Færsluflokkur: Bloggar
Mikið var ég glöð þegar ég skoðaði myndaalbúmið mitt herna á blogginu , fermingarmyndirnar af syni mínum á ég hér, ég helt að ég væri búin að glata þeim því harði diskurinn hrundi í tölvunni og þær voru þar inná. Hafði ekki efni á að taka þær af enda var ég ekki spurð, en fékk bilaða diskinn með svo ég get tekið allar myndir útaf þegar ég nenni.
Kveðja Guðrún
Bloggar | Mánudagur, 4. apríl 2011 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Bloggar | Föstudagur, 11. febrúar 2011 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Ég er búin að hafa það fínt um jólin og búin að vera alveg ótrúlega ísí, dagana fyrir jól alveg stresslaus og ísí.Kláraði á aðfangadagsmorgun síðustu jólagjöfina fyrir dóttir mína, og komst í rúmið um 9 leitið og svaf til kl 15. Drifum okkur á fætur og hespuðum restinni af og var allt orðið fínt og strokið um 16:30 á aðfangadag og maturinn langt kominn í eldamensku Ég man ekki eftir mér að hafa verið svona róleg yfir öllu og ekki fengið jólaveikina og sagt ákveðna settningu sem held ég sveimér þá að krakkarnir sakni og ég ætlaði ekki að gera þeim til geðs að segja setninguna og meiraðsegja annar tvíbba sonur minn bað mig á aðfangadag að segja setninguna svo hann gæti átt jólin sáttur en nei hann fékk ekki að heyra setninguna.
Er já semsagt bara eilega búin að borða og sofa fyrir utan jólakaffi á Akranesi hjá pabba og mömmu á jóladag, dreif mig í bíó í gærkvöldi á myndina Desember og á al-anon fund í kvöld, bara góð næring á sálina þessi fundur.
Ég hef þakkað fyrir að eiga hunda þessa daga því annars hef ég ekki stigið útfyrir hússins dyr til að hreyfa mig og fengið ferskt loft í lungun.
Svo er það morgunskokkið í fyrramálið svo það er eins gott að koma sér í rúmið svo ég geti vaknað uppúr kl 5:30.
Eigði góðar stundir elsku vinir , knús, kærleikur og friður til ykkar allra
Bloggar | Mánudagur, 28. desember 2009 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Bloggar | Laugardagur, 19. desember 2009 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggar | Mánudagur, 7. desember 2009 (breytt kl. 07:39) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
langt er síðan ég bloggaði, varla að eg kunni það, en jú jú rifjast upp. Eitt og annað hefur á mína daga drifið frá því síðast. Í haust þá féll ég niður andlega og sem betur fer þá var ég meðvituð um það og dreif mig til doksa. Ég hafði allt á hornum mér, allt ömurlegt og ómögulegt og held að það hafi ekki farið framhjá neinum hvað var í gangi. En ég áttaði mig ekki á þvi fyren pabbi fékk alvarlegt hjarta áfall að ég gerði mer grein fyrir hvernig ég var, það var þá sem ég féll saman. En sem betur fer fór allt á góðan veg. Ég ákvað að breyta algerlega um karakter á sjálfinu , breytti fatastíl einnig og í dag líður mér miklu betur en í leiðinni er ég að glíma við óttann sem náði stjórninni á mér um tíma, en nú er sjálfið að ná tökunum á óttanum enda hef ég fengið mikla hjálp í því frá góðum vinum mínum og einnig sjálfri mér.
Eignaðist ömmuling nr 2 núna 7 nóvember ( strák ) en sá eldri fæddist 11 júní, bara yndislegt þótt ég sjái þann síðari ekki fyren í sumar því þau búa úti í DK. Eignaðist einnig 2 litla hunda alveg óvænt og það er bara yndislegt, skemmtilegir gleðigjafar og karakterar ( tjúa stelpa í xs stærð 3,10 ára og terrier strák 6 mánaða ).
Dóttirin að flytja heim núna á morgun 1 des til júlí eða ágúst, en þá ætlar hún sér að fara til Noregs ( Þrándheim ) í skóla að læra myndahönnun eða eitthvað solleis, hún þarf að redda sér góðri myndavél víst í þetta nám. Allt er á öðrum endanum því náttlega varð ég að taka auka herbergið í gegn svo hún fái nú smá prívat place þótt það sé hurðarlaust, en aldrei að vita nema mér áskotnist hurð.
Jólin eru í nánd og aldrei slíku vant þá hef ég ekki fengið þetta jólastress eins og ég hef alltaf fengið 2 mán fyrir jól því ég veit að allt reddast skömmu fyrir jól, og þótt ég verði ekki búin að baka eina köku þá koma jólin fyrir því, enda ekkert mál að skreppa í bleika svínið og baka ca 2-4 botna hehe og hnoða í 2-3 smáköku sortir. Aðal málið er bara það að hafa gott að borða og nóg .
Fer á námskeið í janúar í sjálfstyrkingu sem er í 5 vikur og þá tekur við bókhalds námskeið og stefnan er tekin á skóla í ágúst að læra bókhald svo eins og þið sjáið þá er margt í gangi, enda kominn tími á sjálfa mig, og jafnvel að fara gera eitthvað allt annað en það sem ég hef verið að vinna við.
Læt þetta duga í bili enda kominn svefntími góða nótt kæru vinir og fallega drauma
Bloggar | Mánudagur, 30. nóvember 2009 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Ég er eitthvað svo týnd, veit ekkert hvað ég á að gera né í hvorn fótinn ég á að stíga . Er með svo mikinn kvíða fyrir morgundeginum og dögunum sem koma þar á eftir . Mest langar mig til að hætta vinna og fara í skóla, núna finst mér ég vera í svo mikillri þörf fyrir að fara læra, en læra hvað ? veit ekki einu sinni hvað mig langar að læra , jú langar að læra nudd en veit ekki hvort ég hafi líkama í það að vinna við það. Langar lika að læra rafeindavirkjun og eins með það veit ekki hvort ég hafi líkama í að vinna við það. Langar líka að fara á trukkanámskeið og vinnuvélanámskeið, finst svo gaman að glíma við stór tæki, hef fengið þessa bakteríu í mig í sveitinni í uppvextinum sennilega . Já komið slatti af námsefni að velja úr svosem en held að byrjunin sé að fara í skóla á grunnbraut og læra það sem unglingarnir eru að læra í dag
En margt er að skoða, spá og spekulegra í öllu þessu, ekki er nóg bara að ákveða að hætta vinna og skella sér í skóla, það þarf að hugsa út í hvernig ég ætla að fjármagna skólann, framfleyta heimilinu, syninum, hvar fæ ég laun , allt orðið svo dýrt og ekkert hægt að leyfa sér, ekki einu sinni að vera veik.
Stend bara á krossgötum
Bloggar | Fimmtudagur, 17. september 2009 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Ég skellti mér til Keflavíkur í gærdag á ljósanótt, hitti þar pabba og mömmu, en það var heldur of mikil rigning og mér varð ískallt á tánum ásamt að vera blaut á tánum líka.
Lítið annað um að vera en fólk í sölubásum að selja mat og sælgæti.
um kvölið kl 20 byrjuðu tónleikar á túninu niður við sjó, ýmsir flytjendur og mjög gaman að dilla sér þarna á túninu í takt við músíkina. Svo endaði það með flugeldasýningu kl 22 og var sú sýning í 5 mínútur.
Fékk mér kaffi hjá pabba og mömmu áður en ég lagði af stað heim og tók það sinn tíma bara að komast út úr Keflavík, krókaleiðir og ég náttblynd og sá ekki neitt hvar ég var að keyra en allt hafðist þetta nú að lokum, ég er ekki sú manngerð að gefast upp svo auðveldlega.
Svo er afmæli í dag kl 4 í dag.
Eigið yndislegan sunnudag elsku vinir
Bloggar | Sunnudagur, 6. september 2009 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Ég skellti mér aðeins út að dansa sl nótt, mjög gaman að hitta fólkið sem ég hef ekki hitt síðan í endan mai og koma heim endurnærð .
Ég vaknaði síðan í morgun til að hleypa ferfætlingunum út að gera sínar þarfir, lagði mig aftur og þegar ég vaknaði þá brá mér heldur betur því klukkan var rúmlega 3, ég sem ætlaði að gera svo mikið í dag, sko keyra um og skoða . Ég svosem lét þetta ekki stoppa mig svo eftir kaffisopann þá byrjaði ég á Heiðmörk til að leyfa hundunum að spretta úr spori og leika sér . Þaðan brá ég mér suður í Sandgerði og keyrði út á Hvalnesið og áfram út á Reykjanesið, rölti upp á bjargið sem þar er og vá ég er sko ekki fjallgöngumanneskja ennþá . Þaðan til Grindavíkur og Krísuvíkurleiðina heim. Kom heim til mín um tíu leitið. Keyrði leið sem ég hef aldrei farið áður, sem er Hvalnesið og þessi leið til Grindó. Hef oft farið Krísuvíkurleiðina og keyrt þar um, og keyrt Vigdísarleið.
Svo núna er það koddinn góði. Guð gefi ykkur góða nótt og fallega drauma
Bloggar | Sunnudagur, 30. ágúst 2009 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Hentist á milli bæjarfélaga á bæjarhátíðir, Heiður dóttlan mín nennti að slæpast með mér og hundunum , fyrri þeytingurinn til Sandgerðis , skreyttur bær í gulum, rauðum, grænum og bláum litum. Heilmikið um að vera en þvílíkt var rokið. Í markaðstjaldinu var ég næstum gengin í flasið á mínum X en hann var sem betur fer samur við sig og sá mig ekki því hann var svo upptekinn af sjálfum sér og sínum mótorhjólagalla , ég snéri okkur við og fórum út aftur og beið eftir að hann færi því ég hafði ekki áhuga á að mæta honum . Mikið að skoða og sjá sem var til sölu, fallegar hundalopa peysur en ég ætla bara að reyna prjóna sjálf lopapeysu á Töru mína ( litlu tjúa tíkina mína ). Um 15:30 brunuðum við til Hveragerðis á blómstrandi daga en það var nú allt að enda þegar við komum þangað en gátum kíkt í tuskubúðina, röltum um bæinn og fengum okkur ís í Iðavöllum ( gamla Eden ). Mikklu hlýrra í Hveragerði og ekki rok . Renndum okkur í bæinn í rólegheitum og ég skutlaði henni á fund og ég var komin heim til mín um átta leitið . Mér finst svo gaman að keyra hingað og þangað í svona í fallegu veðri . Ég á eftir að fara mikið um í dagsferðir , er alltaf að sjá meira nýtt sem ég þarf að fara .
Hafið yndislegt kvöld, ljúfa og fallega drauma í nótt
Bloggar | Laugardagur, 29. ágúst 2009 (breytt 30.8.2009 kl. 01:35) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Færsluflokkar
Tenglar
vinir minir
Mynda albúmið mitt
Börnin mín
Bloggvinir
- annaeinars
- gelgjan
- annabjo
- duddi-bondi
- baldurkr
- beggipopp
- birnamjoll
- heiddal
- gattin
- binna
- brylli
- skordalsbrynja
- dofri
- draumar
- emilkr
- strumpurinn
- umhetjuna
- loi
- fridrikomar
- fridaeyland
- eddabjo
- gurrihar
- gunnagusta
- mammzan
- landsveit
- gullvagninn
- heidathord
- kolgrimur
- hrabbabj
- astromix
- joninaottesen
- juliusvalsson
- katrinsnaeholm
- kari-hardarson
- kristin-djupa
- larusg
- lillagud
- bestalitla
- linka
- perlaoghvolparnir
- peturg
- rasan
- roslin
- undirborginni
- einfarinn
- amman
- sigro
- steinunnolina
- taraji
- melrakki
- ylfamist
- torabeta
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar