Eigið góðan dag og gott kvöld, það ætla ég að gera.
Bloggar | Mánudagur, 10. nóvember 2008 (breytt kl. 18:28) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Illa gengur að venjast gleraugunum nyju, rennur allt saman, en þrjóskan ég held áfram í þeirri trú að muni sjá að lokum, keyri eftir minni og mér til heppni þá veit ég hvað göturnar heita svo ekki þarf ég að lesa á skiltin sem ég náttlega ekki sé, svo ef þið sjáið Rav4 vafinn utan um staur þá er það líklegast ég því ekki veit ég hvenær þessum blessuðum staurum dettur í hug að planta sér niður hingað og þangað án þess að gera boð á undan sér.
Eins ef það eru miklar prentvillur núna þá er það augnlækninum að kenna því hann lét mig fá þessi gleraugu sem ég sé ekkert með á lyklaborðið og ég er að reyna pikka á takkaborðið eftir minni.
Ekkert varð af stelpu/vinkonu kvöldinu í kvöld vegna þess að vinkona mín er lasin ( það verður bara seinna ), en í staðinn er ég að fara í vinaparty og út að dansa, ég hef mikla þörf fyrir að dansa og syngja og fæ mikla útrás í því.
Pabbahelgi hjá deitinu mínu svo hann er bara að njóta sín með litlu kiðlingunum sínum fallegu.
Eigið fallegt og ljúft kvöld elskurnar. Elskið friðinn og strjúkið á ykkur kviðinn .
Bloggar | Laugardagur, 8. nóvember 2008 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
þrautir vinnur alla sagði Guðrún bloggvinkona. Hún þekkir mína óþolinmæði, en Gunna mín gleraugun jafna sig held eg , byrja bara að hafa þau í stuttan tíma á dag, ananrs þreytist ég og fæ bauga og rauðeygð og fer að píra augun., held að ég sé ekkert sérstaklega falleg svoleiðs, þótt falleg sé nú samt.
Hitti deitið mitt í dag, bað, dekur og nudd,. Hann er voða rómo og næs gæ, og flottur gæi. Ég þori varla að nefna tilfinningar því inst inni er ég hrædd við þær, en ég er farin að bera tilfinningar til þessa manns , samt er ég að reyna halda í þær vegna hræðslu við höfnun.
Knús og kærleikur á línuna eins og hún leggur sig.
Bloggar | Fimmtudagur, 6. nóvember 2008 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Bloggar | Þriðjudagur, 4. nóvember 2008 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
sonur minn sagði mér í morgun að hann ætti bara 1 stk buxur að vera í, hann var eiginlega að uppgötva það sjálfur í morgun þegar hann var að leita að buxum, ég fékk sjokk . Skellti mér í búð með hann uppúr kl 19 í kvöld , helt að væri opið til kl 20 en nei nei opið til kl 19 og lokað á nefið á okkur, heppin að ná nefinu frá svo það yrði ekki á milli . Förum á morgum að redda buxum þvi ekki gengur að vera bara með 1 stk buxur og enda svo á nærunum þegar kemur gat á siðustu buxurnar. Fyrir nokkrum dögm var slatti af buxum, svo allt í einu engar. Hann er reyndar að stækka svo mikið núna, hann er 13 ára og ég er farin að horfa upp til hans , þvílík stærð, og skór nr 43.
Fæ nýju gleraugun á morgun 73,500 kr takk fyrir. Tvískipt og verður gaman að vita hvernig það gengur að nota þau, hef heyrt að maður sjái tvöfalt , sérstaklega þegar maður er í fyrsta skyptið að labba tröppur. Svo lærist þetta að finna réttu sjón-punktana. Læt vita hvernig gengur.
Eins og ein bloggvinkona mín sagði ; það er dýrt að heyra ( hún var að fá ný heyrnatæki ) og það er sko líka dýrt að sjá.
Ljúfa drauma elskurnar
Bloggar | Mánudagur, 3. nóvember 2008 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Mín skellti sér í verslunar leiðangur í dag og keypti nánast allar jólagjafirnar, á eftir að finna fyrir son minn sem býr heima í mömmukoti og foreldra mína, en dóttir mín kom með snildra hugmynd um gjöf til þeirra og lýst mér ljómandi vel á hennar hugmynd og gefum það þá saman.
Í gærkvöldi komu tveir nágranna drengir 11 og 13 ára og gistu hjá okkur syni mínum. Við gerðum kósy kvöld með pizzu, snakk, nammi, gos, og horfðum á mynd. Upp úr hálf eitt í nótt þá slökktum við öll ljós, hækkuðum í sjónvarpinu , þjöppuðum okkur fjögur í litla 2ja sæta sófann og horfðum á drauga-hryllingsmynd. Þetta var mjög spennandi og rákum upp öskur af og til, sonur minn var á tímabili mjög spenntur og nötraði af spennu og gargaði á leikarann í myndinni hehehehe.
Þetta var mjög skemmtilegt kvöld í gær.
Eigið ljúft kvöld elskurnar
Bloggar | Sunnudagur, 2. nóvember 2008 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
Frænku minni er greynilega ekki sama um mig og finst kominn tími á að ég fái kall ( hún veit ekki að ég er búin að hitta kallinn ), og kom hún í morgun með Neyðarkall og alla leið inna að rúmstokk takk fyrir . En ekki var hann nú alveg frír þessi pínu litli og forljóti kall, en ég lét tilleiðast og borgaði henn fyrirhöfnina að hjálpa mér í neyð,. Ég að sjálfsögðu skellti kallinum undir sængina og hélt áfram að sofa, og sveimér þá að ég hafi ekki sofið sælli og glaðari. Ekki helt hann utan um mig gat það ekki vegna þess hann er svo pínku lítill greyið og þungur á sér því hann er með hangandi keðju í hausnum, ekki myndi ég vilja vera með hangandi keðju í hausnum á mér, ekki ábætandi við hausverkinn og vöðvabólguna og liti sennilega ekkert fallega út þannig. Ég helt utan um hann í staðinn
Ég elska frænku mína fyrir að vera mér svona góð að koma með kall til mín. Ég þarf ekki að hafa fyrir neinu í þessum kallamálum. Bara komið með hann heim og inn í rúm. Takk elsku frænka mín Anna Kristrún.
Þegar ég vaknaði aftur af værum blundi með kallinn mér við hlið, setti ég hann á bíla lyklakyppuna og sómir hann sér þar vel.
Eigið góða helgi elsku fólk, það ætla ég að gera líka.
Bloggar | Laugardagur, 1. nóvember 2008 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Guð, gef mér æðruleysi
til að sætta mig við það
sem ég fæ ekki breytt,
Kjark til að breyta þvi
sem ég get breytt,
og vit til að greina þar á milli.
Að lifa einn dag í einu,
njóta hvers andartaks fyrir sig,
viðurkenna mótlæti sem friðarveg,
með því að taka syndugum heimi
eins og hann er,
eins og Jesú gerði
en ekki eins og ég vil hafa hann
og treysta því að þú munir færa allt á réttan veg
ef ég gef mig undir vilja þinn
svo að ég megi vera hæfilega hamingjusamur
í þessu lífi
og yfirmáta hamingjusamur með þér
þegar að eilífðinni kemur.
Amen.
Bloggar | Fimmtudagur, 30. október 2008 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Í gær sótti ég um flutning aftur yfir í símann frá Tal, þvi ég kærði mig ekki um að vera þar stundinni lengur í kjölfar atburðar sem þeir beittu son minn . Já ég sótti um flutning og bjóst við einhverra daga bið og líka vegna þess að eg skulda einn reikning frá þvi i sept, en þegar eg var komin heim þá lá netið niðri ( frá Tal ), og ég , ha hvað er að ?
Hringdi á báða staði en náði sambandi við símann strax og jú búið að tengja yfir í ráderinn þaðan ( átti hann ennþá ) ég bara ha nú ég átti nú ekki von á þessum hraða, en netið lá niðri, þjónustumaðurinn skoðar og já það á eftir að virkja aftur netfangið og þetta er skráð á morgundaginn sem er í dag 28 okt, en hann reynir að flýta þessu á tvær leiðir, en gekki ekki og gefur mér samband við aðra deild og þeir reyna líka, en konan þar sagði að ef það kemur ekki inn núna á eftir þá er það á morgun ( 28 okt ), já sagði ég ok og þakkaði bara kærlega fyirir mig, og um hádegið í dag kom netið inn. þannig að ég er komin með heimasímann og netið aftur hjá símanum, fæ svo sms þegar ég get skipt um kortið í farsímanum. Hef ekki fengið svona hraða þjóunstu svo ég muni eftir í augnablikinu.
Eins og ég sagði í bloggi um daginn um Tal þá borga ég aðeins meira annarsstaðar en að láta koma svona fram við okkur. Það verður gaman að heyra hvað þeir segja við mig ef þeir hringja í mig og spyrja mig afhverju ég sé að flytja mig yfir.
Ég hef fengið hingað til mjög góða þjónustu hjá Símanum og ráðleggingar, en jú viðurkenni að reikningurinn lækkaði hjá Tal en mér er sama, ég læt ekki bjóða mér né okkur svona.
Eftir að ég bloggaði um daginn með Múturnar frá Tal við son minn þá fór ég að hugsa aðeins lengra og alvarlegra, þetta voru mútur frá símafyrirtæki en Guð minn almáttugur ef það hefði verið annað og alvarlegra þótt þetta sé nógu alvarlegt, mig hryllir við þeirri hugsun .
Knús og kreist á ykkur öll og mér þykir ótrúlega vænt um ykkur öll
Samgöngur | Þriðjudagur, 28. október 2008 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
Í september færði ég mín viðskipti yfir í Tal sem er ekki í frásögu færandi, nema hvað að ég kemst að því að það hentar ekki svo vel að sonur minn sé í Tal þar sem hans vinir eru hjá símanum , uppá að hringja frítt á milli, svo ég bað um færslu aftur yfir daginn sem það mátti, en það var ekki hægt fyren 30 dögum frá færsludegi.
Nema hvað, það var karlmaður frá Tal sem hringir í númerið hjá syni mínum og spyr eftir mer en ég var að vinna svo hann spyr strákinn hvort hann vilji ekki vinna sér inneign og vera áfram í Tal, og það sem stráksi minn þurfti að gera var að fá einn vin sinn yfir þá fengi hann 2000 kr inneign. Stráksi minn var hugsi og þá sagði maðurinn hugsaðu malið í smá stund og ég hringi í þig eftir smá stund.
Í millitíðinni hringi ég í soninn og hann segir mér þetta, ég bið hann að segja manninum að hringja í mig og tala við mig þegar hann hringir aftur. Ég hringi aftur í soninn því mig var farið að lengja eftir símtali, en þá var maðurinn buinn að hringja aftur og segja við strákinn að hann fái 2500 kr inneign og hann verði næstu 30 daga í Tal og ekki þurfti hann að redda vininum yfir í Tal.
Þar sem sonur minn er með athyglisbrest þá náði hann bara að hann fengi inneign uppá 2000 kr og finst Tal vera flott fyrirtæki að gefa sér inneign.
Hins vegar var ég mamman ekki par hrifin af þessari sögu sonarins, tékkaði á inneigninni og jú mikið rétt, lagðar voru inn 2500 kr.
Ég hringdi þjónustunúmerið og beið í 45 mínútur að komast að og hellti mig yfir manninn sem svaraði með þessa frásögn og hann spurði mig : HAVÐ ERTU EKKI ÁNÆGÐ MEÐ ÞETTA ? ég svaraði : er ég ánægð ? værir þú ánægður ef barninu þínu væri mútað ? uðvitað er ég ekki ánægð með þessa aðferð . Þá sagði hann hvað viltu að eg geri ? ég sagði ég vil að þessi maður hringi í mig og tali við mig því samkvæmt lögum megið þið ekki gera þetta. Sonur minn er 13 ára og ég er forráðamaður hans og hann átti að tala við mig.
Hann sagðist ætla ath þetta og fá að hringja í mig aftur, sem hann gerði eftir smá stund, og jú þetta var rétt sem eg var að segja og baðst fyrigefningar á þessu , ég sagði að ég vil að þessi maður sem mútaði barninu mínu hringi í mig og byðji mig afsökunar á að hafa gert rangt gagnvart syni minum.
Sigmar markaðsstjóri hringdi líka i mig og spurði hvort ég vildi að þeir ættu að draga þetta til baka, ég sagði nei nei ég væri bara afar ósátt með mútu aðferðina á syni mínum. Þeir mættu alveg hafa hann áfram hjá Tal og borga honum 25oo kr á mánuði því ekki ætlaði ég að gera það og allra síst eftir þessa aðferð þeirra og ég benti honum á að mínum viðskiptum lyki hér og nú við þá .
Hann bara baðst afsökunar á þessu og viðurkenndi að þetta mætti ekki og þeir breyttu rangt við barn undir 18 ára , ég endurtók við Sigmar að ég vildi að þessi maður hringi í mig og biðjist afsökunar á þessu, en ekki hef ég heyrt í þeim manni ennþá .
Og sonur minn sagði : sko mamma það er sko bara allt í lagi og fínt að vera hjá Tal.
Og eitt er víst að þeir missa mín viðskipti pottþétt.
Bloggar | Laugardagur, 25. október 2008 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Færsluflokkar
Tenglar
vinir minir
Mynda albúmið mitt
Börnin mín
Bloggvinir
- annaeinars
- gelgjan
- annabjo
- duddi-bondi
- baldurkr
- beggipopp
- birnamjoll
- heiddal
- gattin
- binna
- brylli
- skordalsbrynja
- dofri
- draumar
- emilkr
- strumpurinn
- umhetjuna
- loi
- fridrikomar
- fridaeyland
- eddabjo
- gurrihar
- gunnagusta
- mammzan
- landsveit
- gullvagninn
- heidathord
- kolgrimur
- hrabbabj
- astromix
- joninaottesen
- juliusvalsson
- katrinsnaeholm
- kari-hardarson
- kristin-djupa
- larusg
- lillagud
- bestalitla
- linka
- perlaoghvolparnir
- peturg
- rasan
- roslin
- undirborginni
- einfarinn
- amman
- sigro
- steinunnolina
- taraji
- melrakki
- ylfamist
- torabeta
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 1200
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar