Haminga

Skólinn er búinn hjá mér, mér gékk þokkalega vel í prófunum nema kannski síst félagsfræðinni, en það kemur í ljós þegar ég sé einkunirnar. Skólaslitin verða 18 mai. Á þá eina önn eftir og við tekur nuddnámið, það er allavega á dagskránni, en það hefur svo margt gerst sl mánuð að ég vil ekki staðfesta neitt. Kannski verð ég flutt úr bænum, á sveitaheimili með hænur og orðin hænsnabóndi. Svo hitti ég mann 9 apríl í Perlunni á mannmörgum stað ( eins og spákonan mín sagði ) og við erum afskaplega hamingjusöm og ástfangin. Þetta er fyrsta helgin sem við hittumst ekki, hann er að vinna alla helgina, upptökur í dag og spila á balli í kvöld svo aftur upptökur á morgun. Hann er semsagt hljómlistarmaður. Gefur út diska, semur lög og texta og syngur einnig.

Ég fer til Danmerkur 20 júní til dóttir minnar og tengdasonar, ætla að vera hjá henni þegar hún á litla krílið, hún er sett 24 júní, hlakka alveg svakalega mikið til, Þetta er hennar fyrsta barn. Kem heim aftur 7 júlí og þá sé ég hitt nýja ömmubarnið mitt, sem sonur minn og tengdadóttir verða búin að eiga, en þau koma með sitt annað barn. Þá verða barnabörnin mín orðin 4. Hlakka ógó mikið til. Ég er svo rík. 

Svo tekur við ferðalög og útilegur með mínum heittelskaða og syni. Fylgi honum á böllin í sumar líka þar sem hann verður að spila.  

 


Frábær helgi að baki

Frábær helgi að baki, afmælisdagurinn á föstudaginn Wizard og fékk ég góða vini í heimsókn, laugardaginn fór ég á deit á tónleikum í Perlunni og bara smullum saman Heart . Framhaldið verður svo bara að ráðast með tíð og tíma, það tekið á rólegu nótunum. Sunnudagurinn tekinn með afslöppun og rólegheitum enda ekki hundi út sigandi. Ansi hvasst í dag. Svo hefst ný skólagöngu vika, síðasta vika fyrir páska, hlakka til að fá smá frí, skólaslitin svo 10 mai hjá mér InLove

Fermingamyndirnar

Mikið var ég glöð þegar ég skoðaði myndaalbúmið mitt herna á blogginu Heart, fermingarmyndirnar af syni mínum á ég hér, ég helt að ég væri búin að glata þeim því harði diskurinn hrundi í tölvunni og þær voru þar inná. Hafði ekki efni á að taka þær af enda var ég ekki spurð, en fékk bilaða diskinn með svo ég get tekið allar myndir útaf þegar ég nenni.  Smile

Kveðja Guðrún

 


Rútína

Vá bara kominn apríl og ég sem ætlaði að vera duglegri að blogga. Ég elti rútínuna sem er að vakna kl 7 á morgnana virka daga, fer í skólann til kl 14, heim að læra, hafa til kvöldmat, smá slökun og sofa. Mér gengur svakalega vel í skólanum, brillera bara miða við 33 ára skólabekkjasetu.

Vorið komið, snjórinn farinn, fuglalíf lifnað við ásamt gróðri, skordýrum og  ógleymdri MÉR Smile.

Mikið hlakkar mig til að komast á ferðina í sumar í mínum krúttlega tjaldvagni, já og eða fara til Norge í smá vinnu. En til Köben ætla ég að fara og vera við fæðingu hjá dóttir minni í júní Heart

 Læt staðar numið að sinni.

Kveðjur til ykkar elskur Heart


Nýtt ár

Komið þið sæl sem eruð hér enn. Fésbókin hefur algerlega yfirtekið völdin,en ætla nú að reyna að breyta því eitthvað. Já vel á minst , gleðilegt ár þótt feb sé að verða hálfnaður. Það hefur mikið á mína daga drifið frá því síðast, bloggaði síðast 24 jan ´10. 2 febrúar 2010 hitti ég mann og varð yfir mig ástfangin. Við trúlofuðum okkur 6 mai 2010 á afmælisdegi hans. Við fórum í útilegu en bara eina, svo fór ég ein með syni mínum í 2 útilegur. Í júlí hjálpaði þessi maður mér að laga íbúðina mína í breiðholtinu því ég leigði hana út frá 1 ágúst. Við sonurinn fluttum til kærastans míns og ætluðum að vera þar þangað til ég fengi íbúðina sem ég tók mér á leigu. Vorum þar í viku því þá sprakk allt, þeir einfaldlega þoldu ekki hvorn annan, báðir vildu hafa mig útaf fyrir sig. Fór til vinkonu minnar og var með henni í bústað yfir helgi, fór svo til annarar vinkonu minnar sem á heima í sömu götu og ég bý í núna. Fékk glænýja íbúð. Sambandið við kærastann gekk á ýmsu og vorum við að hætta og byrja hætta og byrja alveg pain samband og tók á sko. Sonurinn fór í skóla í Hafnarfirði , já gleymdi náttlega að segja að ég flutti í Hafnarfjörðinn . Allt fór að ganga miklu betur í skólanum, og loksins fór hann að mæta í skóla. Núna er hann komin með smá vinnu með skólanum. En við kærastinn vorum búin að slíta trúlofuninni í nóvember 2010, og sambandinu endanlega í janúar 2011. Entist í rétt rúma 11 mánuði. Já ég fór líka og settist á skólabekk aftur eftir 32 ára hlé á námi. Ég er í Hrinsjá, endurmenntunar og endurhæfingar skóli. Hringsjá er rekinn af Tryggingastofnun og öryrkjabandalaginu. Þannig að það er heilmikið búið að gerast í mínu lífi á einu ári. Byrjaði í Zúmba 7 febrúar og það er púl dans , fæ alveg að svitna sko. En ferlega mikið gaman. Ég á líka litla tjúa prinsessu sem heitir Tara, alveg minsta gerð að tjúa. Sonurinn var að fá sér hvolp sem er blanda Sheffer/bordicolli/colli og er alveg æðislegur karakter. Búin að fara á eitt þorrablót, og jeminn eini hvað maturinn var góður. Held að ég stoppi hér við að sinni. Kveðja Guðrún Krútt.

mentun og skóli

Gleðilegt ár, janúar að verða búinn og þá styttist verulega í vorið og sumarið. Mér finst janúar búinn að vera soldið langur, eins og hann ætli aldrei að taka enda.

Það er svosem ekkert nýtt hjá mér nema nú á ég kærasta dökkhærðan og bara soldið sætann Heart

Ég er byrjuð á námsekiði í sjálfsstyrkingu og það er mjög gaman, allt í leikrænu formi, leikir og bara gaman. Hún er að kenna okkur að vera kjánaleg og bjánaleg og gera mistök Smile og það sé allt í lagi að vera þannig þegar þannig stendur á Smile og það er allt í lagi að gera mistök þvi við erum ekki fullkomin. Við erum  í leiðinni að læra að vera aftur barnið í sjálfum sér rifja það soldið upp Smile.  Svo leikfimi sem er líka æðislegt.  Ég er í rauninni að gera alveg helling þannig sé. Stefna er tekin á skóla í ágúst að læra bókhald, fer á námskeið í því núna í endann feb eða byrjun mars. Er að vinna líka í þvi að hvernig ég fer að framfleita heimilinu því ég hætti væntanlega að vinna þegar skólinn byrar nema ég fái vinnu eftir kl 2 á daginn. Smile 

Þetta er það sona helsta sem ég get sagt ykkur núna.  Ég er eiginlega dottin úr bloggæfingunni Smile 

Eigið góðan dag elskurnar InLove 


jólin

Ég er búin að hafa það fínt um jólin og búin að vera alveg ótrúlega ísí, dagana fyrir jól alveg stresslaus og ísí.Kláraði á aðfangadagsmorgun síðustu jólagjöfina fyrir dóttir mína, og komst í rúmið um 9 leitið og svaf til kl 15. Drifum okkur á fætur og hespuðum restinni af og var allt orðið fínt og strokið um 16:30 á aðfangadag og maturinn langt kominn í eldamensku Smile Ég man ekki eftir mér að hafa verið svona róleg yfir öllu og ekki fengið jólaveikina og sagt ákveðna settningu sem held ég sveimér þá að krakkarnir sakni Grin og ég ætlaði ekki að gera þeim til geðs að segja setninguna og meiraðsegja annar tvíbba sonur minn bað mig á aðfangadag að segja setninguna svo hann gæti átt jólin sáttur InLove en nei hann fékk ekki að heyra setninguna.

Er já semsagt bara eilega búin að borða og sofa fyrir utan jólakaffi á Akranesi hjá pabba og mömmu á jóladag, dreif mig í bíó í gærkvöldi á myndina Desember og á al-anon fund í kvöld, bara góð næring á sálina þessi fundur. 

Ég hef þakkað fyrir að eiga hunda þessa daga því annars hef ég ekki stigið útfyrir hússins dyr til að hreyfa mig og fengið ferskt loft í lungun. InLove

Svo er það morgunskokkið í fyrramálið svo það er eins gott að koma sér í rúmið svo ég geti vaknað uppúr kl 5:30.  Sleeping

Eigði góðar stundir elsku vinir , knús, kærleikur og friður til ykkar allra InLove Heart


þessi

hái, dökkhærði, myndarlegi var víst ekki sá rétti hái, dökkhærði og myndarlegi, svo það hlýtur þá að vera annar hár, dökkhærður og myndarlegur sem bíður hinum megin við bolla hankann LoL LoL LoL

hái,dökkhærði, myndarlegi

maðurinn sem spákonan talaði um muniði Smile hann er kominn Heart og ég þekki hann eins og hún sagði að ég myndi gera Smile

Jæja góða fólk

langt er síðan ég bloggaði, varla að eg kunni það, en jú jú rifjast upp. Eitt og annað hefur á mína daga drifið frá því síðast. Í haust þá féll ég niður andlega og sem betur fer þá var ég meðvituð um það og dreif mig til doksa. Ég hafði allt á hornum mér, allt ömurlegt og ómögulegt og held að það hafi ekki farið framhjá neinum hvað var í gangi. En ég áttaði mig ekki á þvi fyren pabbi fékk alvarlegt hjarta áfall að ég gerði mer grein fyrir hvernig ég var, það var þá sem ég féll saman. En sem betur fer fór allt á góðan veg. Ég ákvað að breyta algerlega um karakter á sjálfinu Smile, breytti fatastíl einnig og í dag líður mér miklu betur en í leiðinni er ég að glíma við óttann sem náði stjórninni á mér um tíma, en nú er sjálfið að ná tökunum á óttanum enda hef ég fengið mikla hjálp í því frá góðum vinum mínum og einnig sjálfri mér. 

Eignaðist ömmuling nr 2 núna 7 nóvember ( strák ) en sá eldri fæddist 11 júní, bara yndislegt þótt ég sjái þann síðari ekki fyren í sumar því þau búa úti í DK.  Eignaðist einnig 2 litla hunda alveg óvænt og það er bara yndislegt, skemmtilegir gleðigjafar og karakterar ( tjúa stelpa í xs stærð 3,10 ára og terrier strák 6 mánaða ). 

Dóttirin að flytja heim núna á morgun 1 des til júlí eða ágúst, en þá ætlar hún sér að fara til Noregs ( Þrándheim ) í skóla að læra myndahönnun eða eitthvað solleis, hún þarf að redda sér góðri myndavél víst í þetta nám. Allt er á öðrum endanum því náttlega varð ég að taka auka herbergið í gegn svo hún fái nú smá prívat place þótt það sé hurðarlaust, en aldrei að vita nema mér áskotnist hurð.  

Jólin eru í nánd og aldrei slíku vant þá hef ég ekki fengið þetta jólastress eins og ég hef alltaf fengið 2 mán fyrir jól Wink því ég veit að allt reddast skömmu fyrir jól, og þótt ég verði ekki búin að baka eina köku þá koma jólin fyrir því, enda ekkert mál að skreppa í bleika svínið og baka ca 2-4 botna hehe og hnoða í 2-3 smáköku sortir. Aðal málið er bara það að hafa gott að borða og nóg InLove

Fer á námskeið í janúar í sjálfstyrkingu sem er í 5 vikur og þá tekur við bókhalds námskeið og stefnan er tekin á skóla í ágúst að læra bókhald svo eins og þið sjáið þá er margt í gangi, enda kominn tími á sjálfa mig, og jafnvel að fara gera eitthvað allt annað en það sem ég hef verið að vinna við. 

Læt þetta duga í bili enda kominn svefntími Sleeping góða nótt kæru vinir og fallega drauma Sleeping


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband