Annar flottur dagur ;)

Ég skellti mér aðeins út að dansa sl nótt, mjög gaman að hitta fólkið sem ég hef ekki hitt síðan í endan mai og koma heim endurnærð .

 Ég vaknaði síðan í morgun til að hleypa ferfætlingunum út að gera sínar þarfir, lagði mig aftur og þegar ég vaknaði þá brá mér heldur betur því klukkan var rúmlega 3, ég sem ætlaði að gera svo mikið í dag, sko keyra um og skoða Smile. Ég svosem lét þetta ekki stoppa mig svo eftir kaffisopann þá byrjaði ég á Heiðmörk til að leyfa hundunum að spretta úr spori og leika sér Cool. Þaðan brá ég mér suður í Sandgerði og keyrði út á Hvalnesið og áfram út á Reykjanesið, rölti upp á bjargið sem þar er og vá ég er sko ekki fjallgöngumanneskja ennþá Tounge. Þaðan til Grindavíkur og Krísuvíkurleiðina heim. Kom heim til mín um tíu leitið. Keyrði leið sem ég hef aldrei farið áður, sem er Hvalnesið og þessi leið til Grindó. Hef oft farið Krísuvíkurleiðina og keyrt þar um, og keyrt Vigdísarleið. Cool

Svo núna er það koddinn góði. Guð gefi ykkur góða nótt og fallega drauma Sleeping

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Linda litla

Þú ert alveg mögnuð Guðrún, þú ert alltaf á ferðinni hahahaha

Linda litla, 31.8.2009 kl. 02:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband