snildar græja

Ég keypti mér í fyrradag  merkilega græju, vinkona min ein sagði mér frá þessarri græju og það virkar alveg snildar vel, þetta heitir RobMop. Plasthringur sem er eins og geimfar í laginu , set undir það filt og kúlu inn í þetta og kveiki á og þá fer þetta af stað og dansar um gólfið.  . Ég hlóð batterýið sem dugar í 1,5 klst, lokaði síðan græjuna inni í herberginu mínu og hún dansaði á gólfinu og allt ryk farið og miklu betra loft.  Þessi græja kostar innan við 4000 kr.  Alveg tær snylld. Þessi græja verður dansandi hjá mér næstu daga . Ég þarf að ryksuga sjálf meðfram allstaðar því hún tekur ekki rusl, það ýtist bara út að vegg, en það er nú í fínu lagi, alveg ótrúlegt hvað kemur mikið ryk bara eftir einn dag.  Mátti til með að deila þessu með ykkur.

Eigið ljúfa helgi góða fólk Heart


Skólamál

Ég er búin að vera á fundum í skólanum vegna sonar míns, ekki vegna óspekta nei ó nei. Ég er að berjast fyrir því að hann fái sérkennslu og stuðning í námi og kominn tími að hann fái stuðning. En eins og skólakerfið er þá er voða erfitt að fá hjálp þegar við foreldrar förum af stað að fyrra bragði, ég geng endalaust á veggi og þykka veggi. Endaði með því að ég fékk fagaðila með mér og var þá fyrst samþykkt að gera eitthvað í hans málum. Sumir kennarar af gamla skólanum vilja oftast halda því fram að það sé bara leti og áhugaleysi og hef ég fengið að heyra það svo oft og mörgum sinnum, samt er greyning um barnið fyrir framan kennarann en hann neitar að samþykkja það sem greyningin segir um að krakkinn eigi erfitt með að ná því sem kennarinn er að útskyra, og ekki hlustað á foreldrið, nei nei þeir þykjast vita betur hvernig barnið manns er. 

En ef skólinn byrjar og maður er ekki sammála , þá er bara hótun að senda til barnanefndar bara strax, og var það í þessu tilfelli og ég sagði bara já endilega sendið þið það ef þið haldið að þið græðið á þvi, og hvað á barnavernd að gera í þessu máli, ? koma og sitja hjá barninu og hjálpa honum að  læra eða ? og sjá til þess að krakkinn mæti í tima ?  en það væri bara fínt að fá þá til að vera hjá honum og hjálpa honum að læra, þá fengi hann góða stutta og hnitmiðaða útskýringu á náminu eins og hann þarf.  Ég sagði að málið væri það að það þarf að fara til þessarra nemanda sem kalla ekki sjálfir eftir aðstoð, og sagði að þið vitið alveg að hann ber sig ekki eftir aðstoðinni og hefur aldrei gert, ( veit ekki afhverju ) og er þá ekki ráðið að reyna styðja þau börn, ? það er alveg hægt og meira segja inni í bekknum, en nei þessi börn verða undir og þar af leiðandi dragast aftur úr, og þau upplifa sig sem aumingja og aula.  

Sonur minn fór í sund í gær eftir margar fjarvistir i sundi , hann sagðist ekki fara vegna þess að hann væri svo lélegur í sundi, svo hitti það þannig á að það var tekinn tími og hann var með besta tímann þrátt fyrir lélega mætingu í sundi, og ég sagði við hann að hann væri nú búinn að afsanna það hann væri lélégur í sundi, og hann bara montinn og sagði já ég er búinn að þvi.

Hann stendur sig vel í fótbolta því þar er alltaf hvatning, aldrei talað niður til þeirra þrátt fyrir tapleiki, alltaf og endalaus uppbygging.  Og er ég í því líka í sambandið við námið og sjálfið hans og allt.

Allt sem ég hef gert fyrir son minn hef ég gert sjálf, fór sjálf með hann til barnalæknis, bað sjálf um greyningu á hann, bað sjálf um sálfræðigreyningu fyrir hann, en þar sem ég þurfti að bíða lengst, var í skólanum að kennaranninn skrifaði á pappírana sem þurfti að fylla út. 

Sonur minn er flottur strákur og á eftir að meikaða með glans Heart 

 


Tilfærslur á dóti og dóttir minni.

Já ekki var fjarveran lengi hehe , en mátti til með að segja ykkur að ljósin eru komin í gluggana og tekur sig vel út, langar að setja aðeins meiri ljós en sé til.  Heart

Svo um mánaðarmótin flytur dóttlan aftur heim og talaði hún um að vera alest 3-4 mánuði og þarf ég að færa hillur og dót á milli herbergja svo hún geti haft sitt rúm og dót í herberginu já og tæma skápinn sem yfirfullur er af hinu og þessu sem ég hugsa að megi alveg fara lengra en í næsta skáp. Svo þarf að búa til pláss fyrr sófann hennar og kistuna sem langafi hennar átti og afi hennar endursmíðaði og gaf henni.  Heldur mikið upp á þá kistu. Heart

Þetta hefur aldrei klikkað hjá mér að þegar ég er búin að koma öllu í stand hjá mér,  þá kemur einhver inná mig, klikkar ekki. Heart Ég myndi alveg þyggja ástmann til mín InLove 

Augnlæknir í fyrramálið svo það er eins gott að fara koma sér í háttinn Sleeping 

Hafið það eins best og þið getið, reynið að láta ástand þjóðarinnar  ekki taka völdin af ykkur, látum þetta ástand frekar þjappa okkur saman, vera góð við hvort annað, elskum hvert annað.  Heart

Knúsarkveðjur til allra bloggvina minna og allra aðra líka. Heart

 

 


Tiltekt og gluggaljós

Þá er komið að smá tiltekt á heimilinu og setja ljós í glugga. Annars er ég búin að vera svaka löt í dag. Fór í bíó með stráknum mínum og hitti þar einn kiðling úr bekknum sem ég var með í fyrra.  Passaði papilon hvutta fyrir vinkonu mína, hún kom með hann í gær og sótti hann i dag, alveg frábær hvutti, hann vildi helst vera úti bara, var alltaf að biðja um að fara út að leika og uðvitað fór ég með hann út að leika, sá var nú ekki að láta snjó og kulda aftra sér. Kom með okkur í moggann í morgun kl 6 og naut sín á röltinu, skildi reyndar ekkert í því afhverju hann fór ekki inn þegar hann fór  upp að hverjum dyrum Smile

Dóttlan er hjá mér núna lasin, kvef og hósti og sitjum við í sinnhvorum sófanum með sinhvora tölvuna á hnjánum Smile 

 Var að spá í að taka mér smá hvíld en sé til hversu mikið ég get verið án ykkar. Ég er komin með tölvuleiða eiginlega þótt ég sitji núna með tölvuna á hnjánum,  ég kíki samt á póstinn og lít á ykkur í leiðinni. Smile

Hafið það sem allra best elskurnar.  Wink


Pilates

Þá er minnas farin að gera pilates æfingar á stofugólfinu, þokkalega vont gott, tekur sko á . Smile En alveg þess virði sko. Var í þessu í 6 vikur í vor og það var æðislegt. Hef aldrei fundið mig á svona stöðum en þarna fann ég mig og mætti í alla tíma nema einn. Og er semsagt byrjuð aftur.  Keypti einmitt stóran bolta til að hafa með.   Ætla hafa þetta 3x í viku, mán-mið-föst. þegar ég kem heim úr vinnu. 

Annars er ég bara andlaus í kvöld, kíki blogghringinn, kvitta ekki alltaf en ég les alltaf, kvittið fer eftir því í hvernig ástandi ég er, altso þreytt-ekki þreytt, andlaus- full af anda ,æ þið skiljið Smile

Svona er þetta bara stundum.

Eigið ljúfar stundir elskurnar, Góða nótt Sleeping Sleeping Sleeping 


Smá blogg

Ferlega líður mér vel að vera búin með gólfin, á reyndar herbergin eftir. Næst er að koma ljósunum í gluggana og síðan baka fáeinar sortir til að fá ylminn, annars baka ég ekki mikið fyrir jólin frekar en annan tíma ársins. Stefnan er allavega að baka hálfmána og kanilsnúða. Whistling 

Ég og sonurinn skruppum á Akranes í gær til pabba og mömmu, kom nú aldeilis ekki tómhent til baka, þau gömlu voru að enda við að gera bjúgu og græddi eg nokkur og uðvitað var ég með heimalöguð bjúgu í kvöldmatinn í kvöld, alveg dýryndis matur. Joyful

Ég fylgdist ekki með Eddunni en þeir sem unnu hafa sannarlega átt það skilið,. Heart

Kæru vinir ég er uppgefin eftir helgina og  fyrsta vinnudag nýrrar vinnuviku svo ég læt þetta lítilræði duga .  Eigið frábært kvöld, það ætla ég að gera á mínum svefnstað undir sæng. Sleeping

góða nótt og ljúfa drauma Sleeping Sleeping Sleeping 


Draumaráðning óléttunnar

Að dreyma að maður sé óléttur er góðs viti. Þetta táknar upphaf á einhverju nýju og spennandi í lífi þínu, jákvæðar breytingar eru í nánd. Heart 

Hvað er hægt að biðja um meira ?   Smile Heart

  


Ólétt !

Fékk staðfest á dögunum að ég væri ólétt, fann engin einkenni um það, var hjá lækni útaf öðru og þá kom þetta í ljós. Hlakkaði til að láta háa dökkhærða mannin vita, Var ekki búin að láta hann vita þegar ég vaknaði, og var dauðfegin að þetta var bara draumur, myndi ekki nenna að standa í því í dag tæpra 46 vetra að vera ólétt, yrði það undur og stórmerki ef það yrði eftir 12 ár í kaskó. Smile

Fótboltaleiknum hjá syninum var frestað vegna veðurs, var ég ákaflega fegin því mér var farið að kvíða fyrir að leggja af stað því ég er enn á sömu dekkjunum og var einmitt í morgun að lesa blogg frá einum að það hafi orðið árekstur  snemma í morgun, og fólkið sem lendir í árekstri gæti ekki kennt neinum um nema sjálfum sér vegna þess að það kann ekki að keyra, þá á hann við að það keyrir ekki eftir aðstæðum, og enn á sumardekkjum komið fram á þennan tíma árs. Ég viðurkenni að ég skammaðist mín fyrir trassaskapinn í mér líka í ljósi þess að ég rann yfir á rauðu ljósi í hálku um daginn Angry og lofaði að breyta því en gerði ekki neitt svo Blush

Jæja ætla leggjast á fjórar fætur og klóra dúkinn á baðherberginu, nei  ekki að klóra vegna kláða GetLost, nota klór til að hreinsa dúkinn og leysa upp gamalt bón, skúra síðan og bóna.

Takið af ykkur skóna, ég er að bóna Grin Happy 


ástarmál og fl ;)

Er nýkomin inn frá því að bera út moggann, rétt slapp á undan rokinu,. Líður svo vel að rölta snemma á morgnana ein með sálfri mér. Happy

Í gærkvöldi tæmdi ég eldhhúsið og stofuna, setti allt uppá yfirbyggðu svalirnar og skúraði og bónaði, þarf að fara aðra umferð og geri það á eftir þegar ég kem heim frá að keyra soninn í fótboltakeppni. Setja  ljós í gluggana, ætla hafa blá ljós í litlu stofugluggunum, finst þau svo rómó og róandi. Smile hef samt rauð í mínum glugga í herberginu. 

Hef lítið sofið undanfarna viku útaf áhyggjum Frown,  ekki peningum, það er annað og meira dýrmætara Heart en peningar til,. Í vinnunni í dag var ég alveg annars hugar og fanst mér ég ekkert gagn gera, en fékk samt þvílíkt hrós fyrir hvað ég er lagin með krakkana og hvað ég sé lagin að fá þau til að byrja læra, og uðvitað varð ég mjög þakklát og ánægð Happy, hvað er annað betra til en að fá hrós og klapp á bakið fyrir það sem maður er að gera vel, já og jafnvel knús, mér finst það voða notó. Krakkarnir fá verðlaun fyrir vel unnin störf í skólanum og að vera dugleg, ég fæ líka verðlaun fyrir vel unnin störf  Smile

Ekki verður meira af ástarsambandinu, var ekki eins og ég hélt  það væri, en það var ekki hægt að túlka skilaboð hans á annan hátt en um samband væri að ræða. Hann notaði mína hrifningu til að fá sitt, blístraði á mig ( eins og húsbóndi við hund sinn ) þegar hentaði honum og ég hljóp af stað, en svo kom upp sú staða að ég ákvað að prufa gæjann og hlýddi ekki blístrinu, allt í lagi í eitt skipti, en þegar ég hlýddi ekki í annað sinn þá fékk ég bæbæ, ekki  meira sex og ekki senda mér sms. Ég sagði bara OK.  Þá vissi ég það,, HANS TAP . Áhyggjurnar voru ekki út af honum Wink

Ég er ekki að byðja um vorkun, ég er ekki í ásrtarsorg, ég er ekki bytur, ég er ekki lögst í þunglyndi, hann einfaldlega sá mig ekki.  

Eigið góðan dag elskurnar , það ætla ég að gera og njóta þess að þrífa gólfin þau sem eftir eru. Wink og njóta svo kvöldsins Heart

  

 


Netheimar,sjón,ástarmál,afmæli.

Það er gaman að vita af því að jólasveinarnir eru komnir í netheima, nú þarf ekki lengur að vera senda bréf sem þurfti að senda í byrjun nóvember því það er svo lengi á leiðinni á Norðurpólinn, hér er eitt netfangið : stekkjastaur1@gmail.com. , en mig minnir að þeir hafi nú eitthvað verið að fykta við tölvuheima þegar þær tengdust internetinu. Happy

Ég fór í gleraugnabúðina í dag því ég áttaði mig á því í dag að glerið dökknar ekki í birtunni utandyra, ég bað um það og borgaði fyrir það, þau voru sett í eitthvað ljósa tæki til að kanna það og jú jú mikið rétt þau dökkna ekki eins og þau áttu að gera, svo það verður að panta ný gler sem tekur um 2-3 vikur. Cool

Ástarmálin ganga í góðum farvegi á  rólegan og yndislegan hátt . Hittumst þegar við getum en það er mismikið vegna vinnu okkar beggja. InLove

Við sonurinn erum að fara í afmæli til tengdadóttur minnar núna. Wizard

Eigið ljúft og yndislegt kvöld elskurnar. Heart


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband