Útilega í norðan garra

Fór á bryggjuhátíðina á Drangsnesi um helgina 17-19 júlí, keyrði úr 22-23 stiga hita í 7 gráður. Brrr. Á sunnudagsmorguninn vaknaði ég við háfaða rok, hélt að allt ætlaði í veður og vind. Náði að taka saman tjaldhiminn sem ég var með áður en það fauk út í buskann. Ætlaði að fara lengra norður á strandir, og eða yfir á vestfirðina en veðrið virðist ekki ætla að leika við mig þetta árið að fara þetta. Spáð var verra veðri á þessum slóðum í dag svo ég keyrði bara suður. Svo í dag var vinkona mín að spurja hvort ég vildi koma með í útilegu á Þingvöll, en ég bara þreytt ennþá og ekki að nenna að fara tjalda þvi ég er ekki með tjaldvagninn heima Smile enda flestar mínar græjur í vagninum Smile

Eigið ljúfa daga Heart 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Erna

Við ráðum víst ekki veðrinu því miður Krútta mín. Ég er að fara á ættarmót í Öxarfirði í N-Þing um næstu helgi og veðurspáin lofar ekki góðu, rigning og rok og hiti undir 10 gráðum  En þá er bara að bíta á jaxlinn og klæða sig vel  Ég skil vel að þú sért þreytt og stundum er gott að vera bara heima í rólegheitum og slappa af. Knús og kveðjur til þín kæra vinkona

Erna, 20.7.2009 kl. 23:53

2 Smámynd: Sigrún Óskars

æi það er ömurlegt að lenda í svona veðri.

Við fórum strandir og vestfirði í byrjun júlí í frábæru veðri.

hafðu það gott vinkona

Sigrún Óskars, 21.7.2009 kl. 12:05

3 Smámynd: Aprílrós

Ég hefði átt að fara þá ;) núna er spáð snjókomu á hálendi þar og jafnvel niður í byggð ;) 

Aprílrós, 23.7.2009 kl. 09:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband