Ég sagði frá því um daginn að það hafi sprungið á dekki á bílnum mínum, allt í lagi með það sosem en alveg hund ömurlegt. Ég og vinur minn ( annar en sá sem staddur er hjá mér ) fórum og redduðum þvi, hann tjakkaði upp bilinn, tók sprungna dekkið undan og setti varadekkið en það bara tókst ekki að setja það á, vegna þess að bíllinn tjakkaðist ekki nógu hátt. Nú ég sagði honum að setja sprungna dekkið undir aftur og tjakka bílinn niður. Fundum kubb og byrjuðum á ny, og nú gekk þetta. Ég fór í bíla umboðið í gær og sagði að þessi tjakkur væri alltof lítill fyrir þennan bíl ( RAV4 )og í þokkabót tjakkurinn bognaði og brotnaði. Og afþvi ég er kona þá var tjakkurinn skoðaður og maðurinn prufaði að tjakka bílinn upp með bogna og brotna tjakknum og viti menn boddy-ið lyftist en dekkið bifaðist ekki frá jörðu. Þá segir hann : þessi tjakkur er of lítill fyrir þennan bil og yfirleitt fyrir jepplingana, já sagði ég, ég var nú búin að nefna þetta við þá en mér ekki trúað. Hann fór með tjakkinn inn og sýndi þeim hann og sagði að þessi tjakkur lyftir ekki svona bílum nógu hátt. Alveg sama, þessir tjakkar eru orginal fyrir fyrir þessa bila, segðu henn bara að nota kubb undir. Ég svaraði HALLÓ !!! ÉG Á EKKI AÐ ÞURFA AÐ NOTA KUBB UNDIR TJAKKINN, OG ÞESSI TJAKKUR ER OF LÍTILL OG ÞAÐ VAR STARFSMAÐUR SEM LÉT REYNA Á ÞAÐ HÉRNA FYRIR UTAN, OG ÞVÍ LÁTIÐ ÞIÐ ÞÁ EKKI KUBB FYLGJA MEÐ BÍLUNUM LÍKA SVO HÆGT SÉ AÐ SKIPTA UM DEKK ?Ég sagði sölumanninum að ég hafi þakkað mínu sæla að hafa ekki verið úti á landi einhversstaðar á keyrslu því ég var ekki með kubb meðferðis. sölumanninum fanst nú þessi spurning ekki svara verð því ég fékk ekkert svar. En semsagt fæ nýjann tjakk eftir 2-3 daga því þessi varð ónýtur og það í fyrstu notkun, og næst þegar ég þarf að skipta um dekk þá mun nýji tjakkurinn skekkjast og brotna líka.
Sölumaðurinn í sínum jakkafötum veit sennilega ekki að eftir því sem bílarnir stækka þá þyngjast þeir og þ.a.l þarf stærri tjakka.
En ég er komin með alveg splúnkunýtt dekk og varadekkið komið á sinn stað aftur.
Flokkur: Bílar og akstur | Fimmtudagur, 18. september 2008 | Facebook
Færsluflokkar
Tenglar
vinir minir
Mynda albúmið mitt
Börnin mín
Bloggvinir
- annaeinars
- gelgjan
- annabjo
- duddi-bondi
- baldurkr
- beggipopp
- birnamjoll
- heiddal
- gattin
- binna
- brylli
- skordalsbrynja
- dofri
- draumar
- emilkr
- strumpurinn
- umhetjuna
- loi
- fridrikomar
- fridaeyland
- eddabjo
- gurrihar
- gunnagusta
- mammzan
- landsveit
- gullvagninn
- heidathord
- kolgrimur
- hrabbabj
- astromix
- joninaottesen
- juliusvalsson
- katrinsnaeholm
- kari-hardarson
- kristin-djupa
- larusg
- lillagud
- bestalitla
- linka
- perlaoghvolparnir
- peturg
- rasan
- roslin
- undirborginni
- einfarinn
- amman
- sigro
- steinunnolina
- taraji
- melrakki
- ylfamist
- torabeta
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Já það verður sko að láta þessa kalla heyra það. Ekki láta þá komast upp með eitthvað baul.
Líst vel á þig Guðrún.
Linda litla, 19.9.2008 kl. 08:41
Þeir reikna trúlega ekki með að það spryngi á þessum nýju bílum hehe. Hafðu góða helgi
Kristín Jóhannesdóttir, 19.9.2008 kl. 15:33
Góða helgi elskan.
Heiða Þórðar, 19.9.2008 kl. 20:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.