ég ekki séð hann svona kvalinn af verkjum fyr. En skólastjórinn sem ég vinn hjá skildi það ekki og kom með reglugerðir og bla bla bla um að það eru ákveðnir dagar á ári fyrir börn til 12 ára aldurs.  Hvað átti ég að skilja son minn eftir heima ósjálfbjarga ? ég bara spyr, ?  Svo hann dró þessa 4 daga af mér.  Mér finst þetta siðleysa og virðingaleysi. Ég er ein og stend ein , hef engan í kringum mig.  Skólinn er í mínus svo þá er um að gera taka laun af manni fyrir að hjálpa ósjálfbjarga barni sínu. Angry til að spara í skólanum .Angry

 Svo í þokkabót þá kom hann með einhverja útreiknigna á starfi mínu en ég var að minka við mig starfið  þannig að tvo daga vinn ég til kl 14, einn dag til kl 15, tvo daga til kl 14:40 og var eina viku í jan að vinna til 15:30, hann reiknaði þetta á tímakaupi, mánaðarlaunum og það á laununum fyrir hækkun.  

Ég var buin að fara með alla mína launaseðla í starfsmannafélagið og fór yfir allt með honum þar og þar vantaði eitt og annað inná launin, en ekki vildi stúlkan viðurkenna það. svo þegar þessi frá skólastjóranum sjálfum þá bara féllust mér hendur, þá hætti ég að skilja og reyni ekki að skiljá þessa þvælu, þetta er komið út í endalausa vitleysu, Ég verð að biðja þá í starfsmannafélaginu að sjá um þetta fyrir mig, ég get það ekki ein, kanski verð ég að fá mér endurskoðanda bara i þetta. .

Allavega er ég orðin uppgefin þarna á þessum stað, endalaust vitlaus laun. 

Og hái dökkhærði myndarlegi er ákveðinn í því að segja nei við mig.  Sendi honum  bréf til hans og tjáði mig , þakkaði svo fyrir mig og sagðí bless. En hann var samt svo góður við mig að gefa mér bjór á laugardaginn var á pöbbnum, en hann var að vinna þá InLove 

Jæja þetta var smá púst úff Pinch

góða nóttina og ljúfa drauma Sleeping 


Sjúklingunum

líður þokkalega nema sá viðbeinsbrotni getur ekki bjargað sér alveg sjálfur í öllu, enda ekki skrítið, svo ég verð heima á morgun líka til að redda honum í vissum verkum Blush og láta hann æfa sig. En svo fer ég sjálf að vinna á miðvikudaginn, ætlast þá til að hann geti hjálpað sér sjálfur þá. Ætla sækja námsgögn í skólann fyrir hann til að læra heima út vikuna. 

Sá fótbrotni sem ekki er lengur fótbrotinn er farinn að stíga í fótinn og alles, hann er frekar pirraður bara útaf spelkunni sem er bara heftiplástur en hann er að verða búinn að naga hann af, svo ég ætla að hringja á morgun og tala við dýra uppá hvort hann þurfi að koma í rönken á föstudaginn, verður kosem ekkert gert þótt eitthvað hafi gróið skakt, en mér synist að fóturinn sé beinn.  

Hafið það gott elskurnar Tounge 


Fokking Fokk

sagði sonur minn á slysó, ég er alltaf að meða mig. Datt á snjóbretti í dag og rak upp öskur og gat ekki hreyft vinstri hendi né öxl. Hringt var í mig og ég þaut í hvínandi kvelli að ná í hann og niður á slysó og fórum inn með það sama, honum gefið verkjó og morfín ( mér er meinilla við morfín ). Myndataka og í ljós kom viðbeinsbrot og við þvi er bara fatli. Annað kom í  ljós í myndatökunni að stráski minn er með 2 auka bein í hryggnum, tvö efstu beinin. Einn af þeim örfáu sem eru með auka bein. 

Þarna í brekkunni voru yndælis hjón með börnin sín að leika og voru þau næst stráknum mínum þegar hann datt og meiddi sig, þau tóku hann að sér og inn í bílinn og hlúðu að honum þangað til eg kom, Guð mér fanst ég svo lengi á leiðinni, fanst ég aldei ætla að komast á leiðarenda, samt er þetta ekki nema 3 míkn keyrsla heiman frá mér, og fanst mér ég vera svo lengi á leiðinni á slysó líka.,.

Ég lét hjónin vita hvað hefði verið að , þau báðu um það sem ég náttúrulega skil.

En mikið ofboðslega var læknirinn sætur,Heart  og myndarlegur, hár, grannur og pínu dökkhærður InLove 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband