Já ekki var fjarveran lengi hehe , en mátti til með að segja ykkur að ljósin eru komin í gluggana og tekur sig vel út, langar að setja aðeins meiri ljós en sé til.
Svo um mánaðarmótin flytur dóttlan aftur heim og talaði hún um að vera alest 3-4 mánuði og þarf ég að færa hillur og dót á milli herbergja svo hún geti haft sitt rúm og dót í herberginu já og tæma skápinn sem yfirfullur er af hinu og þessu sem ég hugsa að megi alveg fara lengra en í næsta skáp. Svo þarf að búa til pláss fyrr sófann hennar og kistuna sem langafi hennar átti og afi hennar endursmíðaði og gaf henni. Heldur mikið upp á þá kistu.
Þetta hefur aldrei klikkað hjá mér að þegar ég er búin að koma öllu í stand hjá mér, þá kemur einhver inná mig, klikkar ekki. Ég myndi alveg þyggja ástmann til mín
Augnlæknir í fyrramálið svo það er eins gott að fara koma sér í háttinn
Hafið það eins best og þið getið, reynið að láta ástand þjóðarinnar ekki taka völdin af ykkur, látum þetta ástand frekar þjappa okkur saman, vera góð við hvort annað, elskum hvert annað.
Knúsarkveðjur til allra bloggvina minna og allra aðra líka.
Færsluflokkar
Tenglar
vinir minir
Mynda albúmið mitt
Börnin mín
Bloggvinir
- annaeinars
- gelgjan
- annabjo
- duddi-bondi
- baldurkr
- beggipopp
- birnamjoll
- heiddal
- gattin
- binna
- brylli
- skordalsbrynja
- dofri
- draumar
- emilkr
- strumpurinn
- umhetjuna
- loi
- fridrikomar
- fridaeyland
- eddabjo
- gurrihar
- gunnagusta
- mammzan
- landsveit
- gullvagninn
- heidathord
- kolgrimur
- hrabbabj
- astromix
- joninaottesen
- juliusvalsson
- katrinsnaeholm
- kari-hardarson
- kristin-djupa
- larusg
- lillagud
- bestalitla
- linka
- perlaoghvolparnir
- peturg
- rasan
- roslin
- undirborginni
- einfarinn
- amman
- sigro
- steinunnolina
- taraji
- melrakki
- ylfamist
- torabeta
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þekki þetta, - þegar maður er búina að koma öllu í stand þá gerist alltaf e-hvað. - svo maður þarf að endurraða. Kærar kveðjur
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 23.11.2008 kl. 23:08
knús
Líney, 23.11.2008 kl. 23:55
knús á þig
Sigrún Jónsdóttir, 24.11.2008 kl. 00:12
já það þarf alltaf að breyta og færa þegar einhver kemur inn á mann, en mér finnst samt frábært að hún hafi þann möguleika á að flytja aftur inn á Hótel mömmu, ég er búin að vera frekar lengi inn á minni móður, en það eru ekki allir jafn heppnir og ég og dóttir þín
Ég er sannfærð um að ástmaður-inn sem þú býður eftir komi á allveg hárréttu augnabliki. Það er bara verst að maður veit aldrei hvenar hárrétt augnablik-ið er.
Sigríður Svala Hjaltadóttir, 24.11.2008 kl. 03:53
Já nkl gerir hann það örugglega og sammála veit ekki hvenær augnablikið er . Knús og klemm til þín Sigríður mín.
Knús og meira knús og endalaust knús til -ykkar allra,
Aprílrós, 24.11.2008 kl. 12:43
Það verður gott að fá hana heim aftur, vittu til. Dóttir mín er hjá mér ca. 3-4 sólarhringa á viku með ömmustrákinn, held að það væri annars nokkuð tómlegt ef að þau kæmu ekki svona oft.
Þetta með ástmanninn....... hann kemur þegar þú ert tilbúin. Ég trúi því alola vega.
Linda litla, 24.11.2008 kl. 15:25
Takk Linda mín , já veistu að mér hlakkar til að fá hana heim, léttir líka á mér áhyggjum af henni að hafa hana heima. Já og hefði líka verið gott að hafa stuðning sér við hlið en það þíðir ekki að gráta það sem ekki er til staðar, ég hef stuðning ykkar bloggvina minna og það gefur mér svo miklu miklu meira en ykkur getur grunað. Ég veit hverjir og hvar vinir mínir eru þegar á reynir.
Eigðu ljúft kvöld Linda mín, það var æðislegt að hitta kormák í bíó á laugardaginn var, var ég kannski búin að segja þér það áður ? er svo svakalega hrikalega gleymin að hálfa væri fullt.
Aprílrós, 24.11.2008 kl. 21:43
Hæ Krútta mín! Ég er einmitt að klóra mér í kollinum þessa daga og hugsa um hvað ég geti gert við fj......draslið sem ég er búinn að koma fyrir í skápnum í herbergi dóttur minnar En hún er að koma heim í desember og verður eitthvað hér heima. Ég verð kannski bara að byggja við kofan til þess að koma þessu drasli fyrir En það verður yndislegt að fá hana heim, hún er sko alltaf velkomin á hótel mömmu Gangi þér vel hjá augnlækninum í dag,,,,Knús og kram Krútta mín
Erna, 25.11.2008 kl. 11:34
Humm Erna mín ég fór í gærmorgun til augnl og nýju gleraugun eru ekki að virka eins og þau eiga að gera., það á að reyna stilla glerin eitthvað og svo samþykkti ég ekki les-styrkinn núna sem hann skrifaði uppá um daginn. Hann sagði : ég verð að leggja höfuðið í bleyti hvernig í fjandanum hann geti lagað þetta hehe. Sagði að það væri erfitt að gera mer til hæfis, SURPRISE !!!
Aprílrós, 25.11.2008 kl. 16:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.