blogg-gleymska ;)

Mikið er langt síðan ég hef bloggað hérna, eða mér finst það. Fésið er búið að taka yfirráð hreinlega, en uðvitað er það ég sem ræð hehe, og uðvitað gleymi ég mér bara á Fésinu algerlega.  Það ræður enginn  né ekkert yfir mér nema ég leyfi það og það er ég nákvæmlega að gera núna. Wink

En hvað um það, búið að vera soldið karlastand á mér undanfarið,  en það er búið í bili, alltaf eitthað rugl og bull með þá svo ég sagði bara nei nei nei.  Það er eins og ég finni ekki almennilegan kk, ég er farin að halda að það sé enginn eftir þannig Errm.

En ok ég held bara áfram með mitt líf, ekkert annað í boði en að gera það. Styttist í sumarið og ferðalögin, oh hvað mig hlakkar til, sæki tjaldvagninn bráðum í geymsluna. Smile þá nenni ég ekki að vera hugsa um karlmenn, bara ferðast með syninum og vinkonum og njóta dýrðarinnar og náttúrarinnar og samverunnar með öllum . 

Sonur minn var að spila í fótboltakeppni í dag, sem er af hinu góða, en óheppinn eina ferðina enn, hann dettur og hendin einhvern vegin undir hann og hann meiðir sig og þumalfingurinn byrjar að bólgna og bólgna. Ég sæki hann og fer með hann beint á slysó og hann myndaður og jú jú krumpubrot er þetta kallað þeger beinið krumpast saman án þess að brotna í sundur.  Gifs takk í 2 vikur og aftur þá í myndatöku og skoðun. Það á að fyljgast með þessu , af fyrri færslum sjá þeir að hann hefur mátt ýmislegt þola elsku drengurinn, fasta gestur hjá þeim á slysó hehe ;) og gengið misvel í þessari beina barátti ;) Wink En hann  er eins og mamma sín, heldur ótrauður áfram Wink ekkert annað í boði.  

Stutt eftir af vinnunni í vor, bara  4,5 vika eftir með krökkunum og svo 3 dagar í fragang ;) JIBBY JIBBY JIBBY JEY

Eigið góðar stundir elskurnar, Verum góð við hvert annað ;) 


Gleðilegt sumar

allir mínir elskulegir vinir og  skyldmenni. 

Samkvæmt prófi þá fraus saman vetur og sumar sem þíðir að þá sé sumarið gott.  Vona svo sannarlega að þetta sé rétt og það verði hlýtt líka.Tounge

Í dag er starfsdagur í vinnunni en ég lét mig vanta í dag, bakið ekki uppá sitt besta og hefur ekki verið undanfarna daga. Pinch  

Styttist í að ég nái í tjaldvagninn minn, en hann er í geymslu í borgarfirðinum, sæki hann um mánaðarmótin, svo eftir sumarvinnu sonarins þá verður farið af stað í ferðalag og stefnan tekin á vestfirði ;) Svo langt síðan ég hef ferðast þar til að skoða  Smile Margt breyst síðan Kissing.

Kosning framundan og ekki veit ég hvað ég ætla að kjósa, ætli eg geri þetta ekki bara blindandi og brjóti  saman  svo ég sjái ekki hvert x-ið fór Grin

Eigið góðan dag elskulega fólk og Góða og skemmtilega helgi Cool 


Páskar

Gleðilega hátíð Tounge. Alveg er þetta búinn að vera yndislegur tími þetta páskafrí frá upphafi til enda, það endar á miðvikudaginn, þá byrar vinnan aftur hjá mér og skólarnir byrja.  

Verð að fara sparka rækilega í aftur endann á mer og fara að labba og synda, komin með harðsperrur í magann af ofáti, kemst ekki lengur í fötin mín, ætla mer ekki í stærri föt svo nú skal harkan taka við.  

 Eigið góðan og yndislegan annan páskadag.  InLove 


Fleyri myndir úr fermingunni ;)

CIMG0078 CIMG0080 CIMG0084 CIMG0085 CIMG0091 CIMG0088 CIMG0089 

Fermingin

CIMG0021  Ingóflur minn.CIMG0037

 beðið eftir veislunni, Bergur ( annar tvíbbinn ) mamma og Heiður dóttlan mín..  

CIMG0070 

 


                                                          

Tertan.   


Styttist hratt

3 dagar í ferminguna. Á morgun næ ég í borðin niður í geymslu og set þau saman og fjá hvernig þetta fer allt saman hjá mér. Á laugardaginn fæ ég dúkana á borðin. Alveg nóg að gera þessa daga fram að sunnudag. Set svo litla róbódinn minn af stað til að dansa um allt gólf, alveg snild. Bara smottery eftir. Þetta reddast all að lokum ;) 

Læt þetta duga í bili að svo stöddu  ;)Wink Góða nótt elskurnar Sleeping


Þreytt og skattaskýrsluskil

Úff hvað ég er búin að vera þreytt eitthvað undanfarið, fermingarveislan eftir viku ( pálmasunnjudag ) og ég ekki alveg tilbúin, verð heldur betur að taka til hendinni þessa daga sem eftir eru. En þetta reddast allt saman, veislan verður hvort sem er þótt eitthvða gelymist Smile Það veit þá enginn af því nema ég Smile 

 Eigið góðan sunnudag, ég eiði mínum sunnudegi í skattaskýrsluna Pinch 

 


Get ekki verið að gera ekki neitt

Til að gera eitthvað því ég get eiginlega ekki verið aðgerðarlaus, þá tók ég þá ráð að pússa sófaborðið og skóhilluna sem er í Leksvik línunni, bæsaði bæði, og viti menn þetta er miklu fallegra, tók svo myndaramma ( furu ) og bæsaði hann líka . Málaði eitt stk ofn inni á baðherbergi.  Þarf að bera tekk olíu á antiksápinn minn, bera reglulega á hann til að fá hann flenni fallegan. Smile  Grin  Tounge

Ég er Ísfirðingur !

Þú ert kampakátur Ísfirðingr og vílar ekkert fyrir þér þó mannhæðaháir skaflar séu hér og þar um bæinn. Þú ert með eindæmum sterk og vinnur vel þó er þrjóskan avleg að fara með þig. Þú ert hress og vinur vina þinna en ert svo sannarlega með verstfirskan steinbítskjaft þegar svo á þarf að halda. Það besta sem þú veist er að rúnta um með vinunum og skreppa í Krílið til að skella í þig einni kroppasælu eða svo sem einum Hamri úr Hamraborginni. Svo ekki sé talað um að skreppa á Krúsina og fá sér öllara áður en þú röltir heim í blindbyl með snjóflóðið á hælunum. Grin 

Jahérna hér ekki vissi eg að ég væri Ísfirðingur, ég er allavega úr næsta nágrenni, sumsé úr Saurbænum í Dalasyslunni Smile

Þrjóskan passar allavega við mig og ég geri það sem ég þarf að gera. Ég er líka vinur vina minna. Ég er svo sannarlega með þverrifuna á réttum stað þegar því er að skipta, hvort sem hún er verskfisk eða ekki. Jú passar líka það er gaman að rúnta með vinum, og jú jú að skella í sig kroppasælu hvernig sem á það er litið LoL ( túlki hver á sinn hátt sem vill ).

Ég fer stundum í Hamraborgina en það er bara til að sjá og horfa á háa, dökkærða, myndarlega manninn  InLove

Ég er ekki að láta aftra mér smá snjó, og mikið þarf til  til að stoppa mig af Tounge

Kannsi er ég Ísfirðingur eftir allt saman, og ég sem ólst upp í Dölunum , ég sem hef talið mér trú um allan tímann að ég væri DALA SKVÍSAN Woundering,  

Þetta var quis á Feisinu og til gamans gert Smile Uðvitað er ég Saurbæingur og Dala skvísa í húð og hár.  

Skjáumst Heart 


Fram og til baka

Ég ásamt 2 vinkonum mínum skelltum okkur á Akranes að sækja kerruna með sófanum í , sem ég bakkaði inn í bílskúr hjá pabba á föstudagskvöldið Happy. Skelltum okkur fyrst á Olís að fá okkur að snæða og þar hitti ég eina æskustöðvar vinkonu mína en gátum nú ekki mikið spjallað vegna anna hjá henni. Sótti kerruna og dóluðum í bæinn, var komin smá pínu hálka.  Fékk aðstoð með að bera upp settið og sómir það sér sko vel í stofunni hjá mér núna. kom hinum tveim fyrir í skúmaskotum til að hafa sæti í veislunni. Held bara að ég sé komin með sæti fyrir veislugesti. Svo hentist ég með kerruna aftur upp á Akranes að skila pabba kerrunni. Smile

 Næ í fermingarmyndirnar á morgun eða miðvikudag, hugsa frekar á miðvikudag. 

En það versta er að skrokkurinn er að segja stopp kona góð, kanski ekki skrítið Tounge, en það þíðir ekki að vola, hlutirnir gera sig ekki sjálfir. 

Ég fór í party búðina í dag Wizard og keypti smá sem ég ætla að strá á borðin en það eru litlir fótboltar sem eru klipptir út í pappa, en fermingin er Arsenal þema.  Keypti í Jóa Útherja Arsenal fána ( stórann ) en hann ætla ég að nota sem dúk á borðið sem kertið , gestabókin og mynd af drengnum, hugmyndin var að fá lítinn fána á litlu statífi, en það var ekki til.  Þetta getur ekki orðið annað en bara flott Wink 

 Svo núna er baðið og svefninn Sleeping

Hilsen Kissing 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband