Hugrenningar á krossgötum

Ég er eitthvað svo týnd, veit ekkert hvað ég á að gera né í hvorn fótinn ég á að stíga Blush. Er með svo mikinn kvíða fyrir morgundeginum og dögunum sem koma þar á eftir Crying. Mest langar mig til að hætta vinna og fara í skóla, núna finst mér ég vera í svo mikillri þörf fyrir að fara læra, en læra hvað ? veit ekki einu sinni hvað mig langar að læra Woundering, jú langar að læra nudd en veit ekki hvort ég hafi líkama í það að vinna við það. Langar lika að læra rafeindavirkjun og eins með það veit ekki hvort ég hafi líkama í að vinna við það. Langar líka að fara á trukkanámskeið og vinnuvélanámskeið, finst svo gaman að glíma við stór tæki, hef fengið þessa bakteríu í mig í sveitinni í uppvextinum sennilega Cool. Já komið slatti af námsefni að velja úr svosem en held að byrjunin sé að fara í skóla á grunnbraut og læra það sem unglingarnir eru að læra í dag Smile 

En margt er að skoða, spá og spekulegra í öllu þessu, ekki er nóg bara að ákveða að hætta vinna og skella sér í skóla, það þarf að hugsa út í hvernig ég ætla að fjármagna skólann, framfleyta heimilinu, syninum, hvar fæ ég laun , allt orðið svo dýrt og ekkert hægt að leyfa sér, ekki einu sinni að vera veik.  

Stend bara á krossgötum Pinch


Ljósanótt

Ég skellti mér til Keflavíkur í gærdag á ljósanótt, hitti þar pabba og mömmu, en það var heldur of mikil rigning og mér varð ískallt á tánum ásamt að vera blaut á tánum líka.

Lítið annað um að vera en fólk í sölubásum að selja mat og sælgæti. 

um kvölið kl 20 byrjuðu tónleikar á túninu niður við sjó, ýmsir flytjendur og mjög gaman að dilla sér þarna á túninu í takt við músíkina. Svo endaði það með flugeldasýningu kl 22 og var sú sýning í 5 mínútur.  

Fékk mér kaffi hjá pabba og mömmu áður en ég lagði af stað heim og tók það sinn tíma bara að komast út úr Keflavík, krókaleiðir og ég náttblynd og sá ekki neitt hvar ég var að keyra en allt hafðist þetta nú að lokum, ég er ekki sú manngerð að gefast upp svo auðveldlega. 

Svo er afmæli í dag kl 4 í dag. 

Eigið yndislegan sunnudag elsku vinir InLove


Annar flottur dagur ;)

Ég skellti mér aðeins út að dansa sl nótt, mjög gaman að hitta fólkið sem ég hef ekki hitt síðan í endan mai og koma heim endurnærð .

 Ég vaknaði síðan í morgun til að hleypa ferfætlingunum út að gera sínar þarfir, lagði mig aftur og þegar ég vaknaði þá brá mér heldur betur því klukkan var rúmlega 3, ég sem ætlaði að gera svo mikið í dag, sko keyra um og skoða Smile. Ég svosem lét þetta ekki stoppa mig svo eftir kaffisopann þá byrjaði ég á Heiðmörk til að leyfa hundunum að spretta úr spori og leika sér Cool. Þaðan brá ég mér suður í Sandgerði og keyrði út á Hvalnesið og áfram út á Reykjanesið, rölti upp á bjargið sem þar er og vá ég er sko ekki fjallgöngumanneskja ennþá Tounge. Þaðan til Grindavíkur og Krísuvíkurleiðina heim. Kom heim til mín um tíu leitið. Keyrði leið sem ég hef aldrei farið áður, sem er Hvalnesið og þessi leið til Grindó. Hef oft farið Krísuvíkurleiðina og keyrt þar um, og keyrt Vigdísarleið. Cool

Svo núna er það koddinn góði. Guð gefi ykkur góða nótt og fallega drauma Sleeping

 


Góður dagur

Hentist á milli bæjarfélaga á bæjarhátíðir, Heiður dóttlan mín nennti að slæpast með mér og hundunum Cool, fyrri þeytingurinn til Sandgerðis , skreyttur bær í gulum, rauðum, grænum og bláum litum. Heilmikið um að vera en þvílíkt var rokið. Í markaðstjaldinu var  ég næstum gengin í flasið á mínum X en hann var sem betur fer samur við sig og sá mig ekki því hann var svo upptekinn af sjálfum sér og sínum mótorhjólagalla Sick, ég snéri okkur við og fórum út aftur og beið eftir að hann færi því ég hafði ekki áhuga á að mæta honum Sick. Mikið að skoða og sjá sem var til sölu, fallegar hundalopa peysur en ég ætla bara að reyna prjóna sjálf lopapeysu á Töru mína ( litlu tjúa tíkina mína ). Um 15:30 brunuðum við til Hveragerðis á blómstrandi daga en það var nú allt að enda þegar við komum þangað en gátum kíkt í tuskubúðina, röltum um bæinn og fengum okkur ís í Iðavöllum ( gamla Eden ). Mikklu hlýrra í Hveragerði og ekki rok Smile. Renndum okkur í bæinn í rólegheitum og ég skutlaði henni á fund og ég var komin heim til mín um átta leitið Smile. Mér finst svo gaman að keyra hingað og þangað í  svona í fallegu veðri InLove. Ég á eftir að fara mikið um í dagsferðir , er alltaf að sjá meira nýtt sem ég þarf að fara Smile .

Hafið yndislegt kvöld, ljúfa og fallega drauma í nótt Sleeping InLove


Útilega í norðan garra

Fór á bryggjuhátíðina á Drangsnesi um helgina 17-19 júlí, keyrði úr 22-23 stiga hita í 7 gráður. Brrr. Á sunnudagsmorguninn vaknaði ég við háfaða rok, hélt að allt ætlaði í veður og vind. Náði að taka saman tjaldhiminn sem ég var með áður en það fauk út í buskann. Ætlaði að fara lengra norður á strandir, og eða yfir á vestfirðina en veðrið virðist ekki ætla að leika við mig þetta árið að fara þetta. Spáð var verra veðri á þessum slóðum í dag svo ég keyrði bara suður. Svo í dag var vinkona mín að spurja hvort ég vildi koma með í útilegu á Þingvöll, en ég bara þreytt ennþá og ekki að nenna að fara tjalda þvi ég er ekki með tjaldvagninn heima Smile enda flestar mínar græjur í vagninum Smile

Eigið ljúfa daga Heart 

 


Ættarmót

CIMG0080

afstaðið sem haldið var í félagsheimilinu Tjarnarlundi í Saurbæ Dalasyslu Smile. Afkomendur ömmu og afa . Gekk það ljómandi vel alveg hreint. Bróðir minn var kynnir og lék það vel af fingrum fram með ljóma.. Voru tekin nokkur atriði til að fara með og sagðir brandarar og sungið   Grillaður matur og allir borðuðu saman inni í sal.  

Síðan tóku ungir strákar við tónlistinni og spiluðu og sungu eitthvða frameftir nóttu, og færðu sig einhverjir út í brekku og mynduðu brekkusöng Whistling og fór það allt saman vel fram og flottur söngur að hlusta á. Vaknaði á sunnudagsmorguninn kl 5:40 við háfaða rok og læti , ég helt hreinlega að tjaldvagninn minn myndi fjúka á hliðina bara því það var allt á fleygi ferð. Lægði smá þegar líða tók á hádegið og uppúr því fór ég að taka saman og gekk það með príði Cool.  

Var búin að ákveða að fara lengra vestur , keyra Barðaströndina vestur á firði en var alltaf með á tilfinningunni að ég ætti ekki að fara neitt nema í Dalina á ættarmótið,en var alltaf að hugsa um að fara og þegar nær dró þá magnaðist tilfinningin um að ég ætti ekki að fara þetta svo ég fór bara suður aftur. Og viti menn, ástæðan var sú  að bremsuklossarnir að framan voru búnir og farnir að hljóða í Mosó á leiðinni heim Woundering og þar kom skíringin á tilfinningu minni  Smile. Svo ég keypti bremsuklossana í dag en á eftir að láta setja þá í nema ég geri það sálf bara LoL , ekkert mál fyrir Krúttu Grin.

Ömmumúsin heimsótti ömmu sína í dag 

Ömmu músin

 og gladdi ömmu hjarta Heart 


Góða helgi

kæru vinir. Njótið góða veðursins Smile InLove Heart

Blómadagar

Þá er fyrsta útilega sumarsins afstaðin Cool, við skruppum í Laugarás í gærkvöldi. Það var gott veður en mér fanst frekar kallt eftir því sem seig á kvöldið . Ég var líka orðin þreytt og eiginlega beið eftir tímanum til að fara sofa Gasp. Strákurinn sást nú varla eftir að hann sté út úr bílnum, var í fótbolta og leikjum við aðra krakka.  Ég var með kúlutjald í þetta skiptið því tjaldvagninn er annarsstaðar og nennti ég ekki að sækja hann fyrir nokkra klukkutíma enda vöknuðum við í rigningu Woundering . 

Á leiðinni heim komum við við í Hveragerði á Blómadögum, mikið afskaplega er þetta skemmtilega uppsett allt saman og fallegt. Tók ég nokkar myndir en vegna vankunnáttu minnar á að setja inn myndir hérna get ég ekki sett inn margar myndir ásamt texta en reyni samt Wink

En mikið var nú gott að koma heim og uðvitað fór sólin að skína aðeins þegar inn í hús var komið Smile. Og mikið var nú gott að fá sér kaffisopann, ég gleymdi nefninlega að taka með mér kaffi Wink. Mér var boðið expresso kaffi en það kaffi finst mér algjört ógeð og finst það ekki vera kaffi, finn bara moldarbragð af því Tounge.

CIMG0343

 


ömmu krúttar prins

mættur á svæðið kl 10:20 að morgni 11 júní ;)  51,5 cm og 3080 kg. Foreldrarnir svo stoltir af frumburði sínum og amman ekki minna stolt sko . DSC00215

Amman

Nú styttist í ömmuhlutverkið InLove  bara tímaspursmál Smile  Læt ykkur vita um leið og það gerist InLove

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband