Færsluflokkur: Bloggar
Frænku minni er greynilega ekki sama um mig og finst kominn tími á að ég fái kall ( hún veit ekki að ég er búin að hitta kallinn ), og kom hún í morgun með Neyðarkall og alla leið inna að rúmstokk takk fyrir . En ekki var hann nú alveg frír þessi pínu litli og forljóti kall, en ég lét tilleiðast og borgaði henn fyrirhöfnina að hjálpa mér í neyð,. Ég að sjálfsögðu skellti kallinum undir sængina og hélt áfram að sofa, og sveimér þá að ég hafi ekki sofið sælli og glaðari. Ekki helt hann utan um mig gat það ekki vegna þess hann er svo pínku lítill greyið og þungur á sér því hann er með hangandi keðju í hausnum, ekki myndi ég vilja vera með hangandi keðju í hausnum á mér, ekki ábætandi við hausverkinn og vöðvabólguna og liti sennilega ekkert fallega út þannig. Ég helt utan um hann í staðinn
Ég elska frænku mína fyrir að vera mér svona góð að koma með kall til mín. Ég þarf ekki að hafa fyrir neinu í þessum kallamálum. Bara komið með hann heim og inn í rúm. Takk elsku frænka mín Anna Kristrún.
Þegar ég vaknaði aftur af værum blundi með kallinn mér við hlið, setti ég hann á bíla lyklakyppuna og sómir hann sér þar vel.
Eigið góða helgi elsku fólk, það ætla ég að gera líka.
Bloggar | Laugardagur, 1. nóvember 2008 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Guð, gef mér æðruleysi
til að sætta mig við það
sem ég fæ ekki breytt,
Kjark til að breyta þvi
sem ég get breytt,
og vit til að greina þar á milli.
Að lifa einn dag í einu,
njóta hvers andartaks fyrir sig,
viðurkenna mótlæti sem friðarveg,
með því að taka syndugum heimi
eins og hann er,
eins og Jesú gerði
en ekki eins og ég vil hafa hann
og treysta því að þú munir færa allt á réttan veg
ef ég gef mig undir vilja þinn
svo að ég megi vera hæfilega hamingjusamur
í þessu lífi
og yfirmáta hamingjusamur með þér
þegar að eilífðinni kemur.
Amen.
Bloggar | Fimmtudagur, 30. október 2008 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Í september færði ég mín viðskipti yfir í Tal sem er ekki í frásögu færandi, nema hvað að ég kemst að því að það hentar ekki svo vel að sonur minn sé í Tal þar sem hans vinir eru hjá símanum , uppá að hringja frítt á milli, svo ég bað um færslu aftur yfir daginn sem það mátti, en það var ekki hægt fyren 30 dögum frá færsludegi.
Nema hvað, það var karlmaður frá Tal sem hringir í númerið hjá syni mínum og spyr eftir mer en ég var að vinna svo hann spyr strákinn hvort hann vilji ekki vinna sér inneign og vera áfram í Tal, og það sem stráksi minn þurfti að gera var að fá einn vin sinn yfir þá fengi hann 2000 kr inneign. Stráksi minn var hugsi og þá sagði maðurinn hugsaðu malið í smá stund og ég hringi í þig eftir smá stund.
Í millitíðinni hringi ég í soninn og hann segir mér þetta, ég bið hann að segja manninum að hringja í mig og tala við mig þegar hann hringir aftur. Ég hringi aftur í soninn því mig var farið að lengja eftir símtali, en þá var maðurinn buinn að hringja aftur og segja við strákinn að hann fái 2500 kr inneign og hann verði næstu 30 daga í Tal og ekki þurfti hann að redda vininum yfir í Tal.
Þar sem sonur minn er með athyglisbrest þá náði hann bara að hann fengi inneign uppá 2000 kr og finst Tal vera flott fyrirtæki að gefa sér inneign.
Hins vegar var ég mamman ekki par hrifin af þessari sögu sonarins, tékkaði á inneigninni og jú mikið rétt, lagðar voru inn 2500 kr.
Ég hringdi þjónustunúmerið og beið í 45 mínútur að komast að og hellti mig yfir manninn sem svaraði með þessa frásögn og hann spurði mig : HAVÐ ERTU EKKI ÁNÆGÐ MEÐ ÞETTA ? ég svaraði : er ég ánægð ? værir þú ánægður ef barninu þínu væri mútað ? uðvitað er ég ekki ánægð með þessa aðferð . Þá sagði hann hvað viltu að eg geri ? ég sagði ég vil að þessi maður hringi í mig og tali við mig því samkvæmt lögum megið þið ekki gera þetta. Sonur minn er 13 ára og ég er forráðamaður hans og hann átti að tala við mig.
Hann sagðist ætla ath þetta og fá að hringja í mig aftur, sem hann gerði eftir smá stund, og jú þetta var rétt sem eg var að segja og baðst fyrigefningar á þessu , ég sagði að ég vil að þessi maður sem mútaði barninu mínu hringi í mig og byðji mig afsökunar á að hafa gert rangt gagnvart syni minum.
Sigmar markaðsstjóri hringdi líka i mig og spurði hvort ég vildi að þeir ættu að draga þetta til baka, ég sagði nei nei ég væri bara afar ósátt með mútu aðferðina á syni mínum. Þeir mættu alveg hafa hann áfram hjá Tal og borga honum 25oo kr á mánuði því ekki ætlaði ég að gera það og allra síst eftir þessa aðferð þeirra og ég benti honum á að mínum viðskiptum lyki hér og nú við þá .
Hann bara baðst afsökunar á þessu og viðurkenndi að þetta mætti ekki og þeir breyttu rangt við barn undir 18 ára , ég endurtók við Sigmar að ég vildi að þessi maður hringi í mig og biðjist afsökunar á þessu, en ekki hef ég heyrt í þeim manni ennþá .
Og sonur minn sagði : sko mamma það er sko bara allt í lagi og fínt að vera hjá Tal.
Og eitt er víst að þeir missa mín viðskipti pottþétt.
Bloggar | Laugardagur, 25. október 2008 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
úr rómantísku bústaðaferðinni , fyr en áætlað var, ekki vegna ósættis eða neinu svoleiðis
NEI ó nei öðru nær,
okkur langaði sko ekkert heim. Ég hef bara aldrei kynst öðru eins dekri, ég var algjör prinsessa og hann kom fram við mig eins og ég væri prinsessa. Það hefur enginn komið svona fram við mig eins og þessi elska gerði, dekraði við mig í bak og fyrir og þjónað.
Eldaði góðan mat og gerði voða rómó og huggó. Hann spurði mig hvað eg vildi gera bara nefna það hann skyldi dekra við mig.
Ég þessa stjórnsama kona bara gafti,varð orðlaus af undrun þvi ég átti alsekki vona á svona framkonu og elskuleg heitum, því það hefur alltaf verið ég sem hef ákveðið allt fyrir alla og hugsað um mat og eldað, en nú snérist það við. Ég þekkti varla sjálfa mig bara hehe.
Og ég naut mín í botn og nú veit ég hvernig framkoma er frá alvöru herramanni.
Þetta var sko alger anhverfa þvi sem ég hef kynst á minni lífsleið og er ég á fimmtugs aldrinum og fann mikla hlýju og ást frá prinsinum .
Hlýtt knús og kreist á ykkur öll
Bloggar | Laugardagur, 25. október 2008 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Í morgun heimsótti ég kiðlingana mína í 3ja bekk í Fellaskóla þar sem ég var að vinna áður, Guð það voru svo yndislegar móttökurnar hjá þeim , knús og kærleikur frá hverjum kiðlingi í bak og fyrir, já 26 kiðlingar í 3ja bekk. Oh hvða ég sakna þeirra . Fór á smá fund vegna sonar míns í leiðinni og var það mjög góður og jákvæður fundur. Labbaði ég þaðan út með mikinn kæleik í hjarta .
Lagði af stað í mína vinnu., þurfti að stoppa á rauðu ljósi, en vá bíllinn bara rann áfram eins og lífið væri að leysa, og yfir á rauðu ljósi my god hvað ég varð skelkuð og þakka Guði fyrir að það voru engir bílar að koma úr hinum áttunum, ég er nefninlega ekki búin að skipta enn um dekk , er enn á lélégu dekkujunum, er alltof kærulaus með þetta. Á heimleiðinni ákvað ég að líta við á dekkjaverkstæðunum og já já Góðan daginn, biðraðir út á götur takk, sem ég átti reyndar von á eins og veður og færð var í dag, svo ég keyrði bara heim og bið í spenningi eftir morgundeginum
Ætla í dekkjamálin á mánudaginn, eftir að ég er komin úr rómantísku ferðinni. Lofa
Bloggar | Miðvikudagur, 22. október 2008 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
ljufur: vona að þetta gangi hjá þer og þessum manni þá gleimiru mér vonandi
ljufur.blog.is : vona svo sannalega að þið eigið vel saman þá geturðu gleimt mér ( vonandi )
Einn sem heldur að ég sé svoooooo hrikalega ástfangin af sér að ég geti hreinlega ekki gleymt sér, var það einu sinni í smá tíma þangað til ég sá hvernig hann var ( og er enn )
ég gleymi ekki vegna þess að þessi maður kom ógeðslega fram við mig ( og afþví ég gleymi ekki þá heldur hann að ég sé svo hrikalega ástfangin af sér ) , hann laug út í eitt og í hringi, hélt framhjá mér, talaði illa um mig, ( hef þau orð ekki eftir hérna ) toldi ekki í vinnu, lofaði alltaf öllu fögru en það fór í öfuga átt alltaf þau loforð, á endanum henti ég honum út, og þá byrjuðu hótanirnar miður ekki skemmtilegar og á ég þau sms ennþá. Já hann talaði mjög illa um mig en samt bað hann mig um hjálp, og ég góða konan hjálpaði honum og opnaði heimili mitt fyirr hann og þá elskaði hann mig svo mikið og bla bla bla.
Folk var farið að tala um þetta og spurja mig hvað ég væri að gera sjálfri mér og mínu fólki, það þoldi hann enginn vegna og fyrir framkomuna sem hann sýndi mér og mínu heimili og mínu fólki.
Hann er að koma fram við sína konu sem hann byr með núna alveg nákvæmlega eins og hann gerði við mig, enda er honum alltaf hent út af sömu ástæðum, en alltaf er hann snöggur að finna nyjar til að flytja inná og lifa á þeim.
Ég setti þennan aðila á bannlista á bloggið mitt og vil ekki sjá eitt né neitt frá honum, hvorki á prenti né í augsýn, enda ekkert að sjá.
Og hana nú.
Bloggar | Miðvikudagur, 22. október 2008 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Bloggar | Laugardagur, 18. október 2008 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Ég hef verið ferlega löt að blogga og satt að segja verið afskaplega löt í tölvunni yfirleitt, fékk tölvuleiða bara. Ég er ekki búin að gleyma ykkur elskurnar mínar. Ég skrapp út að dansa í gærkvöldi og mikið var það endurnærandi að gleyma sér í dansinum.
Eigið góðar stundir kæru vinir
Bloggar | Sunnudagur, 12. október 2008 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Bloggar | Þriðjudagur, 30. september 2008 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Bloggar | Fimmtudagur, 25. september 2008 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Færsluflokkar
Tenglar
vinir minir
Mynda albúmið mitt
Börnin mín
Bloggvinir
- annaeinars
- gelgjan
- annabjo
- duddi-bondi
- baldurkr
- beggipopp
- birnamjoll
- heiddal
- gattin
- binna
- brylli
- skordalsbrynja
- dofri
- draumar
- emilkr
- strumpurinn
- umhetjuna
- loi
- fridrikomar
- fridaeyland
- eddabjo
- gurrihar
- gunnagusta
- mammzan
- landsveit
- gullvagninn
- heidathord
- kolgrimur
- hrabbabj
- astromix
- joninaottesen
- juliusvalsson
- katrinsnaeholm
- kari-hardarson
- kristin-djupa
- larusg
- lillagud
- bestalitla
- linka
- perlaoghvolparnir
- peturg
- rasan
- roslin
- undirborginni
- einfarinn
- amman
- sigro
- steinunnolina
- taraji
- melrakki
- ylfamist
- torabeta
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 1200
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar