Gleðileg jól,Merry christmas,Feliz navidad,Wesołych świąt,Feliz natal,З Різдвом

Átti ég alveg yndislegt aðfangadagskvöld með Ingólfi yngsta syni mínum og dóttir minni Heiður Erlu. 

Var orðin frekar mikið þreytt í gærkvöldi að ég hafði mig ekki í miðnæturmessu kl 23:30 en það hef ég farið undanfarin ár,  var komin upp í rúm löngu fyrir þann tíma með bólgnar fætur og verki um allan líkama. 

Í dag hef eg ekkert gert nema kíkja til nágranna minna í kaffisopa til að vakna almennilega. Skellti hangikéti og sviðum á borð seinnipartinn í dag eða um kl 18 og söxuðum þvi í okkur og bragðaðist mjög vel þrátt fyrir að ég gleymdi að salta sviðin og kom mér á óvart hvað þau voru góð án salts.

Vinur Ingólfs gistir hjá okkur og eru þeir að spila núna á meðan þeir eru að bíða eftir mér til að spila Sequence spilið sem ekkert okkar kann, ég á víst að lesa leiðbeiningarnar.

Á morgun koma í mat Ingi minn annar tvíbbinn og kona hans Gunnfríður, þau voru í Borgarnesi hjá foreldrum hennar.

Vona ég að þið öll hafið haft það gott það sem komið er af jólahátíðinni og haldið áfram að hafa góða jólahátið. 

Jólahátðar faðmlag frá mér til ykkar  


Gleðileg jól

alir landsmenn. InLove

Kærleiksjólaknúsið mitt fáið þið hér frá mér  Heart InLove Heart InLove

Elska ykkur öll InLove 


Sumir

virðast geta kommentað, kommentið birtist ekki fyren ég er búin að skoða það og samþykkja það á síðuna. Ég fór þessa leið vegna þess að ég er að fá óskemmtileg komment frá fólki, komment sem ég vil ekki hafa á aðalsíðunni. Ég blokka þessi blogg nikk sem eru að senda mér miður skemmtileg komment. 

 Eigið ljúft kvöld elskurnar, elskið friðinn og strjúkið á ykkur kviðinn Tounge  


Eitthvað að á blogginu mínu

Það virðist eitthvað vera að á blogginu minu, það virðist ekki vera hægt að kommenta hjá mér, svo annað hvort senda mér þá skilaboða komment eða skrifa í gestabókina komment, það er hægt allavega. En vonandi hafa færslurnar skilað sér í bloggið, þetta er með síðustu tvær færslur held ég. Mig var farið að gruna að eitthvað væri að vegna þess að það kom ekkert komment frá neinum. 

Fór uppá Akranes í gær með jólapakkann sem ég skreytti en dóttlan kom með hugmyndina ( mandarinukassinn ), fór síðan til sonar mins og tengdadóttur að kveðja þau en þau lögðu af stað til Pollands i morgun.  

Ég ætla fara og klára versla það sem ég á eftir og slaka síðan verulega á. Í dag er versti dagurinn eftir að hafa fengið sprautur á föstudaginn frá hálsi niður á bak, einar 10-12 stungur í þetta sinn, á morgun verð ég eldhress.  

 

Eigið annars ljúfan og góðan dag elskurnar í rokinu og rigningunni. 

Kærleiks jólaknús á ykkur öll ;) 

 


Myndir

 

DSC00125
Heiur og Ingólfur
Börnin mín 4.
DSC00121
 Jólatréð. 
Jólagjöf , skreyttur mandarínukassi með ýmsu góðgæti í. 
DSC00096
 
DSC00134
 

Tíbiska ég ;)

Ég er alveg stórkostleg þótt ég segi sjálf frá LoL, skreytti mitt hvíta jólatré í gærkvöldi með bláum díóða ljósum og mislita bláu skrauti, en vil frekar fá þessar gömlu góðu séríur,  fann þær hvergi með bláu ljósi, alsstaðar búnar svo ég hringdi í mömmu og bað hana að ath á Akranesi hvort hún sæi þar og þá kaupa fyrir mig. Jú jú hún fann og kemur með hana í bæinn á morgun, þannig að ég tek allt af til að skiprta um séríu. Smile

Þessi díóðu ljós spenna mig upp bara Woundering , þau eru falleg en eru ekki fyrir mig að nota.  Tók myndir en man ekki hvernig á að setja þær hér inn. Einhverjar upplýsingar æskilegar Wink

Náði í nýju gleraugun aftur í dag, það var verið að setja réttu glerin í þau og breyta glerinu. Vona að ég venjist þeim núna. En ég get voða lítið notað þau þegar ég er með svona mikla vöðvabólgu og endalausann hausverk, þá fer allt í steik og rennur allt saman og sé svarta díla Sideways. Ég er með svokallaða breytilega sjón sagði augnlæknirinn og erfið að eiga við Grin

 


Jólin sett upp

Smá frá mér hérna.Það er búið að vera mikið að gera hjá mér,vinna, útrétta og hitt og þetta. Er að koma jólunum upp hjá mérSmile, hvíta jóltréð skartar sínu fegursta kviknakið Grin, hef ekki fengið bláu ljósin á það eins og eg vil , virðast vera alsstaðar búin bara. Svo það endar sennilega með rauð eða græn ljós. Já uðvitað skelli ég mynd inn þegar ég hef gefið þvi ljós og skraut.Heart

Vinn út næstu viku og þá er komið jólafrí hjá mér til 5 jan, hlakka ekkert smá til sko, verður kærkomið frí.Joyful

Ég lét gott af mér leiða í dag,Heart ákvað gefa jólaljós til einnar einstæðra móður sem á lítið af jóladóti og hefur ekki mikla peninga milli handa, ekki það að ég hafi alveg böns af pening milli minna handa heldur, en jólaljós eru róandi og gefa fallega byrtu.Heart

Sonurinn gistir hjá systur sinni þessa helgina og eru þau að baka og hafa gaman af og njóta þess að vera saman.  

Góða fólk , ætla halda áfram að setja upp jólin..Heart

ÞIð sem kommentið hjá mér þakak ég ykkur fyrir, þið eruð alveg yndisleg og kommentin ykkar gefa mér svo mikið.Heart


Vinir

Á föstudagskvöldið síðustu viku var ég á rúntinum með vini mínum og skoða í glugga, ég horfi á hvítu jólatrén og segi að mig hafi lengi langað að prufa hafa hvítt jólatré, en hef aldrei haft efni á að kaupa solleis.  Í gær hringir hann í mig þessi vinur minn og segir mér að hann hafi keypt hvítt jólatré handa mér og sé á leiðinni til mín með það.  Eftir þetta fór ég að spá og pæla í hverjir væru vinir mínir og kunningjar mínir. Veit allavega að þessi vinur minn er ekta vinur , enda erum við búin að vera vinir í mörg ár og það trúnaðarvinir í ábót.  Ég á fáa vini, en þessir fáu vinir mínir eru mjög góðir vinir mínir. og þeir gefa mér svo mikinn kærleik . 

 Eigið góðan dag á morgun elskurnar.  :) 


Mín

aðeins að komast í jólafíling, dúkar og jóladót að komast á sinn stað. Heart

 Dóttlan flutti ekki heim, rættist úr hennar málum og hún fékk litla og kósy íbúð. Ég fann strax góða tilfinningu og góðann anda í íbúðinni þegar ég labbaði inn til hennar.  Hún þurfti að mála og hún penslamálaði hálfa íbúðina, var ekki lengi að því. Heart 

Sonurinn veikur eins og svo margir í dag, kvef og hiti, en vona að hann slepppi við lungnabólgu en hana er hann gjrarn að fá með kvefinu. 

Guð gefi ykkur góðan dag. Heart 

 


Tóm

Kæru vinir, !!!!

Ég er búin að vera svo tóm undanfarið og hef ekki haft orku til að skrifa til ykkar.

Ég hef sosem ekkert að segja en er alveg gáttuð á DO.

Hann er alveg gengin af göflunum, og BARA 60 ára eins og hann segir.

Ég fór ekki að vinna í dag vegna þess að bakið er fast,

fór í lás í gærkvöldi og er búið að vera í lás síðan, .

Er gangandi verkjapillu spjald hérna og það er bara ekki gott.

Vona að ég geti staulast í vinnu á morgun, en sé til.

Sendi til ykkar stór KÆRLEIKS KNÚS og grípi þeir sem vilja, nóg er til.

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband