Færsluflokkur: Menntun og skóli
Menntun og skóli | Miðvikudagur, 18. maí 2011 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fór í skólann í morgun að sjá prófin mín , og kom snilldar vel undan þeim . Ég er himin lifandi yfir þeim.
Okkur turtildúfunum gengur rosalega vel, við erum mjög ástfangin og hamingjusöm .
Menntun og skóli | Þriðjudagur, 17. maí 2011 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Gleðilegt ár, janúar að verða búinn og þá styttist verulega í vorið og sumarið. Mér finst janúar búinn að vera soldið langur, eins og hann ætli aldrei að taka enda.
Það er svosem ekkert nýtt hjá mér nema nú á ég kærasta dökkhærðan og bara soldið sætann
Ég er byrjuð á námsekiði í sjálfsstyrkingu og það er mjög gaman, allt í leikrænu formi, leikir og bara gaman. Hún er að kenna okkur að vera kjánaleg og bjánaleg og gera mistök og það sé allt í lagi að vera þannig þegar þannig stendur á og það er allt í lagi að gera mistök þvi við erum ekki fullkomin. Við erum í leiðinni að læra að vera aftur barnið í sjálfum sér rifja það soldið upp . Svo leikfimi sem er líka æðislegt. Ég er í rauninni að gera alveg helling þannig sé. Stefna er tekin á skóla í ágúst að læra bókhald, fer á námskeið í því núna í endann feb eða byrjun mars. Er að vinna líka í þvi að hvernig ég fer að framfleita heimilinu því ég hætti væntanlega að vinna þegar skólinn byrar nema ég fái vinnu eftir kl 2 á daginn.
Þetta er það sona helsta sem ég get sagt ykkur núna. Ég er eiginlega dottin úr bloggæfingunni
Eigið góðan dag elskurnar
Menntun og skóli | Sunnudagur, 24. janúar 2010 (breytt kl. 12:12) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Í morgun fór ég á enn einn fundinn í skólanum útaf syni mínum eða eiginlega fyrir hans hönd, og í dag kom sálfræðingur með mér sem okkur var bent á að fara til ( útaf kvíða hans ).
Ég var búin einu sinni áður að fara í spjall við hana og svo fórum við bæði til hennar í síðustu viku eins og skólayfirvöld vildu að við gerðum og gekk það reyndar vel og þakka ég fyrir það því á þeim fundi kom enn ein sönnunin frá enn einum aðilanum um minn grun og LOKSIN á fundinum í morgun sá kennarinn og aðstoðarskólastjórinn hversu alvarlegt ástandið er, og LOKSINS í morgun sá kennarinn að þetta er ekki leti og áhugaleysi eins og hann hefur haldið fram við mig, enda sagði ég líka að ég hef alltaf verið að reyna segja þetta en aldrei hlustað á mig. Já það átti aldeilis að koma vandamálinu útfyrir skólann og í viðtöl til sálfræðings vegna kvíða, en kvíðinn er skólatengdur því drengurinn minn upplifir sig sem heimskingja sem veit ekkert og getur ekkert og skilur ekkert þar sem þar fram fer.
Hún sagði að hann verður að fá sérkenslu núna strax, í öll þessi tæp 8 ár sem hann er búinn að ganga í skólann þá er skólinn ekki að skila neinu til hans því sonur minn er hreinlega ekki að skilja almennar útskýringar þótt okkur þykir þær ekki flóknar þá eru þær mjög flóknar fyrir honum.
Verðum í sambandi við hana aftur í apríl þennan sálfræðing. Mér leið svo vel að loksins var hlustað og viðurkennt hvað ég er buin að vera berjast við. Þau í skólanum viðurkenndu að þau hafa ekkert gert gagnvart honum þótt pappírarnir hafi komið til staðar, ekkert athugað einu sinni sko. Svo er annað mál hvort eitthvað verður gert, eins og ástandið er í dag þá í rauninni skiptir engu máli hvort hann er í skólanum eða ekki því það skilar engu eins og ástandið er.
Ég byrjaði á þessu þegar hann var í leikskóla en þar eins og í skólanum þá var ekki hlustað á mig en ég fékk fram minn vilja þar að tala við talmeina sérfræðing og þar kom fram vandamál, en af einhverjum ástæðum hefur enginn viljað hlusta á mömmuna sem á nú að þekkja barnið sitt best og hafa sínar tilfinningar að ekki sé allt eins og það á að vera.
Ég þakka þeirri góðu konu sem hvatti mig til að fara í Sjónarhól og ræða við sérfræðing þar og kom sú kona með mér á fund, og svo var ég beðin að fara með hann til þessara sálfræðings og þakka ég það mjög vel og mikið.
Ég var beðin um gera þetta og hitt bara til að reyna koma vandamálinu út úr skólanum og blanda þessum og hinum í dæmið, en þessi sálfræðingur sagði hingað og ekki lengra það þurfa ekki fleyri að koma að þessu, vandamálið er skólinn og það er skólans að laga hans aðsætður þannig að honum liði vel í sínum skóla.
Eins og ástandið er í dag þá hefur hann ekkert eryndi inn í almennan bekk í ákveðnum fögum, hann þarf mjög mikla sérkenslu eiginlega einstaklings kenslu, og var það loksins viðurkennt.
Fyrigefið mér ef ég fer í sitt og hvað í þessum skrifum.
Guð gefi ykkur ljúfar stundir ;)
Menntun og skóli | Mánudagur, 12. janúar 2009 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Ég er búin að vera á fundum í skólanum vegna sonar míns, ekki vegna óspekta nei ó nei. Ég er að berjast fyrir því að hann fái sérkennslu og stuðning í námi og kominn tími að hann fái stuðning. En eins og skólakerfið er þá er voða erfitt að fá hjálp þegar við foreldrar förum af stað að fyrra bragði, ég geng endalaust á veggi og þykka veggi. Endaði með því að ég fékk fagaðila með mér og var þá fyrst samþykkt að gera eitthvað í hans málum. Sumir kennarar af gamla skólanum vilja oftast halda því fram að það sé bara leti og áhugaleysi og hef ég fengið að heyra það svo oft og mörgum sinnum, samt er greyning um barnið fyrir framan kennarann en hann neitar að samþykkja það sem greyningin segir um að krakkinn eigi erfitt með að ná því sem kennarinn er að útskyra, og ekki hlustað á foreldrið, nei nei þeir þykjast vita betur hvernig barnið manns er.
En ef skólinn byrjar og maður er ekki sammála , þá er bara hótun að senda til barnanefndar bara strax, og var það í þessu tilfelli og ég sagði bara já endilega sendið þið það ef þið haldið að þið græðið á þvi, og hvað á barnavernd að gera í þessu máli, ? koma og sitja hjá barninu og hjálpa honum að læra eða ? og sjá til þess að krakkinn mæti í tima ? en það væri bara fínt að fá þá til að vera hjá honum og hjálpa honum að læra, þá fengi hann góða stutta og hnitmiðaða útskýringu á náminu eins og hann þarf. Ég sagði að málið væri það að það þarf að fara til þessarra nemanda sem kalla ekki sjálfir eftir aðstoð, og sagði að þið vitið alveg að hann ber sig ekki eftir aðstoðinni og hefur aldrei gert, ( veit ekki afhverju ) og er þá ekki ráðið að reyna styðja þau börn, ? það er alveg hægt og meira segja inni í bekknum, en nei þessi börn verða undir og þar af leiðandi dragast aftur úr, og þau upplifa sig sem aumingja og aula.
Sonur minn fór í sund í gær eftir margar fjarvistir i sundi , hann sagðist ekki fara vegna þess að hann væri svo lélegur í sundi, svo hitti það þannig á að það var tekinn tími og hann var með besta tímann þrátt fyrir lélega mætingu í sundi, og ég sagði við hann að hann væri nú búinn að afsanna það hann væri lélégur í sundi, og hann bara montinn og sagði já ég er búinn að þvi.
Hann stendur sig vel í fótbolta því þar er alltaf hvatning, aldrei talað niður til þeirra þrátt fyrir tapleiki, alltaf og endalaus uppbygging. Og er ég í því líka í sambandið við námið og sjálfið hans og allt.
Allt sem ég hef gert fyrir son minn hef ég gert sjálf, fór sjálf með hann til barnalæknis, bað sjálf um greyningu á hann, bað sjálf um sálfræðigreyningu fyrir hann, en þar sem ég þurfti að bíða lengst, var í skólanum að kennaranninn skrifaði á pappírana sem þurfti að fylla út.
Sonur minn er flottur strákur og á eftir að meikaða með glans
Menntun og skóli | Fimmtudagur, 27. nóvember 2008 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Menntun og skóli | Föstudagur, 29. ágúst 2008 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Menntun og skóli | Mánudagur, 25. ágúst 2008 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Færsluflokkar
Tenglar
vinir minir
Mynda albúmið mitt
Börnin mín
Bloggvinir
- annaeinars
- gelgjan
- annabjo
- duddi-bondi
- baldurkr
- beggipopp
- birnamjoll
- heiddal
- gattin
- binna
- brylli
- skordalsbrynja
- dofri
- draumar
- emilkr
- strumpurinn
- umhetjuna
- loi
- fridrikomar
- fridaeyland
- eddabjo
- gurrihar
- gunnagusta
- mammzan
- landsveit
- gullvagninn
- heidathord
- kolgrimur
- hrabbabj
- astromix
- joninaottesen
- juliusvalsson
- katrinsnaeholm
- kari-hardarson
- kristin-djupa
- larusg
- lillagud
- bestalitla
- linka
- perlaoghvolparnir
- peturg
- rasan
- roslin
- undirborginni
- einfarinn
- amman
- sigro
- steinunnolina
- taraji
- melrakki
- ylfamist
- torabeta
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar