Rættist úr veðri

Úff rigning kl 5:30 í morgun þegar við Ingólfur minn skokkuðum með moggann. Ég lagði mig reyndar aftur eftir klukkutímann, vaknaði rétt fyrir kl 10 og þá var Ingólfur sofandi í sófanum, en hann ætlaði að vaka þangað til við færum út í Viðey. Dóttir mín kom í nótt og skreið uppí til mömmu sinnar, hún kom líka út í Viðey. Viðeyjar ferðin var í boði kvenfélagi slysarvarnarfélagsins. Það var boðið uppá kaffisopa á meðan hitað var upp í grillinu og krakkarnir fóru í snúsnú og eða fóru í fjöruna, voða sport.  Grillaðar voru pulsur/pylsur, lambakjöt og folaldakjöt, bara gott. Farið var með krakkana í siglingu í björgunarbátunum tveimur sem voru í fylgd og svo var bara farið aftur heim.  

Við þrjú fórum í kolaportið, vorum bara að rölta um, skoða, sína okkur og sjá aðra Smile Svo langt síðan ég hef farið í kolaportið, ekkert síðan í des minnir mig.  

Við Ingólfur leigðum okkur mynd og höfðum það kósý.

Afslöppun á morgun sunnudag.

Góðar stundir allir og allar InLove 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brynja skordal

Góðan daginn er aðeins að byrja kíkja hér inn og blogga smá reyna að vera aðeins virk aftur knús inn í daginn þinn

Brynja skordal, 24.5.2009 kl. 11:14

2 Smámynd: Aprílrós

Daginn frænka, vertu bara velkomin hingað inn aftur . Ég er einmitt að reyna virkja mig meira hérna, og hvíla mig á fésinu. Í sumar ætla ég reyndar að hvíla mig helst alveg á tölvunni. Komið nóg ;)

Aprílrós, 24.5.2009 kl. 23:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband