Góður dagur

Hentist á milli bæjarfélaga á bæjarhátíðir, Heiður dóttlan mín nennti að slæpast með mér og hundunum Cool, fyrri þeytingurinn til Sandgerðis , skreyttur bær í gulum, rauðum, grænum og bláum litum. Heilmikið um að vera en þvílíkt var rokið. Í markaðstjaldinu var  ég næstum gengin í flasið á mínum X en hann var sem betur fer samur við sig og sá mig ekki því hann var svo upptekinn af sjálfum sér og sínum mótorhjólagalla Sick, ég snéri okkur við og fórum út aftur og beið eftir að hann færi því ég hafði ekki áhuga á að mæta honum Sick. Mikið að skoða og sjá sem var til sölu, fallegar hundalopa peysur en ég ætla bara að reyna prjóna sjálf lopapeysu á Töru mína ( litlu tjúa tíkina mína ). Um 15:30 brunuðum við til Hveragerðis á blómstrandi daga en það var nú allt að enda þegar við komum þangað en gátum kíkt í tuskubúðina, röltum um bæinn og fengum okkur ís í Iðavöllum ( gamla Eden ). Mikklu hlýrra í Hveragerði og ekki rok Smile. Renndum okkur í bæinn í rólegheitum og ég skutlaði henni á fund og ég var komin heim til mín um átta leitið Smile. Mér finst svo gaman að keyra hingað og þangað í  svona í fallegu veðri InLove. Ég á eftir að fara mikið um í dagsferðir , er alltaf að sjá meira nýtt sem ég þarf að fara Smile .

Hafið yndislegt kvöld, ljúfa og fallega drauma í nótt Sleeping InLove


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Linda litla

áttu eftir að fara mikið í dagsferðir ?? kannski þú bjóðir mér einhvertímann með á rúntinn ;o)

Linda litla, 31.8.2009 kl. 02:36

2 Smámynd: Aprílrós

Heyrðu Linda mín , ekki málið, já já ég á eftir að fara meira , alveg helling. Gæti átt það til að skreppa eftir vinnu þessvegna sko. Á næsta laugardag fer ég á ljósanótt í keflavík en á sunnudag getur verið að ég skreppi eitthvað sem ég hef ekki farið áður hehe ;)

Aprílrós, 31.8.2009 kl. 23:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband