Færsluflokkur: Bloggar
aðeins að komast í jólafíling, dúkar og jóladót að komast á sinn stað.
Dóttlan flutti ekki heim, rættist úr hennar málum og hún fékk litla og kósy íbúð. Ég fann strax góða tilfinningu og góðann anda í íbúðinni þegar ég labbaði inn til hennar. Hún þurfti að mála og hún penslamálaði hálfa íbúðina, var ekki lengi að því.
Sonurinn veikur eins og svo margir í dag, kvef og hiti, en vona að hann slepppi við lungnabólgu en hana er hann gjrarn að fá með kvefinu.
Guð gefi ykkur góðan dag.
Bloggar | Þriðjudagur, 9. desember 2008 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Já ekki var fjarveran lengi hehe , en mátti til með að segja ykkur að ljósin eru komin í gluggana og tekur sig vel út, langar að setja aðeins meiri ljós en sé til.
Svo um mánaðarmótin flytur dóttlan aftur heim og talaði hún um að vera alest 3-4 mánuði og þarf ég að færa hillur og dót á milli herbergja svo hún geti haft sitt rúm og dót í herberginu já og tæma skápinn sem yfirfullur er af hinu og þessu sem ég hugsa að megi alveg fara lengra en í næsta skáp. Svo þarf að búa til pláss fyrr sófann hennar og kistuna sem langafi hennar átti og afi hennar endursmíðaði og gaf henni. Heldur mikið upp á þá kistu.
Þetta hefur aldrei klikkað hjá mér að þegar ég er búin að koma öllu í stand hjá mér, þá kemur einhver inná mig, klikkar ekki. Ég myndi alveg þyggja ástmann til mín
Augnlæknir í fyrramálið svo það er eins gott að fara koma sér í háttinn
Hafið það eins best og þið getið, reynið að láta ástand þjóðarinnar ekki taka völdin af ykkur, látum þetta ástand frekar þjappa okkur saman, vera góð við hvort annað, elskum hvert annað.
Knúsarkveðjur til allra bloggvina minna og allra aðra líka.
Bloggar | Sunnudagur, 23. nóvember 2008 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Að dreyma að maður sé óléttur er góðs viti. Þetta táknar upphaf á einhverju nýju og spennandi í lífi þínu, jákvæðar breytingar eru í nánd.
Hvað er hægt að biðja um meira ?
Bloggar | Laugardagur, 15. nóvember 2008 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Fékk staðfest á dögunum að ég væri ólétt, fann engin einkenni um það, var hjá lækni útaf öðru og þá kom þetta í ljós. Hlakkaði til að láta háa dökkhærða mannin vita, Var ekki búin að láta hann vita þegar ég vaknaði, og var dauðfegin að þetta var bara draumur, myndi ekki nenna að standa í því í dag tæpra 46 vetra að vera ólétt, yrði það undur og stórmerki ef það yrði eftir 12 ár í kaskó.
Fótboltaleiknum hjá syninum var frestað vegna veðurs, var ég ákaflega fegin því mér var farið að kvíða fyrir að leggja af stað því ég er enn á sömu dekkjunum og var einmitt í morgun að lesa blogg frá einum að það hafi orðið árekstur snemma í morgun, og fólkið sem lendir í árekstri gæti ekki kennt neinum um nema sjálfum sér vegna þess að það kann ekki að keyra, þá á hann við að það keyrir ekki eftir aðstæðum, og enn á sumardekkjum komið fram á þennan tíma árs. Ég viðurkenni að ég skammaðist mín fyrir trassaskapinn í mér líka í ljósi þess að ég rann yfir á rauðu ljósi í hálku um daginn og lofaði að breyta því en gerði ekki neitt svo
Jæja ætla leggjast á fjórar fætur og klóra dúkinn á baðherberginu, nei ekki að klóra vegna kláða , nota klór til að hreinsa dúkinn og leysa upp gamalt bón, skúra síðan og bóna.
Takið af ykkur skóna, ég er að bóna
Bloggar | Laugardagur, 15. nóvember 2008 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Eigið góðan dag og gott kvöld, það ætla ég að gera.
Bloggar | Mánudagur, 10. nóvember 2008 (breytt kl. 18:28) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Illa gengur að venjast gleraugunum nyju, rennur allt saman, en þrjóskan ég held áfram í þeirri trú að muni sjá að lokum, keyri eftir minni og mér til heppni þá veit ég hvað göturnar heita svo ekki þarf ég að lesa á skiltin sem ég náttlega ekki sé, svo ef þið sjáið Rav4 vafinn utan um staur þá er það líklegast ég því ekki veit ég hvenær þessum blessuðum staurum dettur í hug að planta sér niður hingað og þangað án þess að gera boð á undan sér.
Eins ef það eru miklar prentvillur núna þá er það augnlækninum að kenna því hann lét mig fá þessi gleraugu sem ég sé ekkert með á lyklaborðið og ég er að reyna pikka á takkaborðið eftir minni.
Ekkert varð af stelpu/vinkonu kvöldinu í kvöld vegna þess að vinkona mín er lasin ( það verður bara seinna ), en í staðinn er ég að fara í vinaparty og út að dansa, ég hef mikla þörf fyrir að dansa og syngja og fæ mikla útrás í því.
Pabbahelgi hjá deitinu mínu svo hann er bara að njóta sín með litlu kiðlingunum sínum fallegu.
Eigið fallegt og ljúft kvöld elskurnar. Elskið friðinn og strjúkið á ykkur kviðinn .
Bloggar | Laugardagur, 8. nóvember 2008 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
þrautir vinnur alla sagði Guðrún bloggvinkona. Hún þekkir mína óþolinmæði, en Gunna mín gleraugun jafna sig held eg , byrja bara að hafa þau í stuttan tíma á dag, ananrs þreytist ég og fæ bauga og rauðeygð og fer að píra augun., held að ég sé ekkert sérstaklega falleg svoleiðs, þótt falleg sé nú samt.
Hitti deitið mitt í dag, bað, dekur og nudd,. Hann er voða rómo og næs gæ, og flottur gæi. Ég þori varla að nefna tilfinningar því inst inni er ég hrædd við þær, en ég er farin að bera tilfinningar til þessa manns , samt er ég að reyna halda í þær vegna hræðslu við höfnun.
Knús og kærleikur á línuna eins og hún leggur sig.
Bloggar | Fimmtudagur, 6. nóvember 2008 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Bloggar | Þriðjudagur, 4. nóvember 2008 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
sonur minn sagði mér í morgun að hann ætti bara 1 stk buxur að vera í, hann var eiginlega að uppgötva það sjálfur í morgun þegar hann var að leita að buxum, ég fékk sjokk . Skellti mér í búð með hann uppúr kl 19 í kvöld , helt að væri opið til kl 20 en nei nei opið til kl 19 og lokað á nefið á okkur, heppin að ná nefinu frá svo það yrði ekki á milli . Förum á morgum að redda buxum þvi ekki gengur að vera bara með 1 stk buxur og enda svo á nærunum þegar kemur gat á siðustu buxurnar. Fyrir nokkrum dögm var slatti af buxum, svo allt í einu engar. Hann er reyndar að stækka svo mikið núna, hann er 13 ára og ég er farin að horfa upp til hans , þvílík stærð, og skór nr 43.
Fæ nýju gleraugun á morgun 73,500 kr takk fyrir. Tvískipt og verður gaman að vita hvernig það gengur að nota þau, hef heyrt að maður sjái tvöfalt , sérstaklega þegar maður er í fyrsta skyptið að labba tröppur. Svo lærist þetta að finna réttu sjón-punktana. Læt vita hvernig gengur.
Eins og ein bloggvinkona mín sagði ; það er dýrt að heyra ( hún var að fá ný heyrnatæki ) og það er sko líka dýrt að sjá.
Ljúfa drauma elskurnar
Bloggar | Mánudagur, 3. nóvember 2008 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Mín skellti sér í verslunar leiðangur í dag og keypti nánast allar jólagjafirnar, á eftir að finna fyrir son minn sem býr heima í mömmukoti og foreldra mína, en dóttir mín kom með snildra hugmynd um gjöf til þeirra og lýst mér ljómandi vel á hennar hugmynd og gefum það þá saman.
Í gærkvöldi komu tveir nágranna drengir 11 og 13 ára og gistu hjá okkur syni mínum. Við gerðum kósy kvöld með pizzu, snakk, nammi, gos, og horfðum á mynd. Upp úr hálf eitt í nótt þá slökktum við öll ljós, hækkuðum í sjónvarpinu , þjöppuðum okkur fjögur í litla 2ja sæta sófann og horfðum á drauga-hryllingsmynd. Þetta var mjög spennandi og rákum upp öskur af og til, sonur minn var á tímabili mjög spenntur og nötraði af spennu og gargaði á leikarann í myndinni hehehehe.
Þetta var mjög skemmtilegt kvöld í gær.
Eigið ljúft kvöld elskurnar
Bloggar | Sunnudagur, 2. nóvember 2008 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
Færsluflokkar
Tenglar
vinir minir
Mynda albúmið mitt
Börnin mín
Bloggvinir
- annaeinars
- gelgjan
- annabjo
- duddi-bondi
- baldurkr
- beggipopp
- birnamjoll
- heiddal
- gattin
- binna
- brylli
- skordalsbrynja
- dofri
- draumar
- emilkr
- strumpurinn
- umhetjuna
- loi
- fridrikomar
- fridaeyland
- eddabjo
- gurrihar
- gunnagusta
- mammzan
- landsveit
- gullvagninn
- heidathord
- kolgrimur
- hrabbabj
- astromix
- joninaottesen
- juliusvalsson
- katrinsnaeholm
- kari-hardarson
- kristin-djupa
- larusg
- lillagud
- bestalitla
- linka
- perlaoghvolparnir
- peturg
- rasan
- roslin
- undirborginni
- einfarinn
- amman
- sigro
- steinunnolina
- taraji
- melrakki
- ylfamist
- torabeta
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 1200
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar