Færsluflokkur: Bloggar
Bergur minn og Bozena koma heim í dag, þau voru í Pollandi yfir jól og áramót, Bergur bað mig að hafa lambakjöt, brúnaðar kartöflur og sósu , hann væri farinn að þrá Íslenkst lambakjöt. Svo steikin er komin í ofninum á lágum hita og kartöflurnar verða brúnaðar þegar heim er komið í dag. Hlakka mjög mikið til að sjá þau aftur , liggur við að maður hafi fengið fráhvarfseinkenni af fjarveru þeirra.
Ingólfur er drullu slappur af kvefinu sem hann nældi sér í á nýársnótt og hef haldið honum heima í gær og dag .
Fundastand byrjað aftur hér og þar útaf hans skólamáli sem ég er að berjast við og hætti ekki fyr en ég hef þetta í gegn. Honum leiðist þessir fundir því hann þarf að koma með mér á suma því hann þarf líka að tjá sig .
Vinna byrjuð aftur hjá mér en vegna líkamsþjáninga þá hef ég ekki getað farið en ætla reyna að fara á morgun, má varla vera að þvi annars að vinna þvi það er svo mikið að gera í fundarhöldum , læknum og rannskóknum , en allt þetta kemur að lokum og rútína í fastar skorður fram að páskafríi.
Framundan hja´mér er undirbúningur fyrir fermingu Ingólfs, byrjaði í haust að sanka að mér svo ég þyrfti ekki að gera það allt á sama tíma. Búin með sumt.
En annars er bara allt í góðum gír, og ætla ég að halda áfram í þeim gír
Bloggar | Miðvikudagur, 7. janúar 2009 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Árið 2008 gat ekki endað happylegra og árið 2009 gat ekki byrjað happylegra. Á gamlárskvöld hringdi í mig hái dökkhærði myndarlegi maðurinn sem ég sagði ykkur frá fyr í haust, spjölluðum mikið saman. Hann var hjá vinafólki sínu í mat, glens og gaman og allt i fínu með það.
Ég fór til vinafólks míns í Norðlingaholtið þegar skaupið var að byrja,( turfti að taka það upp nefinlega fyrir son minn sem er staddur í pollandi til 7 jan, og ég kann ekki að setja timer á videóið ), við sonurinn skutum þar upp rakettum og sprengjum. Ég splæsti risapakka á son minn. , sonur minn gisti en ég fór heim um hálf tvö.
Á nýársdag um hádegi ringdi hái dökkhærði maðurinn i mig og bauð mér að koma með sér í vinnuna,( já hann þurfti að vinna á nýarsdag kallinn og skel þunnur , enda ekki mikið sofinn ) já og þrammaði með mig um allt hús til að sýna mér hvern krók og kima, og sagði svo við mig að ég væri búin að missa vinnuna þarna, vegna þess að það var önnur sem sótti um, en hann vildi að ég kæmi að vinna þarna , en ég hringdi aldrei .
Við skelltum okkur í pottana og sundlaugina, vorum alein með allt svæðið, og mikið var það notalegt eftir allt þrammið um húsið og ég orðin ringluð. Vorum þarna allan daginn.
Ég byrja vinna á mánudaginn 5 jan, en í dag ætla ég að kíkja á útsölur aðeins.
Guð gefi ykkur góðan dag og gott kvöld elskurnar.
Bloggar | Föstudagur, 2. janúar 2009 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (19)
Jólaboð var í dag hjá foreldrum mínum á Akranesi, fórum við þangað ég og sonur minn yngsti og dóttlan kom með uppeftir en fór með stóra bróður heim. Mætt var alle hele familjen nema annar sonur bróður míns og annar tvíbbinn minn sem er í Pollandi. Var þetta í sjálfu sér flott boð og mikið meðlæti.
En í dag tók ég þá ákvörðun að tala ekki meira við systur mína og ekki reyna það meira, ég ætla ekki leyfa henni meira né oftar að tala niður til mín með hræsni og niðurlægingu, hún hreytti í mig einu tveggja stafa orði í dag, "hæ" og var það eina sem hún sagði við mig að fyrra bragði. Ég var að reyna tala við hana og var mér svarað með hræsni. Ekki veit ég hvað ég hef gert henni hafi gert eitthvað en mig grunar að hún sé svona við mig og ganvart mér vegna þess að dóttlan mín var mjög erfiður unglingur og lenti í rugli sem betur fer varði ekki lengi, en eitthvað fór þetta fyrir brjóstið á systur minni því eftir þetta hefur dóttir hennar ekki mátt tala við mig í einrúmi né við dóttir mina, , framkoma systur minnar er eins og það se´mér að kenna að dóttlan mín lenti í rugli og ég lélégur uppalandi. Hún gleymir að koma í afmælisveislur sem henni er boðið í til sonar míns og afmæli mins og þegar hún kemur þá kemur hún 1-1 1/2 tíma síðar. Hún kemur ekki svona fram við dóttir mína og mín börn, við þau er hún frekar smeðjuleg, fyrgefið orðalagið.
Þetta er erfitt og sárt og í dag fékk ég alveg yfir mig nóg og tók þessa ákvörðun., ég lét mig hverfa úr aðal samkvæminu og sat inni í herbergi og horfði á Ladda 6-tugur með krökkunum.
Æ varð bara að koma þessu frá mér því ég er að springa af vanlíðan yfir þessu og með tárin í augunum. Er alsekki að biðja um neina vorkun.
Þarf að gera margt á morgun, skipta dvd sem ég fékk í jólagjöf, galli í myndinni, og skreppa í keflavík í smá heimsókn, og hittingur annað kvöld með grúbbunni minni í 12 sporunum.
Guð veri með ykkur og varðveiti.;
Bloggar | Sunnudagur, 28. desember 2008 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
Átti ég alveg yndislegt aðfangadagskvöld með Ingólfi yngsta syni mínum og dóttir minni Heiður Erlu.
Var orðin frekar mikið þreytt í gærkvöldi að ég hafði mig ekki í miðnæturmessu kl 23:30 en það hef ég farið undanfarin ár, var komin upp í rúm löngu fyrir þann tíma með bólgnar fætur og verki um allan líkama.
Í dag hef eg ekkert gert nema kíkja til nágranna minna í kaffisopa til að vakna almennilega. Skellti hangikéti og sviðum á borð seinnipartinn í dag eða um kl 18 og söxuðum þvi í okkur og bragðaðist mjög vel þrátt fyrir að ég gleymdi að salta sviðin og kom mér á óvart hvað þau voru góð án salts.
Vinur Ingólfs gistir hjá okkur og eru þeir að spila núna á meðan þeir eru að bíða eftir mér til að spila Sequence spilið sem ekkert okkar kann, ég á víst að lesa leiðbeiningarnar.
Á morgun koma í mat Ingi minn annar tvíbbinn og kona hans Gunnfríður, þau voru í Borgarnesi hjá foreldrum hennar.
Vona ég að þið öll hafið haft það gott það sem komið er af jólahátíðinni og haldið áfram að hafa góða jólahátið.
Jólahátðar faðmlag frá mér til ykkar
Bloggar | Föstudagur, 26. desember 2008 (breytt kl. 01:12) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
alir landsmenn.
Kærleiksjólaknúsið mitt fáið þið hér frá mér
Elska ykkur öll
Bloggar | Miðvikudagur, 24. desember 2008 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
virðast geta kommentað, kommentið birtist ekki fyren ég er búin að skoða það og samþykkja það á síðuna. Ég fór þessa leið vegna þess að ég er að fá óskemmtileg komment frá fólki, komment sem ég vil ekki hafa á aðalsíðunni. Ég blokka þessi blogg nikk sem eru að senda mér miður skemmtileg komment.
Eigið ljúft kvöld elskurnar, elskið friðinn og strjúkið á ykkur kviðinn
Bloggar | Mánudagur, 22. desember 2008 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Það virðist eitthvað vera að á blogginu minu, það virðist ekki vera hægt að kommenta hjá mér, svo annað hvort senda mér þá skilaboða komment eða skrifa í gestabókina komment, það er hægt allavega. En vonandi hafa færslurnar skilað sér í bloggið, þetta er með síðustu tvær færslur held ég. Mig var farið að gruna að eitthvað væri að vegna þess að það kom ekkert komment frá neinum.
Fór uppá Akranes í gær með jólapakkann sem ég skreytti en dóttlan kom með hugmyndina ( mandarinukassinn ), fór síðan til sonar mins og tengdadóttur að kveðja þau en þau lögðu af stað til Pollands i morgun.
Ég ætla fara og klára versla það sem ég á eftir og slaka síðan verulega á. Í dag er versti dagurinn eftir að hafa fengið sprautur á föstudaginn frá hálsi niður á bak, einar 10-12 stungur í þetta sinn, á morgun verð ég eldhress.
Eigið annars ljúfan og góðan dag elskurnar í rokinu og rigningunni.
Kærleiks jólaknús á ykkur öll ;)
Bloggar | Mánudagur, 22. desember 2008 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Bloggar | Mánudagur, 22. desember 2008 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Ég er alveg stórkostleg þótt ég segi sjálf frá , skreytti mitt hvíta jólatré í gærkvöldi með bláum díóða ljósum og mislita bláu skrauti, en vil frekar fá þessar gömlu góðu séríur, fann þær hvergi með bláu ljósi, alsstaðar búnar svo ég hringdi í mömmu og bað hana að ath á Akranesi hvort hún sæi þar og þá kaupa fyrir mig. Jú jú hún fann og kemur með hana í bæinn á morgun, þannig að ég tek allt af til að skiprta um séríu.
Þessi díóðu ljós spenna mig upp bara , þau eru falleg en eru ekki fyrir mig að nota. Tók myndir en man ekki hvernig á að setja þær hér inn. Einhverjar upplýsingar æskilegar
Náði í nýju gleraugun aftur í dag, það var verið að setja réttu glerin í þau og breyta glerinu. Vona að ég venjist þeim núna. En ég get voða lítið notað þau þegar ég er með svona mikla vöðvabólgu og endalausann hausverk, þá fer allt í steik og rennur allt saman og sé svarta díla . Ég er með svokallaða breytilega sjón sagði augnlæknirinn og erfið að eiga við
Smá frá mér hérna.Það er búið að vera mikið að gera hjá mér,vinna, útrétta og hitt og þetta. Er að koma jólunum upp hjá mér, hvíta jóltréð skartar sínu fegursta kviknakið , hef ekki fengið bláu ljósin á það eins og eg vil , virðast vera alsstaðar búin bara. Svo það endar sennilega með rauð eða græn ljós. Já uðvitað skelli ég mynd inn þegar ég hef gefið þvi ljós og skraut.
Vinn út næstu viku og þá er komið jólafrí hjá mér til 5 jan, hlakka ekkert smá til sko, verður kærkomið frí.
Ég lét gott af mér leiða í dag, ákvað gefa jólaljós til einnar einstæðra móður sem á lítið af jóladóti og hefur ekki mikla peninga milli handa, ekki það að ég hafi alveg böns af pening milli minna handa heldur, en jólaljós eru róandi og gefa fallega byrtu.
Sonurinn gistir hjá systur sinni þessa helgina og eru þau að baka og hafa gaman af og njóta þess að vera saman.
Góða fólk , ætla halda áfram að setja upp jólin..
ÞIð sem kommentið hjá mér þakak ég ykkur fyrir, þið eruð alveg yndisleg og kommentin ykkar gefa mér svo mikið.
Bloggar | Laugardagur, 13. desember 2008 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Færsluflokkar
Tenglar
vinir minir
Mynda albúmið mitt
Börnin mín
Bloggvinir
- annaeinars
- gelgjan
- annabjo
- duddi-bondi
- baldurkr
- beggipopp
- birnamjoll
- heiddal
- gattin
- binna
- brylli
- skordalsbrynja
- dofri
- draumar
- emilkr
- strumpurinn
- umhetjuna
- loi
- fridrikomar
- fridaeyland
- eddabjo
- gurrihar
- gunnagusta
- mammzan
- landsveit
- gullvagninn
- heidathord
- kolgrimur
- hrabbabj
- astromix
- joninaottesen
- juliusvalsson
- katrinsnaeholm
- kari-hardarson
- kristin-djupa
- larusg
- lillagud
- bestalitla
- linka
- perlaoghvolparnir
- peturg
- rasan
- roslin
- undirborginni
- einfarinn
- amman
- sigro
- steinunnolina
- taraji
- melrakki
- ylfamist
- torabeta
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar