Ljósanótt

Ég skellti mér til Keflavíkur í gærdag á ljósanótt, hitti þar pabba og mömmu, en það var heldur of mikil rigning og mér varð ískallt á tánum ásamt að vera blaut á tánum líka.

Lítið annað um að vera en fólk í sölubásum að selja mat og sælgæti. 

um kvölið kl 20 byrjuðu tónleikar á túninu niður við sjó, ýmsir flytjendur og mjög gaman að dilla sér þarna á túninu í takt við músíkina. Svo endaði það með flugeldasýningu kl 22 og var sú sýning í 5 mínútur.  

Fékk mér kaffi hjá pabba og mömmu áður en ég lagði af stað heim og tók það sinn tíma bara að komast út úr Keflavík, krókaleiðir og ég náttblynd og sá ekki neitt hvar ég var að keyra en allt hafðist þetta nú að lokum, ég er ekki sú manngerð að gefast upp svo auðveldlega. 

Svo er afmæli í dag kl 4 í dag. 

Eigið yndislegan sunnudag elsku vinir InLove


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Lítið um að vera Guðrún mín.  Það voru listasýningar um allan bæ, sýning í húsi Íþróttaakademíunnar Reykjanes 2009.  Tónleikar á sviðinu og alls konar uppákomur.  Hvar varst þú eiginlega?  Hey flugeldasýningin var nákvæmlega 8 mínútur og stórkostleg í alla staði, ertu ekki sammála mér....Knús

Randý (IP-tala skráð) 6.9.2009 kl. 22:09

2 Smámynd: Aprílrós

Ég kíkti inn í Duushus og var svo bara þarna í götunni, rölti hana fram og til baka. Ég sagði líka að ég hafi dillað mér eftir músíkini frá allskyns tónlistarfólki á túninu niður við sjó.  Ég setti ekkert út á flugeldasýninguna, finst þær altaf fallegar hvar sem svoleiðis er því engin er eins. Ég taldi 5 mínútur enda fanst mér alveg nóg að standa í 5 mínútur og góna upp i loftið á ljósadýrðina, 5 eða 8 mín skiptir ekki máli , er ekki að gera mál.

Aprílrós, 7.9.2009 kl. 16:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband